Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 894 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um fisk sem kallast vogmær?

Vogmær (Trachipterus arcticus) er af vogmeyjarætt (Trachipteridae). Ættin telur tíu tegundir og finnst ein af þeim hér við land, vogmærin. Fiskar af þessari ætt eru mjög langvaxnir og þunnvaxnir og hafa langan bakugga. Aðrir uggar eru annað hvort afar litlir eða ekki til staðar. Vogmær sem skipverjar á Báru SH v...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða tilgangi gegnir harði diskurinn?

Harði diskur tölvunnar er gagnageymsla sem tilheyrir ytra minni hennar. Ytra minni hefur þann tilgang að geyma gögn, hvort sem það eru forrit eða aðrar skrár, og varðveita þau eftir að slökkt hefur verið a tölvunni. Jafnframt er harði diskurinn notaður sem vinnsluminni þegar innra minni tölvunnar er ekki nægilegt....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig kemur maður hugmynd að tölvuleik á framfæri?

Fyrir nokkrum áratugum var leikjagerð tiltölulega einföld. Oft sá einn aðili um alla þætti framleiðslunnar: Hönnun, forritun, grafík og hljóð. Nú til dags er framleiðsluferli tölvuleikja töluvert frábrugðið. Á bak við hvern útkominn leik liggur oft á tíðum vinna hundruða, ef ekki þúsunda, manna og algengt er að ko...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til þumalputtaregla sem segir til um hraða bifreiðar miðað við lengd bremsufara?

Svarið er já, þessi regla er til og hún er svona: v2 = 254 * μ * d Hér er v hraði bílsins í kílómetrum á klukkustund (km/h) og v2 er þessi hraði margfaldaður með sjálfum sér; d er lengd hemlafara í metrum og μ (mu) er svokallaður núningsstuðull. Stuðullinn lýsir núningskraftinum milli bíls og undirlags...

category-iconÞjóðfræði

Hvað getið þið sagt mér um drauginn Kampholtsmóra?

Kampholtsmóri hét upphaflega Skerflóðsmóri. Sagt er að nokkru eftir Skaftárelda hafi Eiríkur bóndi á Borg í Hraunshverfi á Eyrarbakka úthýst dreng nokkrum austan úr Skaftafellssýslu. Hann fannst svo drukknaður í tjörn þeirri skammt frá Borg sem heitir Skerflóð. Drengurinn fylgdi síðan Eiríki bónda og sonardætrum h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er betra að vaska upp úr heitu vatni en köldu?

Grundvallarsvarið við þessari spurningu kemur í raun fram í stuttu svari við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? en þar segir meðal annars þetta:Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda, til dæmis sameinda, frumeinda eða rafeinda. Því meiri sem hraðinn og hreyfiorka...

category-iconVísindafréttir

Tímamótaritgerðir Einsteins á íslensku

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu og fyrrverandi ritstjóri Vísindavefsins, hefur hlotið styrk úr Almanakssjóði til að vinna að útgáfu á bókinni Efni og eindir, ljós og skammtar, með þýðingu á ritgerðum eftir Albert Einstein frá árinu 1905 ásamt inngangsorðum og öðru stoðefni fyrir almen...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er himinninn blár á Mars?

Á Mars er örþunnur lofthjúpur sem er að mestu leyti úr koltvíildi (95%, einnig kallað koldíoxíð og koltvísýringur), nitri (2,7%, einnig kallað köfnunarefni) og argoni (1,6%) en auk þess finnast önnur efni í minna magni. Vísbendingar um fljótandi vatn á yfirborðinu benda til þess að lofthjúpurinn hafi eitt sinn ver...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju deyja fuglar ekki þegar þeir setjast á rafmagnslínur?

Um rafmagnslínur eða háspennulínur flæðir mikill rafstraumur með hárri spennu. Spennumunur á milli rafmagnslínunnar og jarðar er þannig mjög mikill en vegna þess leitar rafstraumurinn niður í jörð. Margir hafa eflaust lent í því að snerta rafmagnsgirðingu og fá straum. Þar sem manneskjan sem snerti rafmag...

category-iconUnga fólkið svarar

Hefur einhver maður farið til Satúrnusar?

Menn hafa skoðað Satúrnus ýtarlega gegnum sjónauka, auk þess sem fjögur geimför hafa skoðað reikistjörnuna. Pioneer 11 heimsótti Satúrnus árið 1979. Árið 1980 kom Voyager 1 að Satúrnusi og ári síðar var komið að Voyager 2. Geimfarið Cassini-Huygens komst á braut um Satúrnus árið 2004. Það er enn að og nú hefur ver...

category-iconSálfræði

Af hverju hugsa strákar bara með klofinu?

Það er stundum haft á orði að strákar hugsi með klofinu. Þetta ber þó vitanlega ekki að skilja bókstaflega enda hugsum við öll með heilanum. Hér er átt við að karlmenn hafi meiri áhuga á kynlífi en konur. Spurningin snýst þess vegna í grunninn um það af hverju strákar og stelpur hugsi ekki eins. Kannski mundu m...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju hafa ekki verið nein norðurljós í vetur?

Norðurljósin eru síbreytileg, alveg eins og veðrið. Þau eiga rætur sínar að rekja til sólarinnar en virkni á yfirborði hennar ræður því hvort norðurljósin láti á sér kræla. Frá sólinni streyma hlaðnar agnir sem komast inn í lofthjúpinn við norður- og suðurpól jarðar. Þessar agnir víxlverka við agnir í lofthjúpnum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyr loðna eftir hrygningu eins og á við um laxinn?

Já það er rétt að nær öll loðna drepst að hrygningu lokinni. Helstu hrygningarsvæði loðnunnar hér við land eru með suður- og vesturströndinni, allt frá Hornafirði að Ísafjarðardjúpi. Hrygningin hefst í febrúar og stendur fram í apríl og maí en dæmi er um hrygningu hjá loðnunni eitthvað inn í sumarmánuðina. Loðn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er Jón oft kallaður Nonni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er einhver ástæða fyrir því að Jón er oft breytt yfir í Nonni? Eða er það bara útaf og engin sérstök ástæða Stuttnefnið Nonni hefur verið notað lengi um mann sem heitir Jón. Erfitt er að segja hversu lengi en að minnsta kosti virðist það hafa verið vel þekkt alla 19. öldina. Jó...

Fleiri niðurstöður