Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið?
Orðasambandið að þegja þunnu hljóði merkir 'segja ekki neitt en vera þó ósáttur með eitthvað'. Það er mjög gamalt í málinu og kemur m.a. fram í þessu erindi Hávamála: Inn vari gestur, er til verðar kemur, þunnu hljóði þegir, eyrum hlýðir, en augum skoðar; svá nýsisk fróðra hverr fyrir. (Inn = hinn; verður =...
Er hægt að lækna fólk sem „paníkerar“? Hvað með fólk með áráttu eða þráhyggju?
Eru þeir sem „paníkera“ að missa vitið? Hvað um þá sem eru alltaf með einhverja vitleysu á heilanum, til dæmis að þeir þurfi sífellt að þvo sér um hendurnar? Er eitthvað hægt að aðstoða slíkt fólk? Felmtur „Paník“ er á íslensku yfirleitt kallað felmtur eða fát. Einkenni felmturskasts eru að fólk fær andnauð ...
Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?
Leifar örvera hafa fundist með vissu í jarðlögum sem eru um 3100 milljón ára gömul og mjög sterkar líkur eru á því að þær megi líka greina í 3450 milljón ára gömlum jarðlögum. Þessi gömlu jarðlög eru í Ástralíu og Suður-Afríku. Menn hafa reyndar fundið enn eldri en ekki alveg örugg merki um líf í um 3800 milljón á...
Hvað er ljósvaki? Er hann til?
Ljósvaki var hugsaður sem bylgjuberi ljóss. Allt frá því að afstæðiskenning Einsteins öðlaðist almenna viðurkenningu í upphafi aldarinnar hefur eðlisfræðingum verið ljóst að ljósvakinn er ekki til. Eðlisfræðingar hafa lengi velt fyrir sér eðli ljóss. Á 17. öld settu Isaac Newton og Christian Huygens fra...
Er búið að sanna að jörðin sé ekki flöt? Er það yfir höfuð hægt?
Því miður er ekki hægt að sanna að jörðin sé kúlulaga, flöt, kleinuhringslaga eða að hún hafi nokkuð form yfir höfuð. Réttara sagt væri kannski hægt að sanna að jörðin sé annað hvort slétt eða kúlulaga í einhverju formlegu kerfi, en sú sönnun myndi ekki hafa neitt með raunveruleikann að gera. Ástæðan fyrir að það ...
Hvernig varð Guð til?
Hér er einnig svarað spurningum Ásláks Ingvarssonar, Lindu Guðjónsdóttur, Stefáns Freys Stefánssonar, Lilju Guðmundsdóttur, Dags Torfasonar, Ingu Jónu Kristjánsdóttur og Jóhönnu Kristínar Gísladóttur sama efnis. Guð væri ekki Guð ef hann hefði einhvern tímann orðið til líkt og ég eða þú. Þá væri hann maður, dýr...
Hverjum er ekki fisjað saman?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „fisjað"? Notað einu sinni í svari hér á Vísindavefnum: „Okkur er ekki fisjað saman!" Sögnin að fisja er aðeins notuð í orðasambandinu einhverjum er ekki fisjað saman í merkingunni ‘einhver er traustur, sterkbyggður’ sem þekkist frá 19. öld. Einnig kemur fyrir...
Af hverju er bjór stundum rauður á litinn?
Litur á bjór ræðst að öllu jöfnu af því maltkorni sem notað er. Litur maltsins ræðst svo af því við hvaða aðstæður það er þurrkað eftir spírun, allt frá mjög mildri þurrkun (ljóst pilsnermalt) upp í það snarpa þurrkun að kornið brennur (svart malt). Hér er um að ræða samspil hita og rakastigs í stýrðu ferli við fr...
Gáta: Hvernig kemst bóndinn yfir ána?
Á litlum bæ í Skagafirði bjó bóndi nokkur ásamt konu sinni og börnum. Bærinn stóð í litlum dal sem var einangraður frá umheiminum af á sem rann í gegnum dalsmynnið. Á ánni starfaði hins vegar ferjumaður sem ferjaði fólk yfir ána í litlum tveggja manna bát. Í bænum hinumegin við ána var haldinn markaður hálfsmá...
Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda?
Þegar ríkissjóður veitir þriðja aðila ábyrgð, til dæmis vegna lántöku, þá getur komið til þess að ríkissjóður verður að standa við ábyrgðina og til dæmis greiða upp lán sem annar en ríkið hefur tekið. Ríkið getur ekki skotið sér undan því, ekkert frekar en til dæmis maður sem gerist ábyrgðarmaður fyrir láni til vi...
Hvað þýðir orðið 'svífast' sem notað er í samhenginu 'að svífast einskis' og hvaðan kemur það?
Sögnin að svífast er notuð í merkingunni 'hlífast við, hlífa, halda sig frá einhverju, skirrast við'. Hún er einkum notuð með neitandi orði, ekki, einskis, ei, og merkir þá að 'skirrast ekki við neitt', viðkomandi beitir öllum brögðum til að ná sínu fram. Sumir svífast einskis og skemma jafnvel eigur annarra. ...
Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!
Ef aðdráttarafl eða þyngdarkraftur væri ekki til og hefði aldrei verið til þá værum við ekki heldur til. Sólir og reikistjörnur væru ekki til því að þær hafa myndast með því að rykský í geimnum hafa dregist sama fyrir áhrif þyngdarinnar. Ef við hugsum okkur að þyngdarkrafturinn mundi allt í einu hætta að verka ...
Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?
Eins og við skiljum spurninguna er svarið nei. Við skiljum þá orðið "span" þannig að átt sé við rafsegulfræðilegt span (induction) eins og það sem verður þegar leiðari hreyfist miðað við segulsvið eða hugsanlega eins og það sem gerist þegar ytra rafsvið veldur tilfærslu á rafhleðslu í leiðandi hlut án þess að heil...
Geta einhver fyrirtæki selt mönnum landsvæði á tunglinu?
Fyrir um 1500 krónur getur hver sem er keypt sér landareign á tunglinu eða öðrum himinhnetti hjá netfyrirtækjum af ýmsu tagi. Hver vildi ekki eiga staðinn þar sem Neil Armstrong og Buzz Aldrin gengu um í fyrstu tungllendingunni árið 1969? Er slíkt gylliboð ekki of gott til að vera satt? Þegar grannt er skoðað, kem...
Af hverju heita parísarhjól þessu nafni? Á ensku kallast þau Ferris wheel
Orðið parísarhjól er komið í málið úr dönsku og mun ekki hafa neitt með París að gera. Á dönsku heitir hjólið pariserhjul, á þýsku Riesenrad og á ensku eins og fram kemur í spurningunni Ferris wheel. Í dönsku er pariserhjul talið aðlögun að orðinu Ferris wheel. Á myndinni sést parísarhjólið sem var helsta stol...