Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1537 svör fundust
Hvernig var veðrið á Íslandi árið 1944?
Upprunalega spurningin svona:Hversu kalt var á Íslandi árið 1944? Mikil breyting varð á tíðarfari hér á landi upp úr 1920. Mest munaði um hversu mikið hlýnaði, en úrkoma varð einnig heldur meiri en áður, snjóalög urðu minni og hríðarveðrum fækkaði. Hafís varð mun minni við strendur landsins en hafði verið um l...
Getur verið að færri gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið?
Spurningunni má strax svara neitandi. Samdóma álit sagnfræðinga er að um sex milljónir gyðinga hafi verið drepnar í helför seinni heimsstyrjaldarinnar, að vísu ekki allir í útrýmingarbúðum, heldur einnig í beinum átökum eins og í uppreisninni í Varsjárgettóinu og í staðbundnum aftökum utan fangabúða. Einnig eru hé...
Hver var Janusz Korczak?
Janusz Korczak var pólskur barnalæknir af gyðingaættum, fæddur árið 1878. Upprunalega nafn hans var Henryk Goldszmit. Hann er meðal annars þekktur fyrir tvær bækur sem hann skrifaði. Fyrst er að nefna Hvernig elskar maður barn (pólska: Jak kochać dziecko - sænska: Hur man älskar ett barn) og síðan Rétt barna ...
Hver er fyrri hluti máltækisins "...sem Krukkur spáði" og hvað merkir það?
Máltækið er: Kemur að því er Krukkur spáði. Þetta er sagt ef eitthvað rætist eða kemur fram sem gert hafði verið ráð fyrir. Ekki er vitað hver Jón krukkur var. Margir telja hann 17. aldar mann og Þórður Tómasson í Skógum er þeirrar skoðunar að hann hafi verið Vestur-Skaftfellingur (Goðasteinn 1984-5:35-41). Þa...
Hver var Lise Meitner og hvert var framlag hennar til eðlisfræðinnar?
Lise Meitner var meðal þekktustu kjarneðlisfræðinga heims á fyrri hluta 20. aldar. Þá voru breytingar á kjarna atómanna og efnaeiginleikar þeirra eitt mikilvægasta viðfangsefni eðlisfræðinga og efnafræðinga. Meitner fæddist í Vín 1878 og voru foreldrar hennar gyðingar, faðir hennar vel stæður lögfræðingur. Stú...
Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar?
Valið fór fram á ýmsa vegu. Fyrst ber að telja sannfærða nasista eða þjóðernissinna, stundum af öðru þjóðerni en þýsku, sem töldu sig vera að gera góða hluti með „starfi“ þessu. Síðan er rétt að geta tækifærissinnanna sem tóku tilboði um „spennandi viðfangsefni“ í trausti þess að nasistar myndu vinna stríðið. Þýsk...
Hvenær kom Churchill til Íslands?
Winston Churchill varð forsætisráðherra Bretlands 10. maí 1940, sama dag og Ísland var hernumið af Bretum. Hann gegndi þeirri stöðu til 1945 og svo aftur 1951-55. Winston Churchill á Íslandi.9. til 12. ágúst 1941 átti Churchill fund með Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta á herskipum á Atlantshafi. Afrakstu...
Hversu há var Marshall-aðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld?
Í töflunni hér að neðan má sjá þá upphæð sem Bandaríkin vörðu í Marshall-aðstoðina á árunum 1948-53, og hversu mikið hvert land fékk í sinn hlut. Alls tóku 16 lönd við fjármunum en hér eru Belgía og Lúxemborg talin saman. Tölurnar eru fengnar af heimasíðu Marshall-samtakanna, George C. Marshall Foundation: Mars...
Hverjar voru áætlanir Þjóðverja um að ráðast inn í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni?
Adolf Hitler varð æfur þegar hann frétti að Bretar hefðu hernumið Íslandi þann 10. maí 1940 og gaf í kjölfarið foringjum sínum í þýska flotanum fyrirskipun um að undirbúa innrás. Skömmu síðar kynntu þeir fyrir honum hernaðaráætlunina Íkarus (þ. Fall Ikarus) sem byggðist á því að innrásarfloti myndi laumast framhjá...
Af hverju hernámu Bretar Ísland?
Bretar hernámu Ísland 10. maí árið 1940. Fjögur herskip lögðust að bryggju í Reykjavík snemma morguns og innan skamms var bærinn fullar af hermönnum. Margir bæjarbúar höfðu vaknað um nóttina vegna flugvéladyns en menn áttu því ekki að venjast á þessum tíma. Grunur vaknaði þegar um hvað væri í aðsigi. Óvissan sneri...
Hversu margir fórust þegar Reykjaborginni var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu margir sjómenn fórust þegar Reykjaborgin var skotin niður í stríðinu og komust einhverjir lífs af? Reykjaborg RE 64 var sökkt þann 10. mars 1941 og var það fyrsta íslenska skipið sem hlaut þau örlög í seinni heimsstyrjöldinni. Reykjaborgin var stærsti togari Íslendi...
Hvað var efst á baugi í raunvísindum árið 1944?
Ef við hefðum spurt fólk á árinu 1944 hvaða verkefni vísinda bæri þá hæst hefði nær enginn svarað því „rétt“ samkvæmt því sem síðar hefur komið í ljós. Ástand vísinda var þá mjög afbrigðilegt vegna þess að ófriður ríkti víða um heim – heimsstyrjöldin síðari sem svo er kölluð. Vísindi og stríð eiga afar illa saman,...
Hverjir aðrir en Bandaríkjaforseti höfðu vald yfir kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna á fyrri hluta kalda stríðsins?
Bandaríkjaforseti var sá eini, sem hafði úrslitavald um beitingu kjarnorkuvopna, en það var í verkahring framkvæmdastjórnar Kjarnorkustofnunar Bandaríkjanna, Atomic Energy Comission, að hafa vald yfir slíkum vopnum og eftirlit með framleiðslu þeirra. Eftir seinni heimsstyrjöld sá Harry S. Truman (1884-1972), Ba...
Hvers vegna kemur rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkva en ekki líka í fyrri?
Spurningin í heild var svona:Tunglmyrkvi 9. janúar 2001. Hvers vegna kom rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkvans (pen umbra), 9. janúar 2001, en ekki líka í fyrri?Skugga jarðar er skipt í tvo hluta: annars vegar er alskuggi (á ensku umbra), sem er dimmasti hluti skuggans og innan hans sést sólin alls ekki, og hin...
Af hverju heitir D-Day þessu nafni?
Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikillar leyndar. Þá er d-ið á undan day eða degi notað í stað þess að tilkynna ná...