Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 116 svör fundust
Hverjar eru kenningar Eriks H. Eriksons í uppeldis- og sálfræði?
Erik H. Erikson fæddist árið 1902 og dó rúmlega níræður árið 1994. Hann setti fram kenningu um þroska fólks frá vöggu til grafar. Samkvæmt kenningu hans þarf fólk að takast á við ákveðin verkefni á hverju þroskaskeiði. Því betur sem það leysir verkefnin þeim mun betur gengur á næsta þroskaskeiði á eftir. Á hverju ...
Hver er Nel Noddings og hvert er hennar framlag til menntunarfræða?
Nel Noddings er fædd 1929 og starfaði sem stærðfræðikennari í grunn- og framhaldsskólum á árunum 1949-1972. Hún lauk doktorsprófi 1975 og hefur starfað við Stanford-háskóla frá árinu 1977 þar sem hún er prófessor í menntaheimspeki. Flest verk Noddings, um 30 bækur og 200 greinar, tengjast því að umhyggja sé grundv...
Hvað er átt við með samfélagssáttmála?
Orðið „samfélagssáttmáli“ er notað til að lýsa siðfræði- og stjórnspekikenningum sem fela í sér að réttindi manna og skyldur byggist á einhvers konar samkomulagi. Slíkar kenningar eru æði margvíslegar og eiga sér langa sögu svo engin ein stutt skilgreining dugar til að afmarka allt sem meint hefur verið með þessu ...
Myndast nýjar fitufrumur þegar við fitnum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það satt að þegar maður fitnar þá myndi líkaminn nýjar fitufrumur sem eyðast aldrei og því sé auðveldara að fitna aftur? Heildarmagn fitu í líkamanum, það er hversu feitur einstaklingur er, fer eftir tvennu - annars vegar fjölda fitufrumna og hins vegar stærð þeirra eða hve...
Eru gerlar í öllum mjólkurafurðum og af hverju?
Gerlar finnast í velflestum mjólkurafurðum. Mjólk inniheldur náttúrulega fjölbreytta gerlaflóru, meðal annars mjólkursýrugerla. Við gerilsneyðingu eyðist stór hluti gerlaflóru mjólkurinnar, en þó lifa alltaf einhverjir gerlar af gerilsneyðingu. Gerilsneyðing útrýmir hins vegar öllum sjúkdómsvaldandi bakteríum ...
Hver var Bessi sem Bessastaðir á Álftanesi heita eftir?
Ekki er vitað með vissu hver sá Bessi (Bersi) var sem Bessastaðir á Álftanesi eru kenndir við. Dönsk fræðikona, Jenny Jochens, telur að Snorri Sturluson hafi nefnt staðinn eftir Bersa Vermundarsyni hinum auðga á Borg, tengdaföður sínum (d. 1202) (Jenny Jochens, 85-86). Danska fræðikonan Jenny Jochens telur að S...
Var Sókrates örugglega til, efast fræðimenn ekkert um það?
Já, Sókrates var nær örugglega til og almennt efast fræðimenn ekki um það. Sókrates fæddist í Aþenu 469 f.Kr. og lést þar árið 399 f.Kr. Hann samdi sjálfur engin rit og því getum við ekki lesið hans eigin orð en um hann er þó fjallað í samtímaheimildum, það er að segja í heimildum frá hans eigin tíma eftir samtíma...
Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?
Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti ...
Hvað er stjórnlagaþing?
Stjórnlagaþing er þjóðkjörin samkoma sem hefur það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir viðkomandi ríki. Ýmis dæmi eru um það úr sögunni að boðað hafi verið til stjórnlagaþings og gerist það allajafna í kjölfar átaka eða umróts, til dæmis eftir að þjóð hefur lýst yfir sjálfstæði sínu, grundvallarbreytingar ha...
Hver var fyrsta lífveran á jörðinni?
Ein af grundvallarstaðreyndum líffræði er sú að líf verður einungis til af öðru lífi, að lífverur eru getnar af öðrum lífverum. Ein af frægari tilraunum Louis Pasteur fjallar um þessa kenningu um lífgetnað (biogenesis). Tilraun Pasteur fólst í því að sjóða og dauðhreinsa næringarlausn í glerkolbu sem er tengd við ...
Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?
Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismuna...
Er hægt að lækna ofnæmi þannig að það komi aldrei aftur?
Stutta svarið við þessari spurningu er nei, ef átt er við það að ofnæmið læknist alveg og valdi engum óþægindum það sem eftir er ævinnar. Oft er þó tekið þannig til orða: „Hann fékk góða lækningu meina sinna“, án þess að átt sé við að hann hafi orðið albata. Í þessum skilningi má svara spurningunni játandi, ef ...
Hvaða rannsóknir hefur Sif Ríkharðsdóttir stundað?
Sif Ríkharðsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að menningarstraumum á miðöldum sem og tilfinningum og miðlun þeirra í bókmenntum. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar víðs vegar og birt greinar, bókakafla og bækur bæði hérlendis og erl...
Hvað er hamskipti og tvífaraminni í bókmenntum og fer þetta tvennt stundum saman?
Hamskipti eru algeng í bókmenntum. Mikið er um þau í goðsögum og þjóðsögum en hamskipti eru einnig að finna í ýmsum öðrum tegundum bókmennta, til dæmis í vísindaskáldsögum og fantasíu. Með orðinu hamskipti er átt við að ásýnd persónu breytist en innræti hennar ekki. Persónan skiptir um ytri ham líkt og slanga. ...
Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona?
Í stuttu máli er svarið nei. Skoðum augnablik forsendur þess svars: Fyrst þarf að fallast á einhvers konar skilgreiningar á orðunum „snillingur“ og „vísindamaður“. Hvort manneskja telst vísindamaður eða ekki er misjafnt eftir því hver er spurður. Flestir teldu raunvísindamenn svo sem eðlisfræðinga, efnafræðinga...