Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 73 svör fundust
Er hægt að losna við möl eða egg flugunnar með því að frysta flíkina?
Til eru nokkrar tegundir fiðrilda sem í daglegu tali eru kallaðar mölflugur. Sumar lifa á matvælum en aðrar frekar á ullar- og skinnavöru. Mölur er ekki eins algengt vandamál og áður fyrr, aðallega vegna þess að fatnaður nú til dags er yfirleitt úr öðrum efnum en mölurinn þrífst á. Fatamölur eða guli fatamölurinn...
Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au?
Efnatákn frumefnanna silfurs og gulls má rekja til latneskra heita þeirra. Silfur (e. silver) heitir „argentum“ á latínu og efnatáknið Ag er því samsett úr fyrsta og þriðja stafnum í orðinu. Silfur er hvítur málmur með mikinn gljáa ef hann er vel fægður. Latneskt heiti silfurs er einmitt dregið af útlitseiginleiku...
Af hverju er snjórinn hvítur?
Sýnilegt ljós spannar öldulengdarbilið 400 - 700 nanometrar (nm: nanómetri er einn milljónasti hluti úr millimetra). Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við sem blátt ljós, þá tekur við grænt og gult og á þeim lengstu sem rautt ljós. Blöndu af geislun á öllum öldulengdum í álíka styrk skynjum við sem hvítt ljó...
Hvað stjórnar lit á hægðum og þvagi fólks?
Galllitarefni gefa bæði þvagi og hægðum lit. Galllitarefni tengjast endurnýtingu rauðra blóðkorna eða rauðkorna. Rauðkorn lifa ekki nema í um það bil 120 daga. Þetta stafar af því að viðkvæmar frumuhimnur þeirra slitna og rifna smám saman þegar rauðkornin troða sér í gegnum háræðar. Slitin, útjöskuð rauðkorn ...
Er hætta á að mengandi efni myndist þegar dagblöð eru brennd í kamínu innanhúss?
Við þessari spurningu væri hægt að gefa einfalt svar: Já, það er óhjákvæmilegt. Skoðum það aðeins nánar. Við alla brennslu myndast mengandi efni í nokkrum mæli. Við brennsluna myndast fínt ryk eða sót og gastegundir eins og koltvíoxíð, kolmónoxíð, nituroxíð og brennisteinstvíoxíð. Reykurinn frá eldi af þessu t...
Hvað eru bein þung sem hlutfall af þyngd manns í kjörþyngd? Hvað gerir beinagrindin?
Beinagrindin er gerð úr beinum og brjóski. Hún er eitt af líffærakerfum líkamans, en hvert bein hennar er eitt líffæri. Fjöldi beina í fullorðnum manni eru 206. Saman mynda þau beinagrind en hún skiptist í tvo hluta, ásgrind (80 bein) og jaðargrind (126 bein). Í meðalmanni við kjörþyngd eru bein um 15% af líkamsþy...
Hvaða dýr sjá liti rétt?
Menn sjá aðeins rafsegulbylgjur á tilteknu öldulengdarbili sem ljós, og líklegt er að svipað gildi um flest önnur dýr. Þessa takmörkun bilsins má trúlega rekja til þess að bylgjur á þessu bili berast vel í vatni og sjónin þróaðist fyrst hjá dýrum í hafinu. Litnemar augans, keilurnar, eru yfirleitt þrenns konar í ...
Hafa erfðaþættir áhrif á veirusýkingar?
Upprunalega spurningin var: Skipta erfðir hýsils máli í sýkingum vegna veira eða annara sýkla? Breytileiki í einkennum lífvera orsakast af erfðum, umhverfi, samspili hvoru tveggja eða tilviljunum. Munur er á styrk áhrifanna eftir eiginleikum. Form vængja ávaxtaflugna eða munnvídd fólks eru dæmi um breytilei...
Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?
Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónar...
Hvernig er ekkert á litinn?
Við þessari spurningu koma mörg svör til greina. Við skulum skoða nokkur þeirra: Ekkert er væntanlega litlaust. Ef við gerum ráð fyrir að "ekkert" hljóti að vera það sem er ekki neitt, þá hefur það ekki lit. Þetta þýðir þó ekki að þetta ekkert sé gegnsætt, þar sem orðið gegnsætt felur í sér að til staðar sé ein...
Hvers vegna kemur reykurinn af eldinum?
Í eldi eru efnin í eldsneytinu að brenna, það er að segja að taka upp súrefni eða ildi úr andrúmsloftinu. Við það losnar mikil orka sem veldur örri hreyfingu á sameindum efnisins og birtist okkur sem hiti og varmi eða varmaorka. Þessi hreyfing er yfirleitt svo mikil að efnin skipta um ham sem kallað er og verða að...
Verður maður brúnn af því að sitja við varðeld?
Þegar útfjólublátt ljós fellur á húðina örvar það myndun litarefnisins melaníns í litfrumum og við verðum brún. Viðbrögð húðarinnar við útfjólubláum geislum eru háð afli geislanna en óháð uppsprettu þeirra. Húðin verður þess vegna fyrir sömu áhrifum hvort sem útfjólubláu geislarnir koma frá sólinni eða einhverju h...
Hvað var liturinn appelsínugulur kallaður áður en appelsínur urðu þekktar á Íslandi?
Upprunalega spurningin var á ensku:What was the name for the color of orange (appelsínugulur) before oranges (appelsína) were known in Iceland? Elsta dæmið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið appelsína er úr ritinu Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum. Bréf Gríms Thomsens og varðandi hann 1838–1858 en bréfi...
Hvernig myndast regnboginn?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Regnbogar eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hvers vegna spanna þeir mismargar gráður? (Sveinn Guðmarsson) Af hverju er regnbogi bogalaga? (Sveinn Birkir Björnsson) Af hverju er regnboginn "bogi"? Af hverju er hann til dæmis ekki kassalaga eða spírall? (Kjartan Gunn...
Eru hvítt og svart litir?
Segja má að svarið við þessu ráðist meðal annars af því hvort átt er við liti sem ljós úr ljósgjafa eða liti sem endurvarp ljóss, auk þess hvað átt er við með hugtakinu litur. Í svari Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en gr...