Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 689 svör fundust
Hver er lágmarksfjöldi einstaklinga í samfélagi án þess að samfélag hrynji vegna skyldleikasjúkdóma?
Nýlegar rannsóknir benda til að 160 manns sé nægilegur fjöldi til að viðhalda genamengi mannsins á viðunandi hátt. Hins vegar mætti jafnvel helminga þá tölu ef einhverskonar félagsleg stýring yrði viðhöfð. Mannfræðingurinn John Moore í Háskólanum í Flórída rannsakaði þetta sem hluta af sameiginlegu verkefni með...
Getur segulorka leyst orkuvandamálin, og eru til upplýsingar um rannsóknir á því?
Svarið er nei, eftir því sem við vitum best. --- Í fyrsta lagi er segulorka tæmanleg auðlind en ekki endurnýjanleg eins og orka fallvatna. Um segulorkuna gildir hið fornkveðna að eyðist það sem af er tekið. Það er allsendis óvíst að við kærðum okkur um að eyða segulorkunni með þeim afleiðingum sem það hefði, jafnv...
Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt?
Alheimurinn er allt sem er til, allt sem hefur verið til og allt sem mun vera til.Þannig orðaði bandaríski stjörnufræðingurinn Carl Sagan það. Sólkerfi er aðeins agnarsmár hluti af vetrarbraut sem er einnig agnarsmár hluti af öllum alheiminum. Alheimurinn er allt. Alheimurinn er svo stór að lítið vit væri í...
Hvaða rannsóknir hefur Sunna Símonardóttir stundað?
Sunna Símonardóttir er nýdoktor í félagsfræði og stundakennari í félagsfræði og kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að kyn- og frjósemisréttindum kvenna, móðurhlutverkinu og foreldramenningu. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og birt greinar í alþjóðlegum ritrýndum fræðitímaritum á borð...
Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit?
Stutta svarið við þessari spurningu getur verið bæði já eða nei. Langa svarið krefst meiri útskýringa. Í fyrsta lagi eru fóður- og næringarþarfir hesta ekki alltaf þær sömu. Margt hefur þar áhrif, svo sem hlutverk hestsins, hvort um er að ræða ungt hross í vexti, fylfulla hryssu, mjólkandi hryssu, stóðhest eða ...
Hvaðan er orðatiltækið "Það er ekki hundrað í hættunni"?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan er orðatiltækið "Það er ekki hundrað í hættunni" komið? Hvaða hundrað er eiginlega verið að tala um? Orðið hundrað er í nútímamáli notað yfir tíu tugi. Orðatiltækið ekki er hundrað í hættunni er gamalt í málinu og þekkist að minnsta kosti frá síðari hluta 17. aldar. S...
Hvaðan kemur orðið úr í merkingunni klukka?
Orðið úr í merkingunni ‘lítil klukka’ er tökuorð í íslensku og þekkist í málinu frá því á 18. öld. Hingað er orðið sennilegast komið úr dönsku ur sem þegið hefur það úr miðlágþýsku ūr, ūre ‘úr; klukkustund’ eða miðhollensku ūre í sömu merkingu. Í háþýsku í dag er notað orðið Uhr sem einnig var teki...
Er mögulegt samkvæmt flekakenningunni, að Ísland verði einhvern tíma tvö lönd, Egilsstaðir öðrum megin og Ísafjörður hinum megin?
Möttulstrókurinn undir Íslandi heldur landinu uppi, ef svo má segja, og sennilega á hann sinn þátt í gliðnun Atlantshafsins. En hugsum okkur að „slökknaði á“ möttulstróknum en gliðnun héldi áfram. Þá mundi þrennt gerast:Austur- og Vesturland ræki hvort frá öðru, lítil kvika kæmi upp milli flekanna tveggja, og ...
Hvað er skammtafræði?
Skammtafræði er stærðfræðileg lýsing á hegðun smæstu hluta sem við þekkjum. Þetta eru hlutir eins og rafeindir, frumeindir eða jafnvel hinir örsmáu kvarkar sem mynda róteindir og nifteindir í kjarna frumeinda. Þessar agnir eru grundvallareiningar í byggingu nær alls efnis í hinum þekkta heimi og marga af eiginleik...
Hefur gosið oft í Kverkfjöllum?
Gossaga Kverkfjallakerfisins er ekki vel þekkt en þó má telja nánast víst að ekki hafi gosið þar eftir að land byggðist. Engin gjóskulög með efnasamsetningu Kverkfjalla hafa fundist í ísnum í Vatnajökli eða jarðvegi frá sögulegum tíma.1 Yngsta hraunið, Lindahraun, rann skömmu fyrir landnám, ef marka má umhverfisbr...
Eru til dýr sem hafa innrauða sjón?
Svokölluð innrauð sjón (nætursjón) þekkist meðal nokkurra tegunda snáka af ættinni Crotalidae. Þetta eru meðal annars tegundir af ættkvíslunum Sistrutus og Crotalus sem í daglegu tali eru kallaðar skröltormar eða skellinöðrur og fyrirfinnast í Ameríku. Helstu einkenni þessara snáka eru samlæstar hornplötur á h...
Hver er NEP-stefnan?
NEP stendur fyrir enska hugtakið „New Economic Policy” sem þýðir „ný stefna í efnahagsmálum”. Vitaskuld hafa mörg ríki breytt um stefnu í efnahagsmálum, jafnvel margoft, en þessi skammstöfun er yfirleitt notuð til að tákna efnahagstefnu þá sem reynt var að fylgja í Sovétríkjunum frá 1921 til 1928. Sovétríkin hö...
Hvað nefnist sodium hydroxide (NaOH) á íslensku?
Sodium hydroxide kallast natríumhýdroxíð eða natrínhýdroxíð á íslensku og er jónaefni (eða jónískt efni) myndað úr jónunum Na+ og OH-. Það er hvítt, fast efni með hátt bræðslumark (318°C), sem er eitt af einkennum jónaefna, og er auk þess rammur basi. Flestir þekkja efnið eflaust betur undir nafninu vítissódi. ...
Hvaða réttaráhrif hafa diplómatísk vegabréf?
Ríki gefa yfirleitt út tvennskonar vegabréf fyrir ríkisborgara sína, annarsvegar almenn vegabréf og hinsvegar "opinber vegabréf". Hin síðarnefndu skiptast í tvo flokka: diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf. Um almenn vegabréf gilda lög nr. 136/1998. Í 2. mgr. 1. gr. laganna segir að utanríkisráðuneytið ge...
Af hverju eru bakteríur í heiminum?
Einfaldasta svarið er kannski: Af því að þær þrífast! Margar tegundir baktería urðu til fyrir mjög löngu og hafa þrifist ágætlega allar götur síðan, en hafa raunar talsvert aðra næringarkosti á síðari tímabilum jarðsögunnar en þær eða forverar þeirra höfðu í öndverðu. Samkvæmt hugmyndum okkar um þróun lífsi...