Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2369 svör fundust
Af hverju heitir hlaupár þessu nafni?
Með hlaupári er átt við almanaksár sem er einum degi lengra en venjulegt ár, og er þá 366 dagar en ekki 365. Í svokölluðum nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) er hlaupár þegar talan fjórir gengur upp í ártalinu. Undanskilin reglunni eru aldamótaár, en þau eru ekki hlaupár nema talan 400 gangi upp í ártalinu. Aukad...
Hvað er átt við með 'mills' þegar verið er að tala um orkuverð?
Eitt mill er einn þúsundasti úr Bandaríkjadal. Eitt mill er því, þegar þetta er ritað, í ágúst 2007, um það bil 6,5 íslenskir aurar. Þessi verðeining er í anda metrakerfisins þar sem millimetri er einn þúsundasti úr metra, milligramm einn þúsundasti úr grammi og svo framvegis. Orðið á rætur að rekja til latneska o...
Hver er munurinn á að deila með og að deila í?
Rétt er að segja deilt sé í teljara með nefnara. Það er að segja að $\frac{2}{3}$ er talan sem fæst þegar deilt er í tvo með þremur. Stærðfræðinni og stærðfræðingum er til happs að í greininni ríkir nokkuð samhæft, alþjóðlegt ritmál. Hvar sem ég mæti stærðfræðingi annars staðar í heiminum, jafnvel aðeins grunns...
Hvernig byrja ævintýri?
Upprunalegar spurningar hljóðuðu svona: Af hverju byrja ógeðslega margar sögur á Einu sinni var eða Einu sinni kom eða Einu sinni fór? (Elín Heiður) og Eru til einhver ævintýri sem byrja á y eða ý? (Christina Bengtsson). Ævintýri eru oft skilgreind með því að bera þau saman við aðrar þjóðsögur, svo sem sagnir,...
Hvort snýst jörðin 15,00 eða 15,04 gráður á klukkustund?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Jörðin snýst 360 gráður á sólahring, þar af leiðandi 15 gráður á klst. Nú var ég að lesa í bók að jörðin snúist 15,04 gráður á klst. Ef það er rétt þá ætti hún að hafa farið einni gráðu lengra á 20 klst. og þar af leiðandi ætti 12 á hádegi að birtast okkur sem 12 á miðnætti e...
Hvenær verður teinn að öxli?
Hér er jafnframt svarað spurningum sama efnis frá Hlyni Sveinssyni og Þorgrími Þorgrímssyni. Setjum sem svo að það sem greini teina og öxla í sundur sé sverleikinn, teinar eru mjóir en öxlar sverari. Hugsum okkur nú að við höfum fyrir framan okkur 100 stálsívalninga, sá mjósti er 1 cm í þvermál, sá næsti um 4 mm ...
Hver eru tengsl dreyrasýki og erfða?
Dreyrasýki er arfgengur blæðingarsjúkdómur sem erfist kynbundið. Sjúkdómurinn kemur fram í karlmönnum sem erfa sjúkdóminn frá mæðrum sínum, en þær eru einkennalausir arfberar. Til eru tvö form af dreyrasýki sem kallast dreyrasýki A (hemophilia A) og dreyrasýki B (hemophilia B). Dreyrasýki A er mun algengari en ...
Hvað eru margar hitaeiningar í stórum snúð úr bakaríi og hvað þyrfti maður að borða marga slíka til að fullnægja orkuþörf dagsins?
Mörgum krökkum og fullorðnum reyndar líka finnast snúðar ómótstæðilegir. Því miður eru þeir ekkert sérlega hollir en gefa nokkuð mikla orku. Hér tökum við til skoðunar snúð með súkkulaði. Samkvæmt upplýsingum úr næringarefnatöflu á vef Matís þá eru 270 hitaeiningar eða 1130 kj í hverjum 100 g af súkkulaðisnúð....
Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?
Spurningin í heild var svona: Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin? (Í austri, held ég eftir að hafa hugsað málið)Það er rétt að sólin rís í austri á tunglinu. Hins vegar gerist það miklu hægar en á jörðinni, þar sem einn sólarhringur á tunglinu er heill mánuður, eða 29,53 jarðardagar. Ástæðan er sú að ...
Gáta: Hvaða héraðsstjóri er að svíkja soldáninn?
Soldán nokkur í Mið-Austurlöndum situr í fjárhvelfingu sinni og horfir með velþóknun á tólf poka, sem hver og einn er fullur af stórum silfurpeningum. Sérhver pokanna er kominn frá einum héraðsstjóra sem skattur og hver poki er merktur með nafni héraðsstjórans. Hver silfurpeningur á, samkvæmt skipun soldánsins, að...
Er 1 prímtala? Ef ekki, þá hvers vegna?
Svarið við fyrri spurningunni er nei sem sést af eftirfarandi skilgreiningu:Heil tala sem er stærri en einn kallast prímtala eða frumtala ef og aðeins ef engar aðrar heilar plústölur en 1 og talan sjálf ganga upp í henni.Þetta svarar hins vegar að sjálfsögðu ekki þeirri spurningu hvers vegna þessi skilgreining er ...
Hver er munurinn á kanó og kajak?
Talsverður munur er á þessum bátum. Kajakar hafa lokað dekk með gati fyrir ræðarann og oftast eru tvö göt sitt hvoru megin við hann fyrir farangur. Þessi hönnun gerir ræðaranum kleift að hvolfa bátnum og rétta sig af, með svonefndri eskimóaveltu. Sjókajakar. Kanóar eru opnir bátar, talsvert hærri og hafa uppb...
Hvað þýðir spakmæli Seneca: Cui prodest scelus, is fecit?
Setningin þýðir orðrétt: "Sá, sem glæpurinn gagnast, framdi hann". Hún er höfð eftir Medeu í samnefndu leikriti (línur 500-501) eftir rómverska heimspekinginn og rithöfundinn Lucius Annaeus Seneca. Medea sakar Jason um að bera ábyrgð á ódæði hennar vegna þess að hann hafi grætt á því. Hún segir: Þeir [glæpir...
Hvers vegna er rjómi dýrari en mjólk?
Helsta ástæðan er sú að það þarf nokkra lítra af mjólk til að framleiða einn lítra af rjóma, en einnig lítur út fyrir að seljendur meti það svo að óhætt sé að leggja meira á rjómann en mjólkina. Margir þættir hafa áhrif á verð einstakra vara. Framleiðslukostnaður skiptir vitaskuld miklu en einnig þættir eins og...
Hversu margir búa í Bandaríkjunum?
Áætlað er að í upphafi árs 2010 hafi Bandaríkjamenn verið rúmlega 308 milljónir og er landið það þriðja fjölmennasta í heimi á eftir Kína og Indlandi. Á vef bandarísku hagstofunnar U.S. Census Bureau má sjá að áætlað er að á hverjum 8 sekúndum komi einn Bandaríkjamaður í heiminn, á hverjum 12 sekúndum verði eit...