Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9751 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?

Jarðolía (einnig nefnd hráolía) er unnin úr jörðinni og inniheldur hún fjölmörg mismunandi vetniskolefni (e. hydrocarbons). Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu eru meginafurðirnar sem unnar eru úr jarðolíu. Afurðir eins og parafínvax (kertavax), asfalt, smurefni og tjara falla til v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skónef eða á ensku shoebill?

Skónefur (Balaeniceps rex) þykir afar forn í útliti og hafa flokkunarfræðingar lengi verið í vafa um hvar eigi að staðsetja hann í flokkunartrénu. Lengi vel var hann talinn skyldur storkum (Ciconiiformes) en nýlegar líffæra- og lífefnafræðilegar samanburðarrannsóknir sýna að hann er í raun skyldastur pelíkönum (Pe...

category-iconHugvísindi

Af hverju varð Hollywood miðstöð kvikmyndabransans í heiminum?

Þetta eru í raun tvær spurningar. Í fyrsta lagi, hvers vegna urðu Hollywood og Kalifornía miðja bandarísks kvikmyndaiðnar? Og í öðru lagi, hvers vegna varð bandarísk kvikmyndagerð ráðandi í heiminum? Fyrsta miðstöð bandaríska kvikmyndaiðnaðarins var New York auk þess sem nokkur stór framleiðslufyrirtæki áttu s...

category-iconLífvísindi: almennt

Í hvaða landi eru flest tré?

Skóglendi þekur um 30% af þurrlendi jarðar. Samkvæmt niðurstöðum viðamikils verkefnis sem fólst í að kortleggja þéttleika skóga í heiminum og meta fjölda trjáa er talið að heildarfjöldi trjáa á jörðinni séu um 3,04 billjónir. Áætlað er að í heiminum séu um 3,04 billjónir trjáa, þar af rúmlega 20% í Rússlandi þa...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru kólfsveppir og hvernig er lífsferill þeirra?

Kólfsveppir (Basidiomycota) eru ein fjögurra fylkinga sveppa sem tilheyra svepparíkinu (Fungi). Hinar fylkingarnar eru kytrusveppir (Chytridiomycota), oksveppir (Zygomycota) og asksveppir (Ascomycota). Að auki eru vankynssveppir (anamorphic eða mitosporic fungi) en þeir mynda gró með venjulegri skiptingu en ekki ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru eiginlega veruleikaþættir?

Hugtakið raunveruleikasjónvarpsþáttur er tiltölulega nýtt af nálinni og hefur einkum verið notað seinustu tíu árin. Það er haft um sjónvarpsþætti þar sem „venjulegt fólk“ er sett í tilteknar kringumstæður og látið takast á við þær án handrits. Grundvallarflokkar veruleikaþátta eru tveir: þættir sem snúast um keppn...

category-iconHugvísindi

Hvenær fóru menn að nota orðið verðbólga á íslensku?

Orðið verðbólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf á undanförnum áratugum. Þetta hagfræðilega fyrirbæri, sem þykir hafa einkennt íslenskt efnahagsástand á löngum köflum, hafði fremur hægt um sig um skeið en hefur heldur betur náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Einfö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til lýsing á gosinu í Eyjafjallajökli 1612?

Snemma á 17. öld kom tékkneskur ferðamaður, Daniel Vetter, til Íslands. Hann ritaði frásögn um ferð sína (sjá tilvitnun að neðan). Þar má finna ýmsan fróðleik um landið. Sumt er með nokkrum ólíkindum en annað mjög upplýsandi. Nákvæmt ártal heimsóknarinnar virðist fara eitthvað milli mála. Hér er engin afstaða t...

category-iconBókmenntir og listir

Getið þið sagt mér hvað barokktónlist er?

Hér er einnig svarað spurningu Hugrúnar Jónsdóttur (f. 1989): Hvað einkenndi barokktímabilið í sögu tónlistarinnar? Barokktónlist er tónlist sem samin er á svokölluðu barokktímabili, eða um 1600-1750. Stundum er tímabilinu skipt í þrennt og er þá talað um frumbarokk (um 1600-1650), miðbarokk (1650-1700) og síðba...

category-iconJarðvísindi

Hvað er súpereldgos?

Hér er einnig svarað spurningunum:Getur risaeldgos orðið að veruleika? Ef svo er hverjar eru líkurnar? Gæti orðið ofureldgos á Íslandi? Hvað er VEI-flokkun (þetta hefur eitthvað með jarðfræði að gera)? Eldgosum er skipt í nokkra flokka. Flestir sem eitthvað hafa lesið sér til um eldgos kannast við nöfn eins og ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig líta regnskógar út?

Regnskógar myndast á stöðum þar sem úrkoma er mikil og stöðug (1700 - 4000 mm á ári) og meðalárshiti venjulega í kringum 24°C. Þar er loftraki mjög mikill eða um 80% að meðaltali, loftslagssveiflur afar litlar og hiti og úrkoma jöfn yfir árið. Helstu regnskógasvæði heims er að finna í hitabeltinu. Þau eru: ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig stendur á því að hlutföllin á atlaskorti eru röng en rétt á hnetti?

Ástæðan fyrir því að hnattlíkan gefur nokkuð rétta mynd af yfirborði jarðar en landakort af heiminum ekki, er sú að hnattlíkan er í raun smækkuð mynd af jörðinni þar sem einungis mælikvarðanum hefur verið breytt en löguninni haldið. Á landakortinu er hins vegar búið að fletja hnöttinn út, en það er ekki hægt að ge...

category-iconHagfræði

Hvað á Krugman við þegar hann segir í nýlegri grein að 'það að festa gengi krónunnar við gengi evru hefði ekki hjálpað við að draga úr skuldavandanum og hefði valdið mun meira atvinnuleysi'?

Krugman á líklega við að gengisfelling krónunnar hafi viðhaldið tekjum íslenskra heimila betur, miðað við skuldabyrði þeirra, heldur en ef krónan hefði verið á fastgengi við evruna. Gengisfelling krónunnar hafi þannig stuðlað að því að hægt var að koma í veg fyrir skuldahjöðnun og enn meiri efnahagsvanda á Íslandi...

category-iconStærðfræði

Hver er Terence Tao og hvert er hans framlag til stærðfræðinnar?

Terence Tao er ástralskur stærðfræðingur. Tao er undrabarn í stærðfræði, hann keppti í alþjóðlegum stærðfræðikeppnum aðeins tíu ára gamall, lauk doktorsprófi tvítugur og var 24 ára þegar hann varð prófessor við UCLA-háskólann. Tao hlaut hin virtu Fields-verðlaun 31 árs. Sú stærðfræðiniðurstaða sem hann er einna þe...

category-iconEfnafræði

Hvað er eimað vatn?

Íslenska kranavatnið þykir mjög hreint og algjör óþarfi er að sjóða það áður en það er drukkið. Þetta vatn er þó sjaldan notað í tilraunir og við mælingar á rannsóknarstofum enda geta þá jafnvel minnstu óhreinindi í vatninu valdið vandræðum. Á rannsóknarstofum er þess vegna yfirleitt notað eimað vatn (e. distille...

Fleiri niðurstöður