Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 844 svör fundust
Hvernig stækka vöðvarnir?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað veldur stækkun á vöðvum? Vöðvar eru úr sérhæfðum vöðvafrumum sem heita vöðvaþræðir og liggja endilangir í vöðvanum. Hver vöðvaþráður er gerður úr mörgum vöðvatrefjum. Venjulegur vöxtur vefs felur í sér tvennt, annars vegar fjölgun frumna sem vefurinn er gerður úr og hi...
Er vitað hversu margir loftsteinar hafa fallið á jörðina?
Hér er einnig svarað eftirtöldum spurningum: Hvaða loftsteinar eru taldir þeir stærstu sem fallið hafa á jörðina og hvar féllu þeir? (Guðbjörg Bergsdóttir)Hvað hafa margir loftsteinar rekist á jörðu? (Emil Gunnarsson, f. 1990)Þegar loftsteinn skellur á jörðinni myndast gígur, en hvað verður um loftsteinin sem ger...
Er satt að maður geti orðið geðveikur af því að spila á glerhörpu?
Margir þekkja að hægt er að láta syngja í glasi með því að strjúka eftir brún þess með blautum fingri. Svipuðu máli gegnir um svokallaða glerhörpu þar sem fá má fram ólíka tóna með því að renna fingri eftir misstórum glerskálum (sjá Hvað er glerharpa?). Hljómblær tónanna sem myndast þegar leikið er á glös eða gler...
Hversu miklar líkur eru á að þessari spurningu verði svarað rétt? A: 25%, B: 50%, C: 75%, D: 25%
Þessi spurning er ein þeirra fjölmörgu sem skýtur annað slagið upp kollinum í netheimum og víðar og virðast til þess fallnar að valda þrætum. Hún birtist líka í öðrum myndum, til dæmis þar sem svarmöguleikarnir eru gefnir sem 25%, 50%, 0% og 25%. Ef til vill er sú mynd jafnvel áhugaverðari en hún verður skoðuð neð...
Hver er vaxtarhraði líkamans og hvernig breytist hann eftir aldri?
Vaxtarhraði er mismunandi eftir einstaklingum og eftir aldri. Fyrstu tvö ár ævinnar einkennist vöxtur af því að það hægir á bæði hraða lengdarvaxtar og hraða þyngdaraukningar sem eru orðin nokkuð stöðug við tveggja til þriggja ára aldur. Á fyrstu tveimur árunum er vöxturinn í samræmi við erfðabakgrunn barnsins. Tv...
Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna?
Getnaðarvarnarpilla kvenna inniheldur tilbúnar útgáfur af kvenhormónunum estrógeni og prógesteróni. Til eru tveir meginflokkar af pillum. Annars vegar eru samsettar pillutegundir sem innihalda bæði hormónin og hins vegar eru smápillur sem innihalda eingöngu gerviprógesterón. Þessi hormón eru mynduð í eggjastokk...
Hvernig varð Sálumessa Mozarts til?
Sálumessa Mozarts (K. 626) er síðasta verkið sem hann vann að og var ófullgerð þegar hann lést í desember 1791. Af öllum þeim sálumessum sem samdar voru á 18. öld nýtur verk Mozarts mestrar hylli. Hér nær list tónskáldsins að sumu leyti hápunkti sínum, en þó hefur hin óvenjulega tilurðarsaga verksins vafalaust kyn...
Hvar er hægt að nálgast skrá yfir útdauð dýr?
Víða á Netinu er hægt að finna vefsíður með upplýsingum um útdauð dýr. Fyrst má nefna síðu á Wikipedia sem heitir Lists of extinct animals. Þar er að finna marga lista yfir útdauð dýr, flokkaða til dæmis eftir svæðum/heimsálfum og hópum dýra (fuglar, spendýr og svo framvegis). Í mars 2018 dó síðasta karldýrið a...
Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?
Svonefnt Sæunnarsund var mikið þrekvirki sem unnið var af kú nokkurri sem synti yfir Önundarfjörð á flótta undan örlögum sínum. Forsaga uppákomunnar er sú að árið 1987 þurfti bóndi á bænum Neðri-Breiðadal í Önundarfirði að fækka gripum sínum vegna nýrra laga um gripakvóta. Hann þurfti því að slátra einni af kúnum ...
Hver var Kólumbus og hvað var svona merkilegt við hann?
Yfirleitt er talið að Kristófer Kólumbus hafi fæðst árið 1451 í hafnarborginni Genúa eða í nágrenni hennar í norðvesturhluta Ítalíu, en þjóðerni hans er nokkuð umdeilt. Kólumbus er einn kunnasti sæfari allra tíma. Hann ferðaðist mikið um Atlantshafið og Miðjarðarhafið áður en hann fór í Ameríkuferðirnar, sem hann ...
Geta hljóð eins og I-Doser valdið vímu eða öðrum jafnvel skaðlegum áhrifum á hugarstarf og líðan?
Undanfarið hefur svokallaður I-Doser verið nokkuð í fréttum, en um er að ræða hljóðskrár sem sagðar eru geta haft veruleg áhrif á hugarástand fólks. Framleiðandi hljóðskránna heldur því fram að þær „samstilli heilabylgjurnar“ með „tvíhlustarslætti“ (e. binaural beats). Þannig geti þær haft sefandi áhrif og jaf...
Á hvaða hugmyndafræði byggir Bræðralag múslíma?
Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er íslömsk hreyfing sem stofnuð var í Egyptalandi árið 1928. Fjallað er nánar um tilurð hennar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað? Hugmyndafræði Bræðralags múslíma byggist á íslömskum gildum. Kjarninn í íslam e...
Hver gaf tölunum upprunalega nafn á íslensku? Hvaðan koma nöfnin á þeim?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hver er það sem gefur tölustöfum nafn á íslensku? Nú geri ég ráð fyrir því að að ekki öllum tölum hafi verið gefið nafn og því væri gaman að geta nefnt sína eigin tölu og fengið það skráð! Elstu heimildir um ritað mál á Íslandi eru frá 12. öld, um 300 árum eftir landnámið. Þæ...
Er vitað hvenær sameiginlegur forfaðir allra núlifandi manna var uppi?
Allar núlifandi manneskjur[1] geta rakið ættir sínar til forfeðra. Þeim mun aftar eða ofar í ættartréð sem farið er, þeim mun fleiri verða forfeðurnir. En greinar ættartrjáa tengjast iðulega eftir því sem lengra er rakið aftur. Því má ímynda sér að hægt sé að rekja ættartré allra núlifandi manna til eins forföðurs...
Hverjar eru helstu tegundir jarðskjálftabylgna?
Jarðskjálftabylgjur skiptast í tvo aðalflokka. Annars vegar eru svokallaðar rúmbylgjur sem skiptast aftur í P-bylgjur og S-bylgjur. Báðar þessar tegundir ferðast um allt fast efni jarðar og P-bylgjur auk þess um vökva svo sem bergkviku og vatn. Hinn meginflokkurinn nefnist yfirborðsbylgjur. Þær halda sig að mestu ...