Miðlágþýska og miðhollenska fengu orðið að láni úr fornfrönsku ore, hore sem aftur fékk það úr latínu hōra ‘klukkustund’. Upphaflega kemur orðið úr grísku hōra ‘stund, klukkustund’. Ástæða þess að farið var að nota orðið fyrir ‘stund, klukkustund’ um hlutinn sem mælir stundina er rakin til stílbragða í klassískri grískri mælskulist (nafnhvarfa) þar sem eitt hugtak er táknað með öðru skyldu. Orðið klukka er gamalt í málinu um kirkjuklukkur en yngra í merkingunni ‘tímamælir, úr’. Þar hefur merkingin færst af kirkjuklukku yfir á slagklukku (stand-, vegg- eða borðklukku sem slær reglulega) og þaðan yfir á klukku sem menn bera á sér. Mynd:
Miðlágþýska og miðhollenska fengu orðið að láni úr fornfrönsku ore, hore sem aftur fékk það úr latínu hōra ‘klukkustund’. Upphaflega kemur orðið úr grísku hōra ‘stund, klukkustund’. Ástæða þess að farið var að nota orðið fyrir ‘stund, klukkustund’ um hlutinn sem mælir stundina er rakin til stílbragða í klassískri grískri mælskulist (nafnhvarfa) þar sem eitt hugtak er táknað með öðru skyldu. Orðið klukka er gamalt í málinu um kirkjuklukkur en yngra í merkingunni ‘tímamælir, úr’. Þar hefur merkingin færst af kirkjuklukku yfir á slagklukku (stand-, vegg- eða borðklukku sem slær reglulega) og þaðan yfir á klukku sem menn bera á sér. Mynd: