Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3638 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær byrjuðu Íslendingar að tala um djús?

Orðið djús 'ávaxtasafi' á sér ekki ýkja langa sögu í íslensku. Elsta dæmið sem fundist hefur á prenti er úr Morgunblaðinu 1961 og orðið er líka í fyrstu útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 1963 sem bendir til að það hafi þá þegar verið orðið nokkuð algengt í daglegu tali. Lengi framan af virðist það sjaldgæft í ritmál...

category-iconHugvísindi

Hvað er saga?

Orðið saga er skylt sögninni segja og hefur upphaflega vísað til þess sem var sagt, óháð innihaldi þess. Leifar þeirrar merkingar höfum við í orðum eins og fiskisaga, sem er frekar frétt af fiskigöngu heldur en eiginleg saga. En strax í fornu máli norrænu var tekið að nota orðið sérstaklega í tveim merkingum sem s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni atviksorðsins alveg?

Atviksorðið alveg er meðal algengustu orða í íslensku, í Íslenskri orðtíðnibók (1991) er það til að mynda talið meðal 200 algengustu orðmynda málsins. Notkun þess og merking er nokkuð fjölbreytt eins og títt er um atviksorð en helstu afbrigðin eru þessi (dæmin eru sótt í nýleg dagblöð og vefsíður): 1. Notað með...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er orðið innviðir gamalt og hvernig hefur merking þess breyst í málinu?

Orðið innviðir heyrist og sést mjög oft um þessar mundir. Þetta er ekki nýtt orð – það kemur fyrir þegar í fornu máli og er þá eingöngu notað í bókstaflegri merkingu um tréverk í skipi, annað en ytra byrði. Síðar er einnig farið að nota orðið um hús – „Kirkjan að ytri súð og innviðum mjög lasleg og ágengileg“ segi...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er ritstuldur?

Erlend heiti um það sem við nefnum ritstuld eru dregin af latneskum stofni sem kemur fram í sögninni plagiare sem merkir bókstaflega að stela annarra manna þræl eða hneppa frjálsan mann í þrældóm. Á ensku er talað um 'plagiarism' og á frönsku 'plagiat' en þessi orð eru ekki eingöngu höfð um "stuld" eða misnotkun á...

category-iconLæknisfræði

Hvað er scotopic sensitivity syndrome?

Mjög deildar meiningar eru meðal fræðimanna um scotopic sensitivity syndrome eða SSS (því miður er höfundi ekki kunnugt um íslenskt heiti þessa ástands) og þá jafnvel um það hvort í raun sé um heilkenni að ræða. Sumum fræðimönnum finnst fáar rannsóknir hafa verið gerðar á heilkenninu og oft skorta á nákvæmni í aðf...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Lise Meitner og hvert var framlag hennar til eðlisfræðinnar?

Lise Meitner var meðal þekktustu kjarneðlisfræðinga heims á fyrri hluta 20. aldar. Þá voru breytingar á kjarna atómanna og efnaeiginleikar þeirra eitt mikilvægasta viðfangsefni eðlisfræðinga og efnafræðinga. Meitner fæddist í Vín 1878 og voru foreldrar hennar gyðingar, faðir hennar vel stæður lögfræðingur. Stú...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?

Þessari spurningu um skráningu erfðamengis mannsins var svarað af Guðmundi Eggertssyni á fyrsta starfsári Vísindavefsins, árið 2000. Síðan þá hefur ýmislegt gerst á sviði erfðavísindanna og því full ástæða til að svara spurningunni á nýjan leik. Eldra svarið stendur þó enn fyrir sínu, sjá: Hvað felst í því að skr...

category-iconBókmenntir og listir

Hafa fundist ný kvæði eftir forngrísku skáldkonuna Saffó?

Saffó frá Lesbos (6. öld f. Kr.) var eitt ástsælasta skáld forn-gríska menningarheimsins. Til voru níu víðlesnar bækur með kvæðum hennar sem Bókasafnið í Alexandríu bjó til útgáfu í fornöld. Þrátt fyrir þessar vinsældir hafa kvæðin varðveist afar illa til okkar tíma. Í heildarútgáfu kvæða Saffóar frá 19901 birtast...

category-iconMálvísindi: íslensk

Espresso, expresso, espressó, expressó eða þrýstikaffi, hvaða orð á eiginlega að nota á íslensku?

Heitið espresso á uppruna sinn á Ítalíu. Það merkir bókstaflega ‘það sem pressað er út’. Ítalska orðið er leitt af lýsingarhætti þátíðar í latínu, expressus (af sögninni exprimere ‘þrýsta út’). Það hefur borist um hinn vestræna heim í myndinni espresso. Þannig er það notað í Norðurlandamálum, þýsku og ensku svo dæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað kallast það sem fólk stingur bílbeltum í til þess að festa þau á sig?

Ekkert fast orð virðist notað um þetta stykki. Eina sem fram kom við fyrirspurn var bílbeltalæsing. Mynd: HB...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið þroskamat til í fleirtölu: Þroskamöt?

Það er út af fyrir sig hægt að setja þetta orð í fleirtölu og beygja mat eins og orðið gat. En það er meiri spurning hvort einhver þörf er á því -- og þar að auki má telja nokkuð víst að margir fella sig afar illa við það. Rétt er að hafa í huga að orðið mat hefur tvær aðalmerkingar, það er að segja "það að ...

category-iconSálfræði

Hvað er tákn með tali?

Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem notuð er til málörvunar og tjáskipta fyrir heyrandi fólk (aðallega börn) með málþroskaröskun. Tákn með tali byggir á líkamstjáningu og notkun tákna sem eru bæði náttúruleg og tilbúin. Táknin eru ávallt notuð samhliða tali og líkjast sum þeirra táknum úr táknmáli heyrnarlausr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Það hefur myndast togstreita á milli mín og mannsins mín, því ég nota orðið ristavél. Er orðið ekki til?

Spurningin frá Hlín hljóðaði svona í fullri lengd:Á mínu heimili hefur myndast smá togstreita á milli mín og mannsins míns en ég nota iðulega orðið ristavél en hann tekur það ekki gott og gilt og notar orðið brauðrist. Því spyr ég: Er orðið ristavél ekki til? Margir spyrjendur hafa spurt Vísindavefinn sambærilegra...

category-iconHugvísindi

Ég lenti í hörkurifrildi við vin minn vegna orðsins 'að fíla'. Getið þið sagt okkur hver sé uppruni þess og hvort það sé íslenskt?

Sögnin að fíla er merkt sem slangur í Íslenskri orðabók (2002:331). Um slangur má lesa nánar í svari við spurningunni Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum? Merking sagnarinnar að fíla er sögð ‘hafa dálæti á, kunna vel við sig’. Elstu dæmi í ritmálssafni frá lokum 19. aldar sýna að sögnin er fengin að l...

Fleiri niðurstöður