Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5551 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað getið þið sagt mér um mælieiningarnar pott og pela?

Pottur og peli eru gamlar mælieiningar, svonefndar lagareiningar sem voru notaðar til að mæla vökva. Annað orð yfir vökva er einmitt lögur, samanber til dæmis orðið sápulögur. Heiti mælieininganna var dregið af ílátunum sem menn notuðu til að mæla en aðrar lagareiningar voru til dæmis flaska og kútur, en einnig an...

category-iconHugvísindi

Eru til nákvæmar tölur yfir hvað Hitler drap marga til samans?

Nei, ekki í tugum. Giska verður á tölurnar í stórum dráttum. Þannig viðurkenna sagnfræðingar almennt að nasistar stóðu fyrir drápi á um 6 milljónum gyðinga. Einnig er talið að nasistar hafi látið drepa hátt í hálfa milljón sígauna. Dæmið verður erfiðara þegar kemur að þeim þjóðum sem nasistar drápu í stórum stíl s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er íslenska orðið yfir ADSL eða hvernig má þýða skammstöfunina?

Skammstöfunin ADSL stendur fyrir 'asymmetric digital subscriber line' sem merkir 'ósamhverf stafræn notendalína'. Útlenda skammstöfunin er notuð óbreytt í íslensku máli. ADSL er háhraða gagnaflutningsþjónusta sem nýtir hefðbundnar símalínur inn á Netið eða fyrirtækjanet. Með ADSL-þjónustu er notandinn sítengdur...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef maður hlypi stanslaust í sólarhring myndi þá líða yfir hann?

Afleiðingar þess að hlaupa í heilan sólarhring eru háðar líkamlegu ástandi hlauparans sem og aðstæðum við hlaupið. Illa þjálfuðum einstaklingi sem ofreyndi sig á hlaupum, jafnvel í skemmri tíma en á 24 klukkustundum, gæti vissulega orðið það um megn og hann fallið í yfirlið. Þess eru þó fjölmörg dæmi að hlauparar ...

category-iconHugvísindi

Hvað réðu Rómverjar yfir mörgum löndum þegar veldi þeirra var mest?

Rómaveldi var stærst snemma á annarri öld eftir Krist. Þá tilheyrði stærstur hluti Vestur-Evrópu eins og við þekkjum hana í dag veldi Rómverja, auk landsvæða í Litlu-Asíu og Norður-Afríku. Þetta sést best á korti. Kort af Rómaveldi.Smellið til að skoða stærri útgáfu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvenær...

category-iconLögfræði

Er það lögbrot að ganga yfir á götu á rauðu ljósi?

Í 12. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir meðal annars: Þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum má einungis ganga yfir akbraut þegar grænt ljós er fyrir umferð gangandi vegfarenda eða lögreglan gefur til kynna með merkjagjöf að umferð gangandi sé heimil. Það er því bannað með lögum að ganga...

category-iconVísindavefurinn

Í hvaða sæti var Vísindavefurinn yfir vinsælustu vefi landsins árið 2012?

Á vef Modernus má finna ýmsar tölulegar upplýsingar um þá vefi sem taka þátt í samræmdri vefmælingu. Vikulega birtir vefurinn lista yfir vinsælustu vefi landsins. Á vefnum má einnig finna árslista yfir vinsælustu vefi landsins. Listinn sýnir meðal annars meðaltalsfjölda notenda á viku og þar situr Vísindavefurinn ...

category-iconJarðvísindi

Hversu mikil gjóska myndaði landnámslagið og hve lengi stóð gosið yfir?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Landnámslagið finnst um allt land, misþykkt, en þó ansi þykkt. Hversu mikið af gjósku hefur þurft til að búa til þetta lag, hversu langt gos þarf til að spúa þessu út og hvaða áhrif myndi þannig gos hafa á daglegt líf á Íslandi á 21. öld? Á meðfylgjandi korti[1] sést útbreiðsla...

category-iconJarðvísindi

Eru Lakagígar enn virkir og gætu önnur móðuharðindi dunið yfir okkur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru Lakagígar enn virkir og hvenær geta þeir gosið næst? Eru einhverjar líkur á að móðuharðindin endurtaki sig? Til að svara því hvort Lakagígar séu enn virkir er gott að átta sig á einum þætti í eðli íslenskra eldstöðva. Á gosbeltunum á Íslandi liggja með nokkuð jöfnu mill...

category-iconHeimspeki

Er rangt að eiga peninga þegar vitað er að fólk sveltur í kringum okkur?

Upphaflega var spurt um tvennt: Hver eru mörk græðginnar, hvenær hefur maður nóg? Vitað er að fólk sveltur í kringum okkur, er þá rangt að eiga peninga? Hér er einungis svarað seinni spurningunni. Fyrst skulum við huga að því hvað það þýði að segja um athöfn að hún sé röng, eða aðgerðarleysi að það sé ran...

category-iconSálfræði

Hvernig skynjum við með húðinni?

Spyrjandi bætir við: Í hverju felst sálfræði húðskynjunar og eru einhverjir sérfræðingar hérna á Íslandi í þessari grein? Hvernig skilgreinir maður húðskynjun yfir höfuð? Flestum finnst húðskynjun vera það sjálfsögð að við veltum því ekki fyrir okkur hvernig lífið væri án hennar. Hvernig þætti okkur til dæmis ef...

category-iconSálfræði

Hvað fær menn til að nota ung börn kynferðislega?

Athugasemd ritstjórnar: Þetta svar fjallar sérstaklega um kynferðisafbrot sem beinast gegn börnum geranda. Fræðimenn sem rannsakað hafa kynferðislega misnotkun á börnum hafa meðal annars flokkað kynferðisafbrotamenn á þennan hátt: Gerandinn sem leitar eftir ástúð og hlýju Gerandinn þar sem allt snýst um kyn...

category-iconLæknisfræði

Hver var forngríski læknirinn Galenos og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Galenos frá Pergamon var forngrískur læknir og rithöfundur sem bar höfuð og herðar yfir aðra forna lækna. Líklega er einungis Hippókrates, sem nefndur er faðir læknisfræðinnar, frægari en Galenos meðal lækna fornaldar en þó hefur Galenos ef til vill reynst Hippókratesi áhrifameiri. Galenos fæddist árið 129 e.Kr...

category-iconLæknisfræði

Hvað er heilalömun?

Heilalömun (e. cerebral palsy) er hugtak sem nær yfir flokk taugafræðilegra kvilla sem koma fram við fæðingu eða snemma í bernsku og hafa varanleg áhrif á líkamshreyfingar og samhæfingu vöðva en versna ekki með tímanum. Þótt heilalömun hafi áhrif á hreyfingar vöðva stafar hún ekki af vandamálum í vöðvum eða taugum...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?

Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona: Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystras...

Fleiri niðurstöður