Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 284 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Louis Pasteur og hvað gerði hann merkilegt?

Louis Pasteur fæddist þann 27. desember 1822 í Dole, litlum bæ í austurhluta Frakklands. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum til nágrannabæjarins Arbois þar sem hann gekk í barna- og unglingaskóla. Þótt Pasteur væri iðinn við námið þótti hann ekki framúrskarandi námsmaður á sínum yngri árum og útskrifa...

category-iconEfnafræði

Hvað ákvarðar bræðslumark frumefna og efnasambanda?

Bræðslumark er það hitastig þar sem jafnvægi ríkir milli storkuhams (fastefnisfasa) og vökvafasa viðkomandi efnis. Bræðslumark er háð þrýstingi sem umleikur efnið. Storka eða fast efni einkennist af reglubundinni niðurröðun efniseinda (sameinda eða frumeinda) í kristallsgrind. Slík kristallögun helst vegna te...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í febrúar 2019?

Í febrúarmánuði 2019 birtist 31 nýtt svar á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á efnafræði prumpsins en svör um elstu ljósmyndina af íslensku landslagi, orðið Pólland,...

category-iconUnga fólkið svarar

Í hvaða greinum eru veitt Nóbelsverðlaun?

Nóbelsverðlaunin voru fyrst veitt árið 1901. Það var Svíinn Alfred Nobel sem fann upp dýnamitið sem stofnaði til verðlaunanna. Þau voru í fyrstu veitt í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum og Sænska akademían sá um úthlutunina í þeim greinum en norska Stórþingið veitti friðarverðlaun Nóbels frá upphaf...

category-iconSálfræði

Hver var greindarvísitala Alberts Einsteins?

Hæfileikar fólks eru flóknari og margbrotnari en svo að á þá verði lagðir einfaldir mælikvarðar og þar með sé öllu svarað. Engu að síður hafa sálfræðingar búið til hugtakið greindarvísitölu sem kemur stundum að gagni og getur til dæmis sagt fyrir um getu og hæfileika fólks á tilteknum sviðum. Orri Smárason segir í...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er nýtt í „nýja hagkerfinu“?

Nýja hagkerfið er ekki hefðbundið. Með talsverðri einföldun má segja að fyrirtæki hafi áður starfað í stöðugu umhverfi og átt sér þekkta keppinauta. Í nýja hagkerfinu verða stöðugt nýir keppinautar til og ný bandalög myndast, þar sem gömul fyrirtæki eru jafnframt þátttakendur. Hin nýju bandalög geta af sér ný afsp...

category-iconUmhverfismál

Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?

Að flokka rusl er óneitanlega í tísku nú á dögum. Lítríkir bæklingar berast til okkar um að flokka hitt og þetta, æ fleiri sveitarfélög taka þátt í Staðardagskrá 21 og leggja sig fram um að gera gott betur, Vistvernd í verki (Global Action Plan) hefur stungið sér niður hér á landi, skilagjald var sett á dósir og f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er eðlismassi vatns?

Eðlismassi ferskvatns við 4 °C og einnar loftþyngdar þrýsting er 1,00 kg/l eða 1,00 g/ml. Þetta þýðir til dæmis að einn lítri af vatni við þessar aðstæður hefur massann 1 kg. Vatn þenst lítillega út þegar það er kælt úr 4 °C niður í frostmark. Rúmmálsbreytingin er um 0,15 af þúsundi og eðlismassinn minnkar sem ...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju tárumst við þegar við skerum lauk?

Laukur er ríkur af B-, C- og G-vítamínum, próteinum, sterkju og lífsnauðsynlegum frumefnum. Efnasamböndin í lauknum innihalda efni sem vernda magann og ristilinn og koma í veg fyrir húðkrabbamein. Laukurinn verkar einnig gegn bólgu, astma og sykursýki og kemur í veg fyrir blóðtappa, of háan blóðþrýsting, blóðsykur...

category-iconUmhverfismál

Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?

Koltvísýringur sem einnig er nefndur koltvíoxíð og koltvíildi, er lofttegund sem hefur á síðustu árum vakið meiri athygli en ætla mætti af því hve sáralítið er af henni í andrúmsloftinu, en hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli lofthjúpsins er einungis 0,037%. Ef allt koltvíoxíð lofthjúpsins væri samankomið óblandað öðr...

category-iconUmhverfismál

Sólin er heit en af hverju gerir hún ekki gat á ósónlagið?

Mikið rétt; sólin er heit eins og við skynjum svo glöggt á sólríkum dögum. Það er þó ekki sólarhitinn sem getur valdið því að gat kunni að myndast á ósonlagið (nema með óbeinum hætti), heldur sólargeislarnir sem frá sólinni stafa. Sólargeislarnir geta valdið eyðingu ósonsameindanna sem mynda ósonlagið. Til allrar ...

category-iconUmhverfismál

Hversu marga lítra af olíu þarf til að framleiða einn lítra af bensíni?

Það fer eftir ýmsu hversu mikið af bensíni er hægt að vinna úr einni tunnu af hráolíu, til dæmis gerð hráolíunnar, vinnsluaðferð og aðstæðum. Hlutfallið getur verið frá 20% og upp í 75%. Eins og fram kemur í svari Ulriku Andersen og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni 'Hvað er olíutunnan margir lítrar?' er h...

category-iconNæringarfræði

Í hvaða fæðutegundum er nikkel?

Nikkel er að finna í fjölda fæðutegunda. Yfirleitt er töluvert meira nikkel í fæðutegundum úr jurtaríkinu en dýraríkinu. Í hnetum er til að mynda heilmikið nikkel en tiltölulega lítið er af því í mjólkurmat, fiski og eggjum. Aðrar fæðutegundir sem innihalda nikkel í ríkum mæli eru súkkulaði, þurrkaðar baunir og ým...

category-iconEfnafræði

Hvað er sp3-, sp2- og sp-svigrúmablöndun kolefnis?

Atóm hafa fjórar gerðir af svigrúmum: s, p, d og f. Hjá kolefni í grunnástandi finnast rafeindir einungis í tveimur þessara svigrúma, s og p. Gildisrafeindir kolefnis er að finna í 2s- og 2p-svigrúmum þess, 2p-svigrúmi má síðan skipta upp í 2px-, 2py- og 2pz-svigrúm þar sem táknin x, y og z tilgreina rúmfræðistöðu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er munurinn á frumheimild og eftirheimild og hvernig beita sagnfræðingar þessum hugtökum?

Frumheimildir eru „hráefni“ sagnfræðingsins. Það sem allar frumheimildir eiga sameiginlegt er að þær verða til á því tímabili sem verið er að fjalla um. Algengastar eru ritheimildir, til dæmis lög, skýrslur, bréf, dagbækur, sjálfsævisögur, tilskipanir, dagblöð og dómasöfn, en aðrar frumheimildir geta verið bókstaf...

Fleiri niðurstöður