Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6979 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær fólk bólur?

Margir hafa sent inn spurningu um bólur. Aðrir spyrjendur eru Sigrún Óskarsdóttir, Berglind Ýr Jónasdóttir, Anna Hjörleifsdóttir, Trausti Salvar Kristjánsson og Margrét Friðriksdóttir, auk fleiri spyrjenda. Ein tegund kirtla í húðinni eru fitukirtlar. Í langflestum tilvikum er hver þeirra tengdur einum hársekk. Þ...

category-iconEfnafræði

Hvaðan kemur saltið? Er það sama saltið og er í sjónum?

Saltið sem við notum í matinn okkar er það sama og er í sjónum. Efnafræðingar nefna venjulegt matarsalt natrínklóríð, natríumklóríð eða NaCl. Mestur hlutinn af seltu sjávar er matarsalt eða um 77 prósent. Saltið er í raun kristallar sem líkjast teningum. Þeir eru annað hvort litlausir, glærir eða gegnsæir eftir þv...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar?

Tíundi kafli í Einfalda matreiðsluvasakverinu fyrir heldri manna húsfreyjur, sem kom út í Leirárgörðum aldamótaárið 1800, hefst á uppskrift af pönnukökum. Í pönnukökur er tekinn rjómi eður góð mjólk, saman við hana vel hrærð fáein egg, eður í þeirra stað lítið eitt af broddmjólk, og þar ofan í sigtað hveiti o...

category-iconLífvísindi: almennt

Er gagnlegt að sofa með skorinn lauk á náttborðinu til að eyða veirum og bakteríum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Oft er talað um að gott sé að skera lauk og setja á náttborð ef fólk er með flensu þar sem laukurinn „sogi“ til sín vírus einnig er talað um að það sé varhugavert að geyma lauk sem búið er að skera í ísskápnum þar sem hann dregur í sig eiturefni og bakteríur. Er þet...

category-iconLæknisfræði

Er hlaupabóla verri þegar maður er 11 ára en 5 ára?

Vitað er að einkenni hlaupabólu eru mun verri hjá fullorðnum en börnum. Líklega er ekki munur hjá fimm og 11 ára börnum. Aftur á móti getur nokkur einstaklingsmunur verið á einkennum hlaupabólunnar. Sumir verða þá lasnari en aðrir sem eru jafngamlir. Hlaupabóla er bráðsmitandi barnasjúkdómur og er algengust hjá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan á sögnin að djamma uppruna sinn?

Sögnin að djamma og nafnorðið djamm eru ung tökuorð úr ensku jam. Bæði orðin hafa verið aðlöguð íslenskum rithætti og framburði. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá miðri 20. öld og er ekki ólíklegt að orðin hafi komist inn í íslenskt talmál á stríðsárunum. Í Íslenskri orðabók (2002:217) eru bæði...

category-iconLæknisfræði

Hvernig verka brúnkukrem?

Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um brúnkukrem enda hefur notkun slíkra krema aukist verulega síðustu misserin. Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Eru brúnkukrem (sólbrúnka án sólar) á einhvern hátt skaðleg húðinni?Hvernig verkar brúnkukrem? Er það bara litarefni sem klessist á húðina eða örv...

category-iconLæknisfræði

Getur maður fengið hlaupabólu tvisvar sinnum?

Hér er einnig svarað spurningunum:Fá allir krakkar hlaupabólu? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir of mikinn kláða þegar fólk fær hlaupabólu? Það er ekki víst að allir krakkar fái hlaupabólu, en margir fá hana þar sem hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur sem berst fyrst og fremst á milli barna. Hlaupabóla orsa...

category-iconLæknisfræði

Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót?

Fótsveppur er tilkominn vegna sýkingar af völdum örvera sem nefnast sveppir. Þeir sveppir sem algengast er að valdi fótsveppasýkingum kallast dermatophytes en einnig sjást sýkingar af völdum candidasveppsins. Læknisfræðileg heiti yfir fótsveppi eru tinea pedis, dermatophytosis eða athlete's foot. Undir venjuleg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er tölva?

Einföld skilgreining á hugtakinu tölva er á þá leið að tölvur séu forritanleg tæki. Vandamál við þá skilgreiningu er að mjög mörg tæki í dag eru forritanleg. Til að mynda er hægt að forrita þvottavélar upp að vissu marki en fæstir halda því líklega fram að þvottavélarnar þeirra séu tölvur. Með tölvum þarf að vera ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga ánamaðkar sér?

Ánamaðkar fjölga sér með tvíkynja æxlun eins og mörg dýr gera. Hitt er merkilegra að hvert dýr er tvíkynja þannig að egg og sæði myndast í sama dýrinu. Yfirleitt makast ánamaðkar niðri í moldinni þannig að mökunarferlið er sjaldnast sýnilegt mönnum. Ein algeng tegund hérlendis, stóráni, heldur sig þó við yfirborði...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr sér best?

Ef við skilgreinum bestu sjónina út frá næmni sjónarinnar, þá má sennilega telja fráneygustu dýr jarðar vera ránfugla (falconiformes), enda er algengt að ránfuglar í fæðuleit fljúgi hátt til að geta leitað eftir bráð á sem stærstu svæði. Gullörninn (Aquila chrysaetos) er einn slíkra fugla. Gullernir lifa meðal ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga flugur sér?

Langflest skordýr fjölga sér með kynæxlun, það er að segja samruna kynfrumna sem koma hvor frá sínu foreldri. Hjá langflestum skordýrum heimsins og þar á meðal hjá flugum frjóvgast eggin inni í kvendýrinu líkt og gerist meðal allra landhryggdýra. Kynkirtlarnir eru í afturbolnum og þar safnast þroskuð og ófrjóv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fjölga hvalir sér?

Hvalir eru svokölluð legkökuspendýr. Spendýrum er skipt í þrjá hópa: monotremata (breiðnefur og mjónefur), marsupials (pokadýr eins og kengúrur) og placentals (legkökuspendýr eins og prímatar, hestar og hvalir). Dýr í þessum hópum eru líffræðilega áþekk hvað varðar uppbyggingu kynkerfa, æxlun og þroska ungviða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga fuglar sér?

Æxlun hjá fuglum á sér stað inni í kvenfuglinum líkt og hjá öðrum hryggdýrum. Líffræðingar nefna þetta innvortis æxlun. Æxlunarfæri fugla eru þannig uppbyggð að karlfuglar hafa eitt eistnapar sem liggur inni í kviðarholinu en ekki fyrir utan í pung, eins og hjá spendýrum. Sáðrásir liggja frá eistunum og sameinast ...

Fleiri niðurstöður