Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 292 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað eru til margar lofttegundir?

Hér verður einungis svarað hversu mörg frumefnanna séu lofttegundir, en lofttegundir eða gös úr tveimur eða fleiri frumefnum eru mun fleiri. Frumefni geta verið í þrenns konar ham:storkuham / fast form (e. solid)vökvaham (e. liquid)gasham (e. gas)Öll efni eru raunar í einhverjum þeim ham sem hér var talinn auk ...

category-iconLandafræði

Af hverju er nepalski fáninn ekki ferkantaður?

Hefðin fyrir ferhyrndum þjóðfánum á líklega rætur að rekja til siglingafána sem notaðir voru í Evrópu og öðrum Miðjarðarhafslöndum fyrr á tímum. Vissulega voru notuð flögg með öðru lagi en smám saman festist þessi ferhyrnda lögun með ákveðnum hlutföllum milli lengdar og breiddar í sessi. Í mörgum tilfellum urðu si...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað orsakar þörungablóma í hafinu?

Þörungar nota sólarljós og ólífræn næringarefni í sjónum til orkuframleiðslu. Á veturna þegar yfirborðssjór kólnar og vinda gætir blandast sjórinn niður á mikið dýpi og næringarefni berast á ný til yfirborðs. Vegna uppblöndunar haldast svifþörungarnir ekki nægilega lengi uppi í ljóstillífunarlaginu til að ljóstill...

category-iconEfnafræði

Hvað er kósangas og hvernig brennur það?

Upphaflega spurningin var á þessa leið: Hvernig er samsetning, uppruni og eðlismassi kósangass? Hvaða gastegundir myndast við bruna þess? Eru þær léttari eða þyngri en andrúmsloftið? Kósangas er öðru nafni nefnt própangas og er ýmist unnið úr jarðolíu eða með efnabreytingu á skyldu efni sem nefnist propene. ...

category-iconStærðfræði

Hvað er reglulegur hyrningur?

Áður hefur verið fjallað um hyrninga á Vísindavefnum í svari sama höfundar við spurningunni Ef tvíhyrningar eru ekki til í venjulegri rúmfræði, hvað kallast þá ferhyrningur sem búið er að fjarlægja eina hlið af? Þar eru þeir skilgreindir svona: Segjum að við höfum þrjá eða fleiri punkta sem liggja í sama slétta...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans?

Spurningin í fullri lengd er á þessa leið: Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans þó að það sé notað á titilsíðu orðabókarinnar?Orðið ritmálsskrá var búið til á Orðabók Háskólans til þess að lýsa ákveðinni skrá sem stofnunin lét vinna að. Ábendingin er góð, auðvitað ætti orðið að vera í safni ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru amöbur?

Amöbur eru hópur innan ríkis frumdýra (protozoa) og tilheyrir fylkingu slímdýra (rhizopoda). Kunnasta tegund þessa hóps er Amoeba proteus sem er algeng í rotnandi gróðurleifum í tjörnum og votlendi. Amöbur eru meðal stærstu einfrumunga sem þekktir eru og geta stærstu einstaklingarnir orðið á stærð við títupr...

category-iconSálfræði

Hvað hugsa mállausir? Hugsa þeir í orðum, myndum eða á annan hátt?

Sá sem er mállaus getur samkvæmt skilgreiningu ekki talað eða tjáð sig í orðum. Það gefur því að skilja að afskaplega erfitt er að rannsaka hvernig mállausir hugsa, þar sem ekki er hægt að spyrja þá að neinu ráði út í hugarstarf þeirra. Því kemur líklega lítið á óvart að ekki fundust neinar rannsóknir sem geta gef...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er hægt að vita hvort risaeðla sé jurta- eða kjötæta?

Með steingerð dýr eins og risaeðlur (Dinosauria) hafa vísindamenn fátt að styðjast við enda eru leifarnar sem þeir þurfa að rýna í aðeins steinrunnin bein. Ef tennur þessara skepna hafa varðveist er þó hægt að lesa ýmislegt úr vistfræði dýranna, sérstaklega fæðuhættina. Með því að skoða form tannanna má jafnvel ál...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tengist bílda germanska orðinu Bild?

Spurningin í heild hljóðar svona:Tengist bílda germanska orðinu Bild? Hver er uppruni þess og hvar er samsvörun íslenska orðsins mynd að finna í indóevrópskum málum? Ekki er að sjá að íslenska orðið bílda ‘breiðöxi’ tengist þýska orðinu Bild ‘mynd’. Um mynd segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússo...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaðan er íshokkí upprunnið?

Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...

category-iconEfnafræði

Getur vatn frosið ef það getur ekki þanist út?

Já, vatn getur frosið þótt það hafi ekki tök á að þenjast út en til þess þurfa hita- og/eða þrýstingsskilyrði að vera með mjög sérstökum hætti eins og hér verður greint frá. Eins og alkunna er þá þenst vatn út þegar það er fryst. Þetta gerist við 0°C við staðalþrýsting sem er ein loftþyngd. Þenslan kemur til a...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Lou Gehrigs-sjúkdómur og er hægt að lækna hann?

Lou Gehrigs-sjúkdómur er annað nafn yfir blandaða hreyfitaugahrörnun (e. amylotrophic lateral sclerosis, ALS) sem er algengasta form hreyfitaugahrörnunar (e. motor neuron disease, MND). Þeir sem þjást af ALS eru með skaddaða efri og neðri heilataugar en önnur form MND eru ágeng hreyfitaugahrörnun (e. primary later...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður fyrst þyngdaraflið togar okkur niður? Eins og fram hefur komið í fleiri svörum um eld á Vísindavefnum þá er eldur í raun rafsegulbylgjur sem við nemum sem ljós og hita. Í eldinum leynast hins vegar bæði svonefnd hvarfefni og myn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er veira?

Veira (e. virus) er örvera sem inniheldur erfðaefni en getur þó ekki fjölgað sér sjálf. Hver gerð af veiru getur sýkt ákveðna lífveru og fjölgað sér innan fruma hennar. Veirur eru mjög sértækar með tilliti til hýsillífvera og geta oftast bara sýkt eina eða fáar tegundir, til dæmis bara menn eða nokkrar tegundir dý...

Fleiri niðurstöður