Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 347 svör fundust
Af hverju heita mörgæsir þessu nafni?
Heitið mörgæs er væntanlega tilkomið vegna líkamsgerðar dýranna. Elsta þekkta dæmið um heitið mörgæs á þessu einkennisdýri Suðurskautslandsins er að finna í tímaritinu Fjölni frá 1847. Nafnið er sennilega séríslenskt. Eins og lesendur Vísindavefsins vita þá eru mörgæsir búlduleitir og ófleygir fuglar, enda hold...
Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið?
Blettatígur (Acinonyx jubatus) er rándýr af kattarætt og sprettharðastur allra dýra. Hann getur hlaupið á allt að 90 til 112 km hraða á klukkustund en þeim hraða getur hann aðeins haldið stuttar vegalengdir. Hann nýtir sér framúrskarandi hlaupagetu við veiðar en uppáhalds fæða hans eru gaseðlur og antilópur....
Hvert leituðu norrænir ásatrúarmenn til lækninga? Hver var guð lækninga?
Svo virðist sem bæði konur og karlar hafi fengist við lækningar að fornu. Í Snorra-Eddu er sagt að gyðjan Eir sé „læknir bestur" og í fornsögum kemur víða fyrir að konur og karlar geri að sárum manna. Hildigunnur læknir er nefnd í Njálu, Hjalti Skeggjason læknar blástur í fæti Ingjalds frá Keldum í sömu sögu, Álfg...
Getur nafnið Vatnar verið fyrir bæði kynin, og hvað þýðir orðið?
Vatnar hefur einungis verið notað sem karlmannsnafn hérlendis. Það virðist þó ekki hafa verið notað fyrr en á þessari öld. Enginn var skráður með þessu nafni í manntali 1910 en eftir það hefur fáeinum verið gefið þetta nafn. Í fornu máli er í Hálfs sögu og Hálfsrekka nefndur Vatnar konungur sem heygður var í Va...
Hver var Jóhanna af Örk?
Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja sem seinna var gerð að dýrlingi. Hún var fædd um árið 1412 og dó 30. maí árið 1431 aðeins 19 ára gömul. Hennar rétta nafn er Jeanne d’Arc en hún var stundum einnig kölluð Mærin frá Orlèans. Jóhanna af Örk. Sagan segir að Jóhanna hafi sagst hafa fengið sýnir frá guði þar...
Í hvaða löndum eru konungsríki?
Orðið konungdæmi er notað yfir það sem á ensku kallast monarchy, jafnvel þó svo að þjóðhöfðinginn beri ekki alltaf titilinn konungur eða drottning. Dæmi um aðra titla eru keisari, fursti, hertogi, emír og soldán. Í konungdæmum hefur þjóðhöfðinginn venjulega hlotið tign sína í arf og þjónar þjóð sinni ævilangt ef h...
Er 'inri' jafn heilagt og kross?
Þessir stafir eru skammstöfun á áletruninni sem var negld yfir höfði Krists á krossinum. Stafirnir þýða I = Jesús, N = Nazarenus, þ.e. frá Nazaret, R = rex, þ.e. konungur og I = Judaeorum, þ.e. Gyðinga. Þar sem þetta tákn er svo nátengt krossinum getum við ábyggilega sagt að þau séu jafn heilög. Mynd:...
Eru til margar gerðir af marglyttum? Eru þær miseitraðar og hvers vegna svíður okkur í hörundið undan þeim?
Til eru fjölmargar tegundir af marglyttum, sennilega um 200. Sumar tegundir geta orðið allt að 2 metrar í þvermál. Brennihvelja (Cyanea capillata) er ein stærsta marglyttutegund heims, getur orðið allt að 2 metrar í þvermál. Þessi tegund finnst við Ísland en ekki svona stórir einstaklingar. Ástæðan fyrir þv...
Af hverju fá karlkyns ljón makka en ekki kvenkyns?
Það er vel þekkt í náttúrunni að karldýr hafi eitthvað sem hjálpar þeim til að ganga í augun á kvendýrunum. Til dæmis eru karlfuglar oft æði litskrúðugir og er tilgangurinn sá að vekja athygli kvenfuglanna. Makki ljónsins gegnir sama hlutverki og skrautlegar fjaðrir eða litir meðal ýmissa fugla, það er að gera kar...
Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu?
Til úlfalda teljast tvær tegundir, kameldýr (Camelus bactrianus) og drómedarar (Camelus dromedarius). Kameldýr eru með tvo hnúða á baki og lifa í Mið-Asíu en drómedarar hafa aðeins einn hnúð og lifa í norðanverðri Afríku og í Arabíu. Það er algengur misskilningur að hnúðarnir séu fylltir vökva og nýtist þess ve...
Hvernig varð fyrsta risaeðlan til?
Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Spurning Brynjars Arnar Reynissonar Hvað voru risaeðlutegundirnar margar og hvernig voru fyrstu risaeðlurnar? og spurning Dags Ebenezerssonar Hvað er búið að finna margar risaeðlutegundir? Risaeðlur (Dinosauria) teljast til skriðdýra (Reptilia) og eru flokk...
Hvað er hantaveira?
Í Kóreustríðinu, sem háð var á árunum 1950-1953, varð vestrænum læknum fyrst kunnugt um dularfullan „nýjan“ sjúkdóm sem lagðist á hermenn Sameinuðu þjóðanna sem þar börðust. Sjúkdómnum var gefið nafnið kóresk blæðandi hitasótt (Korean hemorrhagic fever). Yfir 2000 hermenn sýktust og margir þeirra dóu af völdum sjú...
Af hverju er orðið kóngur skrifað með ó, ætti ng-reglan ekki að koma í veg fyrir það?
Almenna reglan um sérhljóða á undan -ng- og -nk- er að rita a, e, i, y, u og ö þótt framburðurinn sé á, ei, í, ú, og au. Aðrir sérhljóðar á undan -ng- og -nk- eins og -é- í héngu,-ó- í kónguló, -o- í bongótromma og -æ- í vængur eru ritaðir í samræmi við framburð (Stafsetningarorðabókin 2006: 701). Þannig er því ei...
Hvenær er höfuðdagur?
Höfuðdagurinn er samkvæmt gildandi tímatali 29. ágúst. Þann dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Vitað er til að minningardagur um aftökuna hafi þekkst þegar á 5. öld bæði í Samaríu og Gallíu. Það var hins vegar páfastóll sem ákvað dagsetninguna 29. ágúst á...
Hvaða íþróttir stunduðu víkingar og hver var afstaða þeirra til líkamans?
Fornmenn lögðu þann skilning í íþróttir að þær væru margvíslegir og aðdáunarverðir hæfileikar sem hægt væri að rækta með sér, svo sem handverk, listir, leikir, lögspeki og bókvísi. Hægt er að greina tilhneigingu til að eigna yfirstéttinni íþróttaiðkun því ekki kemur fram að verslun og bústörf teljist til íþrótta. ...