Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 263 svör fundust
Hvað er "samsviðskenningin" og hvað gengur hún nákvæmlega út á?
Alsameinaðar sviðskenningar (e. grand unified theories, GUT) ganga út á að sameina þrjár af fjórum víxlverkunum í náttúrunni í eina kenningu. Þær eru veika og sterka víxlverkunin auk rafsegulvíxlverkunarinnar. Snemma á nítjándu öld var talið að rafmagn og segulmagn væru ótengd fyrirbæri; annað hefði eit...
Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur verði í réttri röð eftir stokkun?
Upphaflega spurningin var sem hér segir: Hverjar eru líkurnar á að 52 spil raðist þannig eftir stokkun að þau koma í „réttri röð“, til dæmis kóngur og eftirspil í sömu sort, síðan kóngur og eftirspil í sömu sort og svo framvegis? Í þessu svari gerum við ráð fyrir að stokkunin sé framkvæmd þannig að nákvæmlega ...
Af hverju er ekki til orðmyndin 'smeið' af sögninni 'að smíða', úr því til er myndin 'beið' af 'bíða'?
Sögnin að smíða telst til svokallaðra veikra sagna sem mynda þátíð með tannhljóðsviðskeyti: (ð, d eða t). Þannig er þátíð sagnarinnar smíða (með tannhljóðsviðskeytinu -ð-): Eintala 1. persónasmíða-ði 2. persónasmíða-ðir 3. persónasmíða-ði Fleirtala 1. persónasmíðu-ðum 2. persónasmíðu-ðuð 3. persó...
Hvað geta gára-páfagaukar lifað í mörg ár og hvert er meðaltalið?
Gárar eru vinsæl gæludýr og líklega algengustu búrfuglar á Íslandi. Þeir finnast í ýmsum litbrigðum, en villtir gárar eru nær alltaf grænir eða gulgrænir. Nafnið fá þeir af einkennandi gáróttu litamynstri á vængjum og baki. Gárar í búri Í góðu yfirlæti geta gárar lifað í allt að 12 ár og til eru einstök dæmi...
Hvað eru náttúruhamfarir?
Í mæltu máli eru náttúruhamfarir óviðráðanlegir stóratburðir í náttúrunni, helst þeir sem valda tjóni eða mannsköðum. Samkvæmt Orðabók Háskólans kemur orðið fyrst fyrir snemma á 20. öld, hjá rithöfundinum Guðmundi Kamban. Eitt dæmi um orðið í Orðabókinni er: „Hlutverk Almennu deildarinnar er að bæta meiri háttar t...
Tveir menn standa fyrir framan tvennar dyr. Annar mannanna lýgur alltaf en hinn segir alltaf satt. Aðrar dyrnar vísa þér á fjársjóð en hinar á hungrað ljón. Þú mátt spyrja einnar spurningar til að finna fjársjóðinn. Hver er spurningin?
Til eru fjölmörg afbrigði af þessari gátu. Mjög vinsælt er að leggja hana fyrir nema í rökfræði og heimspeki, eða bara gesti og gangandi, því svarið við henni er ekki augljóst og þarfnast nokkurrar útsjónarsemi. Þeir sem vilja reyna við gátuna ættu endilega að gera það, hinir sem vilja lesa áfram geta skrunað n...
Hvað eru mörg rétt svör til við þessari spurningu?
Hver er spurningin? Hún er hversu mörg rétt svör séu til við ákveðinni spurningu. Nú er spurning ekkert annað en áskorun um að veita ákveðnar upplýsingar, samanber svar við Er þetta spurning?. Í þessu tilviki eru hugsanleg svör: "Til er ekkert svar", "Til er nákvæmlega eitt svar", "Til eru nákvæmlega tvö svör", o....
Hvernig eru lyklaborðin á tölvunum í Kína, Japan og þeim löndum sem hafa aðra leturgerð en við?
Kínverjar, Japanar, Kóreubúar og fleiri þjóðir nota aðra leturgerð en við. Í staðinn fyrir bókstafi nota þeir ýmist myndletur eða atkvæðaskrift. Í þessum málum geta verið mörg þúsund tákn. Í kínversku eru til dæmis um 30.000 tákn, og veldur það augljóslega vandræðum við hönnun lyklaborða fyrir þessi mál. Að hanna ...
Hvernig munum við?
Minni telst vera þau hugar- og heilaferli þar sem tekið er á móti upplýsingum, þær varðveittar og að lokum endurheimtar. Án minnis gætum við ekki hugsað um það sem gerðist í gær − ekki einu sinni um það sem gerðist fyrir sekúndu. Það eina sem við skynjuðum væri líðandi stund, það eina sem væri til væri núið....
Hver er munurinn á rétthyrndum, hvasshyrndum og gleiðhyrndum þríhyrningum?
Þríhyrningur er marghyrningur með þrjá hornpunkta og þrjár hliðar. Þríhyrningurinn með hornpunkta \(A, B\) og \(C\) er táknaður með \(\bigtriangleup ABC\). Hliðin \(AB\) er sögð mótlæg horninu \(C\) og er táknuð með \(c\). Horn þríhyrnings eru oftast táknuð með hástöfum og mótlægar hliðar eru táknaðar með samsva...
Getur verið að cachupa sem borðuð er á Grænhöfðaeyjum eigi sér rætur í íslenska orðinu kjötsúpa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Á Grænhöfðaeyjum er talað tungumál sem kallast „kreol“ og er kokkteill portúgölsku og ýmissa afrískra tungumála. Meðal ýmissa þjóðlegra rétta í matarmenningu eyjaskegga er svínakjötskássa sem svipar svolítið til íslenskrar kjötsúpu og nefnist cachupa en orðið er borið fram...
Hvaða kór er í orðinu kórréttur og hver er uppruni orðsins?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hefði gaman af því að heyra um uppruna orðsins kórréttur, að vera kórréttur. Orðið kórréttur ‘alveg réttur, fullkomlega réttur’ er ekki mjög gamalt í málinu. Elsta heimild sem fram kemur við leit á timarit.is er úr Morgunblaðinu frá 1960 og sú næsta þar á eftir úr Vísi 1963...
Af hverju er auðveldara að halda jafnvægi á hjóli þegar maður er á ferð?
Allir sem hafa einhvern tímann hjólað vita að það er ómögulegt að halda jafnvægi á kyrrstæðu reiðhjóli eða hjóli sem fer mjög hægt. Reiðhjólið þarf að vera á sæmilegri ferð til að hjólreiðamaðurinn sjálfur geti haldið því uppréttu. Þetta tengist því sem er líka eftirtektarvert, að við höllum hjólinu viljandi í...
Af hverju fáum við út 364 daga í hverju ári en ekki 365 ef við margföldum 7 (daga í viku) * 52 (vikur í ári)?
Upphafleg spurning var: Okkur er kennt að það séu 365 dagar í einu ári, jafnframt að það séu 52 vikur í einu ári og 7 dagar í vikunni! Ef við margföldum 7*52 fáum við út 364. Hvernig stendur á þessum mismun? Eins og fjallað er um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hægt að finna út hvort tilteki...
Hvað yrði köngulóarvefur sem næði kringum jörðina þungur?
Til eru margar tegundir af köngulóm og því er ekki þess að vænta að vefur þeirra sé allur eins. Sjálfsagt er það ein ástæðan til þess að heimildum ber ekki alveg saman um þessa hluti. En með þetta í huga verður hér aðeins gefin gróf hugmynd eða dæmi um massa köngulóarvefs. Slíkt er raunar oft gert í vísindum, ...