Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 96 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var Jacques Derrida og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Um franska heimspekinginn Jacques Derrida (1930-2004) er óhætt að fullyrða að hann hafi verið býsna umdeild persóna sem öðru fremur helgaði sig linnulausri gagnrýni á hvers kyns ríkjandi valdhafa og kennivald. Enda þótt menntun hans hafi að mörgu leyti verið dæmigerð fyrir franska heimspekinga var samband hans við...

category-iconStærðfræði

Er 26 eina heila talan sem er klemmd milli ferningstölu og teningstölu?

Ferningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu við sjálfa sig. Dæmi um ferningstölur eru tölurnar $9 = 3 \cdot 3$ og $121 = (-11) \cdot (-11)$. Teningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu tvisvar við sjálfa sig. Dæmi um teningstölur eru tölurnar $64 = 4 \cdot 4 \cdot 4$ og $-2197 = ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?

Huntingtonssjúkdómur er ættgengur sjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Honum var fyrst lýst 1872 af bandaríska lækninum George Huntington. Það sem veldur sjúkdómnum er ríkjandi galli á litningi númer fjögur. Þar er CAG-basaþrenndin endurtekin 36-120 sinnum í DNA-inu í staðinn fyrir 10-35 sinnum. Eftir ...

category-iconEfnafræði

Af hverju lyftast kökur í ofninum?

Vísindavefurinn hefur fengið fjölda fyrirspurna um bakstur og lyftiefni. Margar þeirra spurninga eru birtar neðst í þessu svari. Það er ljóst að fjölmargir hafa ekki bara áhuga að bragða á kökunum heldur einnig að skilja betur efnafræði baksturs. Ýmis af þeim hráefnum sem koma við sögu í bakstri hjálpa til við ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var Háskóli Íslands árið 1918?

Á árinu 1918 varð Háskóli Íslands sjö ára gamall og hafði breyst sáralítið frá því að hann var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Þá hafði Háskólinn verið búinn til með því að steypa saman og breyta í háskóladeildir þremur embættismannaskólum í Reykjavík, prestaskóla, læknaskóla og lagaskóla...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvaða ár er í Kína og af hverju eru þeir ekki með sama tímatal og við? Garðar JónssonAf hverju er ekki 13 mánuðir í ári, það myndi passa akkúrat? Ingibjörg SigfúsdóttirAf hverju eru í árinu 12 mánuðir, 56 vikur og 356 dagar? Víkingur FjalarHvenær eru áramót hjá þeim se...

category-iconHugvísindi

Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? (Pálína Kristín Guðlaugsdóttir)Hvenær var farið að halda Jónsmessu hátíðlega? (Hálfdan Helgason) Árni Björnsson fjallar ítarlega um sögu Jónsmessunar, hér á landi sem erlendis, í bók sinni Saga daganna. Fróðleiksfúsum er bent á að kynna sé...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er MSG eða þriðja kryddið virkilega skaðlegt? Hvað getið þið sagt mér um það?

MSG er skammstöfun fyrir monosodium glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku. Efnið er líka kallað þriðja kryddið. Glútamat er ákveðið form efnis (salt) sem nefnist glútamiksýra. Glútamiksýra er ein svonefndra amínósýra. Amínósýrur eru byggingareiningar prótína, en þar eru þær bundnar saman í langar keðjur....

category-iconLæknisfræði

Hvað er læknisfræðinám við Háskóla Íslands langt?

Fullmenntaður læknir á Íslandi hefur að baki 12-14 ára menntun og þjálfun, en jafnvel meira hafi hann lokið doktorsnámi. Formleg kennsla í læknisfræði hófst á Íslandi með stofnun Læknaskólans árið 1876. Læknadeild Háskóla Íslands var stofnuð um leið og skólinn sjálfur árið 1911 og síðan þá hafa yfir 2000 lækna...

category-iconStærðfræði

Hver var Björn Gunnlaugsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Björn Gunnlaugsson (1788–1876) var merkastur íslenskra stærðfræðinga á nítjándu öld. Björn var sonur Gunnlaugs Magnússonar, síðar bónda á Bergsstöðum á Vatnsnesi, og konu hans, Ólafar Björnsdóttur. Gunnlaugur hafði áunnið sér gott orðspor fyrir hugvitssamlegar uppfinningar og þegið viðurkenningar fyrir þær frá kon...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er sterkasti vöðvinn í líkama manns, hver er sá stærsti og hvað eru vöðvarnir margir?

Vöðvar eru af þremur gerðum; sléttir vöðvar, hjartavöðvinn og beinagrindarvöðvar sem nefnast einnig þverrákóttir vöðvar. Legið og vöðvar í æðaveggjum og veggjum meltingarvegarins eru dæmi um slétta vöðva. Flestir sléttir vöðvar eru aðeins ein slétt vöðvafruma og fjöldi þeirra skiptir milljörðum. Þeir eru yfirl...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?

Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Rastrick stundað?

Ólafur Rastrick er dósent í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur lagt stund á rannsóknir á menningarsögu og þjóðfræði nítjándu og tuttugustu aldar. Meðal viðfangsefna hans má nefna rannsóknir á menningarpólitík, menningararfi, líkamsmenningu og ómenningu. Í bókinni Háborgin: M...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð tunglið til?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað er tunglið stórt? (Halla Kristín Guðfinnsdóttir) Úr hverju er tunglið? (Þórhildur Ólafsdóttir) Er tunglið hart í gegn? (Baldur Blöndal)Talið er víst að tunglið hafi myndast fyrir um 4,5 milljörðum árum. Til eru að minnsta kosti fjórar kenningar um uppruna þes...

category-iconTrúarbrögð

Hver er munurinn á engli og erkiengli?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er erkiengill? (Guðmunda Dagbjört) Hverjir "eru" erkienglarnir (nöfn)? (Jóhanna Kristín) Hverjir voru og hvaða hlutverk gegndu englarnir Michael og Gabríel? (Rúnar Sighvatsson) Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar...

Fleiri niðurstöður