Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3192 svör fundust
Hvernig er styrja veidd?
Eiginlegar styrjur eru allar tegundir innan ættarinnar Acipenseridae og undirættarinnar Acipenserinae. Til þessarar undirættar teljast tuttugu og ein tegund sem flokkaðar eru í tvær ættkvíslir, Acipenser (19 tegundir) og Huso (2 tegundir). Þetta eru ákaflega stórvaxnar fisktegundir, mælast venjulega frá 250 til 35...
Af hverju er mikilvægt að borða grænmeti?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi? þarf líkaminn nauðsynlega að fá vatn, prótín, kolvetni, fitu, vítamín og steinefni til þess að vaxa, þroskast og viðhalda góðri heilsu. Allt þetta þarf að vera í góðu jafnvægi og þess vegna er mikilvægt að borða holla og fjö...
Hvað búa margir í Varsjá í Póllandi?
Varsjá er höfuðborg Póllands og jafnframt stærsta borg landsins. Um aldamótin 1900 voru íbúar Varsjár um 700.000. Þeim fjölgaði ört í upphafi tuttugustu aldar og þegar kom fram á þriðja áratuginn hafði íbúafjöldinn náð einni milljón. Stór skörð voru hins vegar höggvin í raðir Varsjárbúa í heimsstyrjöldinni síða...
Hverjar eru helstu orsakir gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi?
Gróður- og jarðvegseyðing er að mati margra fræðimanna alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Ekki er til vel rökstutt mat á því hvar mörk samfellds gróðurs lágu inn til landsins við landnám, né hve stór hluti landsins var skógi eða kjarri vaxinn. Hitt er óumdeilanlegt að hér urðu mjög snögg umskipti á gróðurfari...
Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.
Þetta er mikil og merkileg spurning sem menn hafa velt fyrir sér frá alda öðli, en kannski ekki vitað neitt að marki um svarið fyrr en á seinni helmingi tuttugustu aldar. Svarið er fólgið djúpt inni í stjörnunum. Efnið er þar gífurlega heitt sem þýðir að eindir þess eru á mikilli hreyfingu og rekast harkalega h...
Hver er stefna íslenskra stjórnvalda í afbrotamálum?
Í grundvallaratriðum fylgir réttarkerfi okkar á Íslandi þeim almennu réttarfarshugmyndum sem mótast hafa síðustu tvær aldir á Vesturlöndum. Gengið er út frá því að einstaklingar búi yfir frjálsum vilja og að afbrotamenn séu ábyrgir gerða sinna með örfáum undantekningum sem felast einna helst í ósakhæfi vegna ungs ...
Getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt?
Það getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt en það er sjaldgæft. Til að svara spurningunni verðum við fyrst að ákveða hvaða sunnanáttir á að telja. Stundum hagar til dæmis þannig til að Reykjavík er í skjóli Esjunnar þegar norðanátt er ríkjandi á Vesturlandi. Átt getur þá verið breytileg á höfuðborgarsvæðin...
Lásu 18. aldar Íslendingar engin fornrit?
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um landið þvert og endilangt árin 1752–1757 á kostnað Danakonungs og í mikilfenglegri ferðabók, sem ekki kom út fyrr en árið 1772, lýstu þeir náttúru og dýralífi, en líka íslensku samfélagi og alþýðumenningu. Í frásögn um Kjósarsýslu segja þeir: „Því verður ekki móti mælt, að...
Hvaða drykkjarumbúðir eru umhverfisvænastar á Íslandi: plast, ál eða gler?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um þetta og ein spurningin hljóðaði svona í heild sinni:Hvort er umhverfisvænna að kaupa og neyta drykkjarfanga úr plasti, áli eða gleri á íslandi? (Ekkert af þessu er væntanlega endurunnið hér en plastið sent út til brennslu, álið endurunnið og glerið brotið?) Umhverfisvænus...
Hvað þýðir "prósent" og er til meira en 100%?
Íslenska orðið prósenta eða prósent er tökuorð úr dönsku, procent, sem er aftur tekið eftir þýska orðinu prozent. Þessi orð eru komin með nokkurri ummyndun af latneska orðasambandinu per centum sem þýðir af hundraði, samanber í ensku percent. Við notum þessi orð til að lýsa hlutföllum og tölum þá til dæmis um "...
Ef maður ropar ekki, rekur maður þá meira við?
Líklega er réttast að svara þessari spurningu með því að svo þarf ekki að vera. Loft sem fer út úr líkamanum sem ropi kemur í flestum tilfellum úr maga eða vélinda og er upphaflega loft sem maður hefur gleypt. Loft sem kemur út um hinn endann myndast oftast í ristlinum þegar bakteríur sem búa þar brjóta ni...
Hvort notar maður meira vatn í sturtu eða baði?
Í samanburði sem þessum þarf að gefa sér einhverjar forsendur. Mjög misjafnt er hversu lengi fólk stendur undir sturtunni, hve mikill kraftur er á vatninu og hversu mikið vatn er sett í baðkarið. Hér er stuðst við upplýsingar sem má finna á heimasíðu Vistverndar í verki, en mati og áherslum í þeim þó breytt nokkuð...
Hvort er meira af beini eða brjóski í nefinu?
Ytri hluti nefs eða sá hluti þess sem skagar út í loftið er bæði gerður úr beini og brjóski. Beinhlutinn er harður og samanstendur aðeins af tveimur smágerðum nefbeinum ofarlega sitt hvoru megin við miðlínu nefs að framanverðu. Að öðru leyti er nefið úr brjóski sem tekur við af nefbeinunum að framan. Brjóskhlutinn...
Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?
Erfðafræðilegur skyldleiki tveggja einstaklinga fer eftir nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi geta atburðir leitt til þess að tvö fóstur myndast úr einu frjóvguðu eggi og þar með eineggja tvíburar. Meira máli skiptir þó hvort viðkomandi eigi sömu foreldra. Allar manneskjur eru erfðafræðilega einstakar en sumar eru samt ...
Er meira járn í íslensku bergi en annars staðar?
Ísland er að langmestum hluta úr blágrýti (basalti) og sú bergtegund er járnríkari en flestar aðrar, 8-10% járnmálmur (Fe) sem jafngildir 11-14% járnoxíði (Fe2O3). Basalt er algengasta bergtegund yfirborðs jarðar: Hafsbotnarnir eru basalt, sem og úthafseyjar (eins og Ísland) og enn fremur rúmmálsmiklir blágrýtiss...