Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 101 svör fundust
Hvar eru öll tunglsýnin geymd?
Sex Apollo-geimför lentu á tunglinu milli 1969 og 1972 og samanlagt söfnuðu geimfararnir 382 kg af tunglgrjóti, jarðvegi og öðrum sýnum af tunglinu. Sýni voru tekin á sex mismunandi rannsóknarsvæðum. Þar að auki sneru þrjú ómönnuð sovésk geimför til jarðar með um 300 grömm af sýnum frá þremur stöðum á tunglinu. ...
Hvernig virka hjólbarðar sem byggjast ekki á lofti?
Á síðustu árum hafa dekkjaframleiðendur unnið að þróun nýrra hjólbarða sem minna einna helst á gömlu viðarhjólin á fyrstu bílunum. Þessi gerð byggir ekki á loftþrýstingi eins og flestir hjólbarðar í dag heldur á sérstökum sveigjanlegum gúmmíteinum sem laga sig að undirlaginu hverju sinni. Framleiðslan er enn sem k...
Hvers vegna er bensín þynnra en vatn?
Vatn og bensín eru bæði vökvar við stofuhita. Vatn er einungis byggt upp af vatnssameindum og er því hreint efni. Nánar til tekið er vatn efnasamband (e. chemical compound) sem hefur efnaformúluna H2O. Vatnsameindir eru því samsettar úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bensín er hins vegar efnab...
Skiptir máli hvernig hús eru í laginu á jarðskjálftasvæðum eða úr hvaða efni þau eru byggð?
Í raun eru það margir samverkandi þættir sem skipta máli um hvernig mannvirki reiðir af í tilteknum jarðskjálfta. Hér má nefna gerð undirstöðu byggingar, form, efni, frágang, hönnun og viðhald. Miklu skiptir að hús virki eins og ein heild, sé vel tengt og fest við undirstöðurnar. Mörg dæmi eru um að bygging rífi s...
Hver er lengsta og stærsta íslenska brúin?
Borgarfjarðarbrúin, brúin yfir Borgarfjörð við Borgarnes, er lengsta brú landsins, 520 m löng. Hafist var handa við gerð hennar árið 1975 en hún var vígð í september 1981. Smíði brúarinnar þótti mikið afrek á sínum tíma og eitt stærsta verk sem Vegagerðin hafði þá ráðist í. Með tilkomu brúarinnar styttist hringveg...
Hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær byrjuðu Bandaríkin að beita sér á heimsvettvangi og hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag? Bandaríkin urðu til sem nýtt, fullvalda ríki með sigri í sjálfstæðisstríðinu (1775-1783) gegn Bretlandi. Nýja ríkið var sambandsríki. Hvert og eitt ríki B...
Hvaða áhrif hafði fullveldið á menningarástand og leikhúslíf á Íslandi?
Saga byggingar Þjóðleikhússins er að segja má samofin fullveldi Íslands sem og stofnun lýðveldisins. Á síðari hluta nítjándu aldar koma fram hugmyndir um byggingu leikhúss sem eiga margt skyld við þjóðleikhúshugmyndir, en það er ekki fyrr en í byrjun tuttugustu aldar sem krafan rís um byggingu þjóðleikhúss. Í ...
Hvar og hvenær var COVID-19-veiran fyrst raðgreind?
Veiran SARS-CoV-2 veldur sjúkdómnum COVID-19 og heimsfaraldri. Erfðaefni veirunnar er einsþátta RNA-strengur. Með því að nota aðferðir sameindalíffræði er hægt að raðgreina erfðaefni veirunnar. Það þýðir að röð basa í erfðaefni hennar er lesin, allir um það bil 29.900 basarnir.[1] Miðað við opinberlega aðgengil...
Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?
Talið er að bjartasta þekkta stjarnan (og ein sú massamesta) sé í þoku sem kallast á ensku "Pistol Nebula" eða "Skammbyssuþokan". Stjarnan er í um 25 þúsund ljósára fjarlægð frá jörðu, staðsett nálægt miðju Vetrarbrautarinnar, og er talið að hún sé 100 sinnum massameiri en sólin okkar og 10 milljón sinnum bjartari...
Hver er innri gerð snjókorna? Eru engin tvö snjókorn eins?
Andri Vigfússon, Karl Valur Guðmundsson og Þórdís Katla Bjartmarz, nemendur í FSu, spurðu: 'Hvernig er bygging snjókorna?' Eiríkur Rafn spurði: 'Hvers vegna eru öll snjókorn mismunandi og hvað gerir þau svona ólík hvert öðru og hvernig getur það verið svona nákvæmt?' Hugrún spurði: 'Er rétt að engin tvö snjókorn...
Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra?
Dýr hafa þróað með sér ýmsar „lausnir“ við öndun. Það fer mikið eftir stærð dýra hvort þau hafa sérstök líffæri til þess að fanga súrefni úr umhverfinu eða beita ósérhæfðum aðferðum eins og öndun gegnum húð. Öndunarfærum má skipta í fjóra meginflokka: húð, tálkn, loftgöng og lungu. Eftir því sem dýrið er s...
Er einhver aldurs- og kynjamunur á stríðni barna?
Aldursmunur á árásargirni Börn öðlast snemma skilning á því að þau geti gert öðrum illt. Á öðru aldursári eykst markháð árásargirni (e. instrumental aggression) þeirra verulega, það er árásargirni eða ýgi sem snýst um að fá eitthvað í sinn hlut. Hver kannast til dæmis ekki við að tveggja ára barn fái brjálæðisk...
Er það rétt að Danir hafi selt Íslendingum „maðkað mjöl“?
Sú söguskoðun að einokunarverslun Dana hafi verið Íslendingum slæm og ein helsta orsök fátæktar og vanþróunar á Íslandi hefur verið mjög lífseig. Hún á rætur að rekja til þjóðernislegrar sagnritunar sem spratt upp úr sjálfstæðisbaráttunni, í lok nítjándu aldar og á fyrri hluta tuttugustu aldar, þar sem Dönum var k...
Hversu stóran sjónauka þarf til þess að geta séð ummerki um tunglendingu Apollo 11?
Raddir samsærismanna um að NASA hafi ekki lent á tunglinu gerast æ háværari. Rök sem tilgreind eru fjalla oft um mismunandi skugga, skort á stjörnum á myndunum og svo framvegis. Sumur hafa einfaldlega viljað sannna það að NASA hafi farið til tunglsins með því að beina til dæmis Hubblesjónaukanum í átt að lendingar...
Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?
Í stuttu máli hefur handþvottur með sápublönduðu vatni þau áhrif að sápusameindir ná að hrifsa til sín veirur og þannig er hægt að skola þær af húðinni. Sápa er eins konar tengiliður milli vatns og vatnsfælinna efna. Vatnsfælin efni eru þau sem blandast vatni illa eða alls ekki, en það á til dæmis við um fitusa...