Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 899 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Valgerður Andrésdóttir rannsakað?
Valgerður Andrésdóttir er sérfræðingur á Tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Rannsóknir Valgerðar beinast aðallega að lífsferli mæði-visnuveiru, sem sýkir sauðfé, og samskiptum hennar við hýsilinn. Tilraunstöðin að Keldum var stofnuð árið 1948 til þess að rannsaka sjúkdóma sem bárust til landsi...
Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Marteinsdóttir rannsakað?
Bryndís Marteinsdóttir er verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Rannsóknir hennar eru á sviði plöntuvistfræði og snúa einkum að uppbyggingu plöntusamfélaga og áhrifum mismunandi þátta á þurrlendisvistkerfi. Bryndís hefur stundað rannsóknir í samstarfi við erlenda og innlenda vísindamenn. Hér má nefna rannsók...
Hvernig byrjaði gosið í Geldingadölum og hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?
Gosið sem hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga er gott dæmi um það að vísindamenn geta stundum sagt fyrir um eldgos að sumu leyti en ekki öllu. Fimmtán mánuðum fyrir upphaf gossins byrjaði mikil skjálftavirkni á vestanverðum Reykjanesskaga og einnig sáust merki um kvikuinnskot, meðal annars með...
Er rangt að segja „eigðu góðan dag", og þá af hverju?
Orðasambandið Eigðu góðan dag er iðulega notað í kveðjuskyni, til dæmis í verslunum og öðrum þjónustufyrirtækjum. Þetta virðist ekki vera gamalt í málinu – elstu dæmi á timarit.is eru um 30 ára gömul. Næstum jafnlengi hefur verið amast við orðalaginu. Gísli Jónsson sagði til dæmis í þætti sínum um íslenskt mál í M...
Hvaða tré er best að gróðursetja í kringum strandblaksvöll svo boltinn fjúki ekki?
Hægt er að rækta upp skjólbelti í kringum strandblaksvelli, hvort sem þeir eru staðsettir við sjávarsíðuna eða inni í landi. Skjólbelti úr trjám og runnum eru hlýleg og falleg í umhverfinu og gegna því hlutverki að hægja vel á vindinum, oft er miðað við að holprósentan í skjólbeltum (það er hversu hátt hlutfall af...
Hvað er málþroskaröskun?
Einstaklingar greinast með málþroskaröskun (e. developmental language disorder, DLD) ef þeir eiga í erfiðleikum með að tileinka sér eigið tungumál án þekktra orsaka. Röskunin nær bæði til málskilnings og máltjáningar. Ef frávik í máli koma fram vegna þekktra orsaka eins og einhverfu eða greindarskerðingar er talað...
Hvað getið þið sagt mér um ofvita?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Getið þið sagt mér eitthvað um ofvita (e. savant) og komið með dæmi um nokkra slíka í heiminum? Merking orðsins „ofviti" í íslensku er ekkert alltof vel afmörkuð. Oftast er það þó notað um fólk sem býr yfir óvenju mikilli og áberandi þekkingu, yfirleitt á einhverjum tilte...
Hver er munurinn á ofnæmi og óþoli?
Skaðleg eða óæskileg áhrif af fæðu (e. adverse food reactions) hafa verið flokkuð í þrjá flokka: Áhrif miðluð af ónæmiskerfinu, áhrif óháð ónæmiskerfinu og eitranir.[1] (mynd 1). Fæðuofnæmi eru skaðleg eða óþægileg viðbrögð við fæðu, sem endurtaka sig aftur og aftur, ef viðkomandi fæðu er neytt, en koma ekk...
Ef engin mótefni mælast hjá þeim sem hafa fengið COVID-19, geta þeir þá smitast aftur?
Upprunalega spurningin var: Ef ekki mælast mótefni en þú ert búinn að fá COVID getur þú þá smitast aftur? Stutta og einfalda svarið er eftirfarandi: „mögulega en líklegast ekki, að minnsta kosti ekki á næstu mánuðum”. Áður en lengra er haldið er rétt að skoða hvað átt er við með endursýkingu. Talað er ...
Er það satt að maður fái mjó læri ef maður drekkur mikið te?
Þessari spurningu er auðsvarað með einföldu nei-i. Við fjöllum hér stuttlega um hagnýt atriði við stjórnun líkamsþyngdar til fróðleiks og síðan um hvernig misskilningurinn um te og mjó læri kann að vera til kominn. Þessar fínu frúr vita að stöðug tedrykkja minnkar ekki ummál læranna. Rétt mataræði og líkamsrækt...
Hverjar eru meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta?
Svarið er í stuttu máli: Engar - ef miðað er við alla tónlist mannkynsins. Reglur hafa orðið til og þróast um tónlist í ákveðnum samfélögum á tilteknum skeiðum. Einstök tónskáld eða hópar þeirra hafa sett sér reglur og tónskáld setja sér jafnvel reglur um einstök verk. En almennar reglur sem gildi um alla tónlist ...
Hvaðan koma atómin þegar lífrænar frumur skipta sér?
Þegar frumur skipta sér breytist fjöldi atóma ekki endilega, heldur skiptast þau milli nýju frumnanna tveggja. Hins vegar eru lifandi frumur sífellt að skiptast á efnum (atómum) og orku við umhverfi sitt. Þegar fruma vex og þyngist hefur hún einfaldlega tekið til sín meira efni úr umhverfinu en hún skilar aftur ti...
Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar? Hvað er hægt að gera til að auka líkurnar á henni?
Athyglisvert er að skoða viðhorf til fullnægingar og hvernig er litið á konuna sem ýmist óvirka eða virka samkvæmt þeim. Sigmund Freud taldi að til væri tvenns konar fullnæging hjá konum; annars vegar fullnæging í leggöngum og hins vegar snípörvun. Hann hélt því fram að fullnæging í leggöngum væri merki um kynsvör...
Hvernig finnið þið út fjarlægðirnar í geimnum?
Þetta er góð spurning og varðar grundvallaratriði í stjarnvísindum því að fjarlægð stjarna og vetrarbrauta skiptir að sjálfsögðu sköpum þegar menn meta mikilvæga eiginleika þeirra, svo sem raunverulega birtu. Í stuttu máli má segja að menn beiti mjög mismunandi aðferðum við þetta eftir því hver fjarlægðin er. Það ...
Hvar finnur maður helgan stein og hvernig sest maður í hann?
Maður byrjar á því að fá her manns til að stela öllu steini léttara. Þá eru aðeins eftir steinar og það sem er þaðan af þyngra en þó gæti legið fiskur undir steini á stöku stað. Helga eða heilaga steininn má síðan finna með því að berja höfðinu við steininn, það er að segja alla steinana þar til sá rétti finnst. R...