Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 674 svör fundust
Hvaða gildi hafa dagdraumar?
Dagdraumar eru hluti af hugsanaflæði okkar í vöku. Fræðimenn hafa komist að því að dagdraumar eru mestir á unglingsárunum en eftir því sem fólk eldist dregur úr dagdraumum þess. Á gamals aldri eru kynferðislegir dagdraumar og hetjudraumar afar fátíðir. Þegar fólk er upptekið af krefjandi verkefnum gefast fá tækifæ...
Hvað merkir 'pæling' og 'að pæla'?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan eru orðið pæling og sögnin að pæla upprunnin og hvenær koma þessi orð fyrst fram í íslenskri tungu? Hafa þau alltaf haft sömu merkingu? Sögnin að pæla hefur tvær aðalmerkingar í íslensku. Annars vegar er hún notuð um að stinga mold upp með pál eða skóflu en páll er s...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í febrúar 2013?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör febrúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Hver er elsta rúnarista sem hefur fundist á Íslandi? Hvernig verða frumeindir til? Eru til rök fyrir því að ég sé ekki sveppur? Hvernig og hvenær urðu vísindi til? Af hverju var bannað að borða hrossa...
Hversu löng er drykklöng stund?
Spurninin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan er "drykklöng stund" upprunnin og hversu löng er raunverulega drykklöng stund? Orðið drykklangur í drykklöng stund, drykklangur tími er samsett úr drykkur og lýsingarorðinu langur og segir í raun ekkert hvernig orðið er hugsað og hver tímalengdin er. Elstu he...
Hver er uppruni orðsins krakki?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 18. öld og orðið finnst einnig í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.) sem hann safnaði til á árunum 1734 og fram að því er hann lést 1779. Eldra dæmi er þó í orðabók Guðmundar Andréssonar sem út kom fyrst 1683 en var endurút...
Eru eddukvæði áreiðanlegri heimild um heiðinn sið en Snorra-Edda?
Eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði? eru íslensk rit frá 13. og 14. öld, aðallega eddukvæðin og Edda Snorra Sturlusonar, helstu ritheimildir um norræna goðafræði. Löngum hefur verið litið til eddukvæðanna sem nær hinum heiðna uppruna en Snorra-Edda og...
Eru kynþættir ekki til?
Upphaflega spurningin var svona:Er rétt að allir kynþættir séu eins?Rannsóknir hafa sýnt að meðalmunur á erfðaefni manna er 0,075%. Ef tveir einstaklingar eru valdir af handahófi úr mannkyninu þýðir það að 99,925% af erfðaefni þeirra er að meðaltali eins. Samanborið við flestar aðrar spendýrategundir er maðurinn (...
Hver er munurinn á Rússlandi og Hvíta-Rússlandi?
Rússland er langstærsta land heims, um 17.098.000 km2 eða nær tvöfalt stærra en Kanada sem kemur þar á eftir. Landið er þó aðeins í áttunda sæti yfir fjölmennustu ríki heims með rúmlega 143 milljónir íbúa. Stærsti hluti Rússlands tilheyrir Norður-Asíu en svæðið vestan Úralfjalla tilheyrir Evrópu eins og lesa má um...
Er það rétt í Da Vinci lyklinum að á kirkjuþingi hafi verið kosið um hvort Jesús væri dauðlegur maður eða heilagur?
Það er rétt að árið 325 var haldið kirkjuþing í bænum Níkeu í Litlu-Asíu sem kallað var saman til þess að kveða niður deilur í kirkjunni um samband Jesú og Guðs. Hins vegar er það ekki rétt sem fram kemur í bókinni um Da Vinci lykilinn að fram að þeim tíma hafi „fylgismenn Jesú litið svo á að hann væri dauðlegur s...
Hvað er franska upplýsingin?
Þegar rætt er um frönsku upplýsinguna er vísað í tímabil á átjándu öld og líf og skriftir hóps franskra menntamanna á þessum tíma. Spurningin um hvað franska upplýsingin fól í sér er hins vegar flóknari og í raun ómögulegt að svara í stuttu máli. Það má með nokkrum sanni halda því fram að hún sé eitt mest rannsaka...
Hvað eru fordómar?
Orðið fordómar er nokkuð gagnsætt orð í íslensku. Fordómar eru þeir dómar sem við fellum án þess að hugsunin fái að gerjast eða þegar aðeins ein hlið máls hefur verið skoðuð. Fordómar eru oft skilgreindir sem andstæða gagnrýninnar hugsunar. Oft er talað um fordóma samhliða mismunun en bann við hinu síðarnefnda er ...
Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?
Gríska goðið Hades var sonur risanna Krónosar og Rheu. Bræður hans voru Seifur og Pósedon, og saman deildu þeir heiminum á milli sín. Seifur ríkti yfir himninum, Pósedon var guð hafsins en Hades guð undirheima og dauða. Hjá Rómverjum gekk Hades undir nafninu Plútó. Kona Hadesar var Persefóna, dóttir systkinann...
Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?
Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort dagle...
Hvað borðaði Jesús fyrst ekki voru til pitsur og hamborgarar?
Við getum verið nokkuð viss um að Jesús borðaði ekki pitsur, allavega ekki eins og þær sem við þekkjum í dag með sósu úr tómötum og osti ofan á og kannski einhverju öðru áleggi. Þannig pitsur komu líklega ekki til sögunnar fyrr en á 18. öld eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvaðan kemur pitsan? Hins vega...
Hver var Magnus Olsen og hvert var framlag hans til norrænna fræða?
Magnus Bernhard Olsen var fæddur 28. nóvember 1878 í Arendal á Austur-Ögðum í Noregi, sonur kaupmanns þar og eiginkonu hans. Magnús ólst upp í Arendal, tók stúdentspróf 1896 og lagði síðan stund á fílólógíu (málfræði og bókmenntir) við háskólann í Kristíaníu (nú Ósló) og las latínu, grísku, þýsku og norsku. Hann l...