Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 596 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver fann upp stafrófið?

Stafrófið var ekki fundið upp í heilu lagi, heldur þróaðist það á mörgum öldum úr eldri gerðum skriftar. Eins og hellamálverk eru til vitnisburðar um, er hæfileiki manna til að teikna og mála myndir mörg þúsund ára gamall. Hugmyndin að láta ólíkar myndir eða tákn standa fyrir ólíka hluti, svo sem orð eða tölur, vi...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru hlutverk heilakönguls og heiladinguls?

Bæði heilaköngull og heiladingull eru innkirtlar og framleiða því hormón. Heilaköngull (e. pineal gland, lat. epiphysis) er lítið líffæri, um 1 cm á lengd, sem er í laginu eins og furuköngull. Það er staðsett rétt fyrir ofan miðheilann og fyrir framan litla heilann. Hlutverk heilaköngulsins er að mynda og seyt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér frá eitruðu sprettköngulónni og af hverju éta kvendýr hennar karlana eftir mökun?

Sprettkönguló (Latrodectus hasselti, e. redback spider) er baneitruð könguló af ættkvíslinni Latrodectus, en til þeirrar ættkvíslar telst líka hin alræmda svarta ekkja (Latrodectus mactans). Sprettköngulóin er einlend í Ástralíu en berst stundum með matvælum sem flutt eru þaðan til annarra landa. Sprettköngulói...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig lýsir botnlangabólga sér?

Botnlangabólga er algengasta orsök skurðaðgerða meðal vestrænna þjóða. Botnlangabólga er talin vera menningarsjúkdómur þar sem hún er óalgeng meðal íbúa þjóða sem búa við kröpp kjör. Allir geta fengið botnlangabólgu en hún er sjaldgæfari hjá börnum yngri en 2 ára og eldra fólki. Sjúkdómurinn er algengastur milli 2...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hreyfast sameindir hratt þegar þær eru í -10°, 0° og 10° hita?

Hraði sameinda er háður hita, massa sameinda sem og formi (ham) efnisins. Hraði sameinda eykst með hita en minnkar með massa. Sameindir í vökva- eða storkuham eru ætíð í grennd við aðrar sameindir (sjá mynd 1) og verða þá fyrir krafthrifum. Mynd 1. Á myndinni sést dæmigerð sameindabygging fastefnis til vinstri ...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður fyrst þyngdaraflið togar okkur niður? Eins og fram hefur komið í fleiri svörum um eld á Vísindavefnum þá er eldur í raun rafsegulbylgjur sem við nemum sem ljós og hita. Í eldinum leynast hins vegar bæði svonefnd hvarfefni og myn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er veira?

Veira (e. virus) er örvera sem inniheldur erfðaefni en getur þó ekki fjölgað sér sjálf. Hver gerð af veiru getur sýkt ákveðna lífveru og fjölgað sér innan fruma hennar. Veirur eru mjög sértækar með tilliti til hýsillífvera og geta oftast bara sýkt eina eða fáar tegundir, til dæmis bara menn eða nokkrar tegundir dý...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig geta krabbar andað bæði í sjó og á landi?

Í fullri lengd hljóðaði spurningin svona: Spurning mín er: Krabbar sem lifa í sjó og nærast á botninum í sínum heimkynnum veiðast stundum af slysni og koma úr sjó með öðrum afla. Sumar tegundir geta lifað jafnvel á 350 metra dýpi en aðrar tegundir krabba þrífast á þurru landi. Hvernig fer öndun þeirra fram? Hverni...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir fórust þegar Reykjaborginni var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu margir sjómenn fórust þegar Reykjaborgin var skotin niður í stríðinu og komust einhverjir lífs af? Reykjaborg RE 64 var sökkt þann 10. mars 1941 og var það fyrsta íslenska skipið sem hlaut þau örlög í seinni heimsstyrjöldinni. Reykjaborgin var stærsti togari Íslendi...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?

Spurningin er hluti af lengri spurningu sem hljóðar svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Við bendum lesendum á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? en sérstaklega þó svarið við ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig komst Adolf Hitler til valda?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað varð til þess að Hitler komst til valda? Þetta er ágætis spurning enda fróðlegt að skoða hvernig Þýskaland gat breyst úr lýðræðisríki í einræðisríki á innan við tveimur árum. Í svarinu verður stiklað á stóru en sagan er auðvitað mun flóknari. Nánast allir einræðisherrar...

category-iconHugvísindi

Hvað aðgreinir kaþólska trú frá lútherskri?

Túlka má muninn á kaþólskum sið og lútherskum svo að trú hins lútherska sé huglæg – ósýnileg – og undir honum einum komin en trú kaþólskra sé að nokkru hlutlæg – hún sést – er fólgin í réttum verkum. (Trúaður lútherskur maður vinnur þó rétt verk, en hann dæmist ekki af þeim og trú hans ræðst ekki af þeim.) Þetta e...

category-iconHugvísindi

Hvað er vitað um áróðursmálaráðherra ríkisstjórnar nasista, Paul Joseph Goebbels?

Joseph Goebbels (1897-1945) var einn nánasti samstarfsmaður Adolfs Hitlers á tímum þriðja ríkisins. Goebbels óx úr grasi ásamt fjórum systkinum við frekar kröpp kjör. Honum var þó gert kleift að ganga menntaveginn og að loknu stúdentsprófi árið 1917 lagði hann stund á heimspeki, sögu, þýsku og fornfræði við ýmsa þ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða aðferðir þekktust fyrr á öldum til að koma í veg fyrir þungun?

Löngu áður en núverandi hormónagetnaðarvarnir komu til sögunnar reyndi fólk að koma í veg fyrir barneign með ýmsu móti. Notaðar voru rofnar samfarir og ýmsar útgáfur af sæðisdrepandi efnum sem komið var fyrir í leggöngum konunnar. Einnig voru smokkar, hettur, lykkjur og ýmislegt fleira notað til getnaðarvarna. ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Fyrir hvaða rannsóknir voru Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2019 veitt?

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2019 voru veitt annars vegar fyrir rannsóknir sem snúa að heimsfræði og hins vegar fyrir mælingar á fjarreikistjörnum. Störf verðlaunahafanna eiga það sameiginlegt að auka skilning okkar á þróun alheimsins og sérstöðu jarðarinnar. Prófessor James E. Peebles fékk verðlaunin fyr...

Fleiri niðurstöður