Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2211 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eins karats demantur þungur?

Eins karats demantur er 200 milligrömm. Punktakerfi er einnig notað til að lýsa þyngd demanta en einn punktur jafngildir 0,01 karati. Þyngsti demantur sem hefur fundist var kallaður Cullinan. Hann fannst árið 1905 í Transvaal í Suður-Afríku og var 3.106 karöt eða rúm 600 grömm. Demanturinn var síðar skorinn nið...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast hraunhellar?

Hraunhellar eru rásir sem hraunbráðin rann eftir og tæmdust síðan. Hraun renna ýmist í tiltölulega grunnum farvegum, svokölluðum hrauntröðum, nærri yfirborði hraunsins eða bráðin rennur neðanjarðar og leitar niður í óstorknaðan hluta hraunsins og sameinast honum. Við þetta lyftist yfirborð hraunsins og það get...

category-iconJarðvísindi

Hvernig mynduðust Kvosin og Tjörnin í miðbæ Reykjavíkur?

Kvosin er lægð, eins og Fossvogur og Kópavogur, sem ísaldarjöklar hafa sorfið niður í Reykjavíkurgrágrýtið en það liggur yfir öllu svæðinu frá Mosfellssveit suður fyrir Hafnarfjörð. Tjörnin er í þessari dæld og afmarkast af Vatnsmýri annars vegar og sjávarkambi (þar sem Alþingishúsið stendur) hins vegar. Í ís...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð Ísland til?

Ísland hefur hlaðist upp við síendurtekin eldgos á nokkrum tugmilljónum ára. Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. Þannig er heitur reitur líka undir Hawaii-eyjum svo dæmi sé tekið. Ísland byrjaði að myndast fyr...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig er björninn á litinn?

Haraldur víðförli var ferðalangur mikill og gat sagt stórbrotnar sögur af ferðalögum sínum og þeim ævintýralegu stöðum sem hann hafði heimsótt. Haraldur þessi hafði sérlega gaman að því að leggja fyrir fólk hinar ýmsu gátur og þrautir og hljómaði ein uppáhalds gátan hans svona: Einu sinni sem oftar var ég á fer...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða lurg á ég að taka?

Orðið lurgur merkir ‘þykkt hár, hárbrúskur’. Orðasambandið að taka í lurginn á einhverjum merkir því orðrétt ‘að rífa í hárið á e-m’ en er oftast notað í yfirfærðri merkingu um að jafna um við einhvern, taka einhvern til bæna. Hér tekur annar grænklæddi rugbyleikmaðurinn bókstaflega í lurginn á þeim bláklædda og...

category-iconEfnafræði

Er eldfjallagas þungt eða létt?

Þetta er góð spurning og mikilvæg þegar þetta er skrifað og við getum átt von á eldfjallagösum upp úr jörðinni hvenær sem er. Þau eru af ýmsum tegundum og áhrif þeirra á menn og náttúru ráðast einkum af efnafræðilegum eiginleikum þeirra eða kæfandi áhrifum. Þyngd eða eðlismassi (massa á rúmmálseiningu, oft mælt í ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vitað um hraða sjónskynjunar?

Sjónskynjun er flókið fyrirbrigði sem er erfitt að meta og mæla. Vísindamenn innan lífeðlisfræði og sálarfræði hafa unnið mikið starf á þessu sviði en ljóst er að enn er margt óljóst um hvernig mynd er unnin úr umhverfi okkar, það er að segja því sem við sjáum. Mynd af því sem við horfum á er varpað á sjónhimnu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru margar holur á golfkúlum?

Holufjöldinn á golfkúlum er breytilegur eftir tegundum en algengt er að hann sé um 400. Í sumum tilvikum er hans getið í tegundarheiti og stundum fylgir einnig orð eða skammstöfun sem segir til um hver lögunin á holunni er (hringlaga, fimmhyrningar, sexhyrningar og svo framvegis). Holurnar og einkenni þeirra hafa ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna sökkva ekki þung skip þegar þau eru komin út í sjó?

Sú staðreynd að þung skip geta flotið á vatni byggist á lögmáli Arkímedesar. Það segir að hlutur sem dýft er í vökva eða gas léttist sem nemur þyngd efnisins sem hann ryður frá sér. Jafnvel þótt skrokkur skipa sé úr málmi sem sekkur í vatni getur skip flotið vegna þess að málmurinn myndar aðeins veggi um lest skip...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað gerist á jörðinni ef tunglið yrði sprengt í loft upp?

Ef tunglið yrði sprengt í tætlur með sprengju í miðju þess mundi það að sjálfsögðu hverfa af himninum ásamt öllum atburðum sem tengjast því, þar á meðal sólmyrkvum. Ef til vill mundu koma fram hringir í staðinn, svipað og á Satúrnusi. Einhver brot kynnu að skella á jörðinni. Sjávarföll mundu minnka til muna og bre...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið?

Best er að byrja á því að skoða hamskiptarit eða fasarit fyrir vatn, sjá myndina. Slíkt línurit sýnir annars vegar hitann T og hins vegar þrýstinginn p. Hverjum punkti á línuritinu samsvara tiltekin gildi á þessum stærðum. Fyrir hvern slíkan punkt getur vatnið getur yfirleitt aðeins verið í einum ham eða fasa. Til...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens?

Í stuttu máli má segja að munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens sé flokkunarfræðilegur; annars vegar er verið að tala um tegund og hins vegar undirtegund eða deilitegund. Fræðimenn nota ákveðið kerfi til að skipta öllum lífverum niður í hópa sem síðan er skipt niður í smærri og nákvæmari einingar byg...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra?

Í því skyni að svara þessari spurningu er tilvalið að leita til franska heimspekingsins Henri Bergsons (1859-1941). Hann setti fram kenningar sínar um hlátur um aldamótin 1900, í frægri ritgerð sem einfaldlega heitir Hláturinn (Le Rire). Enn í dag eru hugmyndir hans mikilvægar, þó ekki sé nema vegna þess hversu mi...

category-iconStærðfræði

Er talan 0,9999999.... = 1?

Já, það er rétt að óendanlega tugabrotið 0,999999... er jafnt 1. En áður en ég útskýri hvernig á því stendur er rétt að segja nokkur orð um hvað meint er með óendanlegum tugabrotum. Merkingu endanlegra tugabrota er einfalt að skilja. Tugabrotið 2,7 táknar 2 heilar einingar og 7 tíundu hluta af einingu. Broti...

Fleiri niðurstöður