Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig skynjum við með húðinni?

Heiða María Sigurðardóttir

Spyrjandi bætir við:

Í hverju felst sálfræði húðskynjunar og eru einhverjir sérfræðingar hérna á Íslandi í þessari grein? Hvernig skilgreinir maður húðskynjun yfir höfuð?

Flestum finnst húðskynjun vera það sjálfsögð að við veltum því ekki fyrir okkur hvernig lífið væri án hennar. Hvernig þætti okkur til dæmis ef við fyndum ekki fyrir kossi á kinn, tækjum ekki eftir því þegar við værum kitluð eða þegar okkur klæjaði, fyndum hvorki mun á hita né kulda og brygðumst ekki við sársauka? Það yrði bæði tilbreytingarsnautt og hættulegt líf. Hvernig væri það til dæmis ef við kipptum ekki að okkur hendinni þegar við snertum heita eldavélarhellu, eða hlífðum ekki brotnum fæti? Húðskynjun er líklega eitt af mikilvægustu skilningarvitunum, og hún er einmitt viðfangsefni sálfræði húðskynjunar.

Eins og öll skynjunarsálfræði fjallar sálfræði húðskynjunar um skynfærin og túlkun heilans á þeim umhverfisáreitum sem honum berast, í þessu tilfelli snertingu, hita, kulda eða sársauka. Þótt nokkrir skynjunarsálfræðingar séu starfandi á Íslandi hefur enginn þeirra sérhæft sig í húðskynjun, allavega ekki enn sem komið er.

Það fyrsta sem fræðimenn innan þessa sviðs þurfa að kynna sér er hvernig skynfærin í húðinni starfa. Til eru nokkrar tegundir snertinema eða aflnema sem svara við þrýstingi, titringi og strekkingu húðar. Að auki eru tvenns konar varmanemar í húðinni (hitanemar og kuldanemar) og þrjár tegundir sársaukanema. Þeim sem vilja lesa meira um þetta efni er bent á svar sama höfundar við spurningunni Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið? og svar Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er snertiskyn?

Það næsta sem þarf að kanna er hvernig skynboðin berast heilanum og hvar heilinn vinnur úr þessum upplýsingum og breytir þeim í þau skynhrif sem við síðan finnum. Boð frá húðnemum berast til mænu og þaðan upp til heila. Húðskynjun, sérstaklega snertiskynjun, fer síðan aðallega fram í svokölluðum líkamsskynjunarberki (e. somatosensory cortex). Þeir hlutar líkamans sem mikilvægt er að séu næmastir fyrir snertingu (svo sem fingurgómar) taka hlutfallslega mesta plássið í heilanum, enda þarf öflugri úrvinnslutækni því nákvæmari sem skynjunin þarf að vera.


Snertikanínan er skynvilla í húðskynjun. Hægt er að fá fram sams konar skynvillu fyrir önnur skynfæri.

Það síðasta sem skynjunarsálfræðingar þurfa svo að gera er að komast að því hvernig og hvers vegna heilinn túlkar skynboðin á þann hátt sem hann gerir. Þetta er hægt að gera með því að skoða hvernig eðlileg húðskynjun fer fram, en einnig er hægt að komast að miklu með því að athuga hvað gerist þegar skynjunin fer að einhverju leyti úrskeiðis. Dæmi um þetta eru rannsóknir á svokölluðum draugalimum þar sem fólk sem missir útlim finnur fyrir honum jafnvel þótt hann vanti eins og útskýrt er nánar í þessu svari.

Einnig er löng hefð fyrir því að skynjunarsálfræðingar skoði svokallaðar skynvillur – rangtúlkanir heilans á raunverulegum áreitum í umhverfinu. Dæmi um skynvillu í húðskynjun er svokölluð snertikanína (e. cutaneous rabbit) sem lesendur geta sjálfir prófað á einhverju tilraunadýrinu heima hjá sér. Biðjið viljugan þátttakanda um að loka augunum og bankið svo létt á húðina á innanverðum handleggi hans með blýantsoddi (ekki of hvössum). Gerið þetta fjórum sinnum á hverjum stað, nokkuð hratt, og færið ykkur síðan um nokkra sentímetra upp eftir handleggnum. Spyrjið síðan viðkomandi hverju hann hafi fundið fyrir. Flestir segjast ekki skynja snertinguna eins og hún raunverulega var heldur lýsa henni sem nokkuð samfelldri hreyfingu upp handlegginn, rétt eins og agnarsmá kanína hoppi í átt að olnbogabótinni.

Ástæðan fyrir þessari, að því er virðist, undarlegu túlkun heilans er líklega sú sama og liggur að baki flestum skynvillum; þetta var einfaldlega besta ágiskunin um hvað gerðist í raun og veru. Í náttúrulegum aðstæðum væri mjög ólíklegt að einhver bankaði fjórum sinnum í mann á tilteknum stað, bankaði síðan fjórum sinnum á öðrum stað og svo framvegis. Miklu líklegra væri að eitthvert kvikindi skriði upp eftir manni, til dæmis kónguló eða fluga, og þetta er því það sem heilinn gerir ráð fyrir að hafi gerst.


Snertiviðmótið (e. haptic interface) til vinstri gerir daufblindum kleift að rata um umhverfi sitt. Tækið til hægri nemur fingrahreyfingar. Það líkist blásturshljóðfæri og gengur því undir nafninu OBOE eða óbó.

Þekkingu á húðskynjun er hægt að hagnýta á ýmsan hátt. Þekktasta dæmið er líklega blindraletur sem á erlendum málum heitir eftir manninum sem fann það upp, Louis Braille. Hvert tákn blindraleturs samanstendur af sex upphleyptum punktum og bilið á milli þeirra er mjög nálægt því að vera það minnsta sem fólk getur skynjað. Væru þeir nær hver öðrum gæti fólk ekki gert greinarmun á táknunum með einni snertingu. Við hönnunina tók Braille þannig tillit til skynnæmis fingurgómanna. Nútímavísindamenn hafa síðan byggt ofan á kerfi Brailles, til að mynda með tækjunum sem sjást hér fyrir ofan. Í framtíðinni eiga þau vonandi eftir að koma fötluðu fólki til góða og auka lífsgæði þess.

Heimildir, frekara lesefni og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

25.1.2006

Spyrjandi

Þórdís Hrund, f. 1989

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig skynjum við með húðinni?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5591.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 25. janúar). Hvernig skynjum við með húðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5591

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig skynjum við með húðinni?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5591>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig skynjum við með húðinni?
Spyrjandi bætir við:

Í hverju felst sálfræði húðskynjunar og eru einhverjir sérfræðingar hérna á Íslandi í þessari grein? Hvernig skilgreinir maður húðskynjun yfir höfuð?

Flestum finnst húðskynjun vera það sjálfsögð að við veltum því ekki fyrir okkur hvernig lífið væri án hennar. Hvernig þætti okkur til dæmis ef við fyndum ekki fyrir kossi á kinn, tækjum ekki eftir því þegar við værum kitluð eða þegar okkur klæjaði, fyndum hvorki mun á hita né kulda og brygðumst ekki við sársauka? Það yrði bæði tilbreytingarsnautt og hættulegt líf. Hvernig væri það til dæmis ef við kipptum ekki að okkur hendinni þegar við snertum heita eldavélarhellu, eða hlífðum ekki brotnum fæti? Húðskynjun er líklega eitt af mikilvægustu skilningarvitunum, og hún er einmitt viðfangsefni sálfræði húðskynjunar.

Eins og öll skynjunarsálfræði fjallar sálfræði húðskynjunar um skynfærin og túlkun heilans á þeim umhverfisáreitum sem honum berast, í þessu tilfelli snertingu, hita, kulda eða sársauka. Þótt nokkrir skynjunarsálfræðingar séu starfandi á Íslandi hefur enginn þeirra sérhæft sig í húðskynjun, allavega ekki enn sem komið er.

Það fyrsta sem fræðimenn innan þessa sviðs þurfa að kynna sér er hvernig skynfærin í húðinni starfa. Til eru nokkrar tegundir snertinema eða aflnema sem svara við þrýstingi, titringi og strekkingu húðar. Að auki eru tvenns konar varmanemar í húðinni (hitanemar og kuldanemar) og þrjár tegundir sársaukanema. Þeim sem vilja lesa meira um þetta efni er bent á svar sama höfundar við spurningunni Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið? og svar Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er snertiskyn?

Það næsta sem þarf að kanna er hvernig skynboðin berast heilanum og hvar heilinn vinnur úr þessum upplýsingum og breytir þeim í þau skynhrif sem við síðan finnum. Boð frá húðnemum berast til mænu og þaðan upp til heila. Húðskynjun, sérstaklega snertiskynjun, fer síðan aðallega fram í svokölluðum líkamsskynjunarberki (e. somatosensory cortex). Þeir hlutar líkamans sem mikilvægt er að séu næmastir fyrir snertingu (svo sem fingurgómar) taka hlutfallslega mesta plássið í heilanum, enda þarf öflugri úrvinnslutækni því nákvæmari sem skynjunin þarf að vera.


Snertikanínan er skynvilla í húðskynjun. Hægt er að fá fram sams konar skynvillu fyrir önnur skynfæri.

Það síðasta sem skynjunarsálfræðingar þurfa svo að gera er að komast að því hvernig og hvers vegna heilinn túlkar skynboðin á þann hátt sem hann gerir. Þetta er hægt að gera með því að skoða hvernig eðlileg húðskynjun fer fram, en einnig er hægt að komast að miklu með því að athuga hvað gerist þegar skynjunin fer að einhverju leyti úrskeiðis. Dæmi um þetta eru rannsóknir á svokölluðum draugalimum þar sem fólk sem missir útlim finnur fyrir honum jafnvel þótt hann vanti eins og útskýrt er nánar í þessu svari.

Einnig er löng hefð fyrir því að skynjunarsálfræðingar skoði svokallaðar skynvillur – rangtúlkanir heilans á raunverulegum áreitum í umhverfinu. Dæmi um skynvillu í húðskynjun er svokölluð snertikanína (e. cutaneous rabbit) sem lesendur geta sjálfir prófað á einhverju tilraunadýrinu heima hjá sér. Biðjið viljugan þátttakanda um að loka augunum og bankið svo létt á húðina á innanverðum handleggi hans með blýantsoddi (ekki of hvössum). Gerið þetta fjórum sinnum á hverjum stað, nokkuð hratt, og færið ykkur síðan um nokkra sentímetra upp eftir handleggnum. Spyrjið síðan viðkomandi hverju hann hafi fundið fyrir. Flestir segjast ekki skynja snertinguna eins og hún raunverulega var heldur lýsa henni sem nokkuð samfelldri hreyfingu upp handlegginn, rétt eins og agnarsmá kanína hoppi í átt að olnbogabótinni.

Ástæðan fyrir þessari, að því er virðist, undarlegu túlkun heilans er líklega sú sama og liggur að baki flestum skynvillum; þetta var einfaldlega besta ágiskunin um hvað gerðist í raun og veru. Í náttúrulegum aðstæðum væri mjög ólíklegt að einhver bankaði fjórum sinnum í mann á tilteknum stað, bankaði síðan fjórum sinnum á öðrum stað og svo framvegis. Miklu líklegra væri að eitthvert kvikindi skriði upp eftir manni, til dæmis kónguló eða fluga, og þetta er því það sem heilinn gerir ráð fyrir að hafi gerst.


Snertiviðmótið (e. haptic interface) til vinstri gerir daufblindum kleift að rata um umhverfi sitt. Tækið til hægri nemur fingrahreyfingar. Það líkist blásturshljóðfæri og gengur því undir nafninu OBOE eða óbó.

Þekkingu á húðskynjun er hægt að hagnýta á ýmsan hátt. Þekktasta dæmið er líklega blindraletur sem á erlendum málum heitir eftir manninum sem fann það upp, Louis Braille. Hvert tákn blindraleturs samanstendur af sex upphleyptum punktum og bilið á milli þeirra er mjög nálægt því að vera það minnsta sem fólk getur skynjað. Væru þeir nær hver öðrum gæti fólk ekki gert greinarmun á táknunum með einni snertingu. Við hönnunina tók Braille þannig tillit til skynnæmis fingurgómanna. Nútímavísindamenn hafa síðan byggt ofan á kerfi Brailles, til að mynda með tækjunum sem sjást hér fyrir ofan. Í framtíðinni eiga þau vonandi eftir að koma fötluðu fólki til góða og auka lífsgæði þess.

Heimildir, frekara lesefni og mynd

...