Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 984 svör fundust

category-iconEfnafræði

Get ég notað vetni sem brennsluefni á útigrillið mitt?

Própangas er algengasta brennsluefni fyrir útigrill í heiminum en metangas (jarðgas) er lítillega notað. Ekki er hægt að nota vetni á útigrill sem gerð eru fyrir própangas (Agagas, Gasol, Kosanga, Primus) eða metangas. Ástæðan er sú að í grillum og eldavélum eru brennarar sem eru hannaðir með tilliti til þess efni...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað heitir sólkerfið og vetrarbrautin okkar?

Stjörnur (sólstjörnur) eru sjálflýsandi gashnettir í geimnum sem framleiða orku með kjarnasamruna vetnis í helín á einhverju stigi æviskeiðs síns. Reikistjörnur eru hnettir sem snúast í kringum sólstjörnur. Reikistjörnur geta verið mjög bjartar ásýndum þrátt fyrir að þær geisli í raun ekki eigin ljósi heldur endur...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru örverur?

Örverur (e. microbes, microorganism) eru ekki vel skilgreint líffræðilegt hugtak heldur safnheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum. Þetta geta verið einfrumungar, hvort sem er heilkjarna eða dreifkjarna, en einnig smásæir fjölfrumungar. Fræðigreinin sem fjallar um þessar lífve...

category-iconHagfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Lára Jóhannsdóttir rannsakað?

Fyrirtæki skipta lykilmáli við að skapa þann auð sem velferð samfélagsins byggir á. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin jákvæð og neikvæð áhrif á samfélag og umhverfi. Þau framleiða vörur og veita þjónustu, greiða skatta, skapa störf, gefa til góðgerðarmála og svo framvegis. Dæmi um neikvæð áhrif eru umhve...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Ævar Oddsson stundað?

Guðmundur Oddsson er dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa að stéttaskiptingu, frávikshegðun og félagslegu taumhaldi. Doktorsrannsókn Guðmundar skoðar breytingar á hugmyndum Íslendinga um stéttaskiptingu samfara örum þjóðfélagsbreytingum. Rannsóknin byggir á greiningu...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Margrét Sigrún Sigurðardóttir stundað?

Margrét Sigrún Sigurðardóttir er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar fjallar um skipulag breska tónlistariðnaðarins en tónlistariðnaðurinn og skapandi greinar almennt hafa verið viðfangsefni Margrétar frá því hún skrifaði um Smekkleysu í meistararitgerð sinni við viðskiptafræðidei...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Annadís Gréta Rúdólfsdóttir rannsakað?

Annadís Gréta Rúdólfsdóttir er dósent í aðferðafræði rannsókna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bakgrunnur hennar er í félagssálfræði en rannsóknarverkefni hennar hafa einkum snúið að menningarlegum og félagslegum birtingarmyndum kyngervis og áhrifum þeirra á reynsluheim og sjálfsskilning einstaklinga. Hún h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit?

Stutta svarið við þessari spurningu getur verið bæði já eða nei. Langa svarið krefst meiri útskýringa. Í fyrsta lagi eru fóður- og næringarþarfir hesta ekki alltaf þær sömu. Margt hefur þar áhrif, svo sem hlutverk hestsins, hvort um er að ræða ungt hross í vexti, fylfulla hryssu, mjólkandi hryssu, stóðhest eða ...

category-iconLögfræði

Hvað er Code civil í frönskum lögum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hæ getur einhver sagt mér frá Code civil í Frakklandi á sínum tíma. Ég hef mikinn áhuga en virðist ekki finna neitt nema á frönsku og ensku og á erfitt með að skilja það. Áður en Napóleon Bónaparte varð keisari Frakklands (1804-1815) gegndi hann stöðu fyrsta konsúls fra...

category-iconHagfræði

Hvernig fer danski seðlabankinn að því að láta dönsku krónuna fylgja gengi evrunnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig framkvæmir danski seðlabankinn það frá degi til dags að halda krónunni (DKK) fasttengdri við evruna? Þótt Danir séu í Evrópusambandinu hafa þeir ekki tekið upp evruna að öllu leyti. Þeir hafa í þess stað fest gengi dönsku krónunnar við gengi evrunnar. Nánar til...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig eru plánetur og reikistjörnur skilgreindar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, ...

category-iconHugvísindi

Hver var Sir Isaac Newton?

Sir Isaac Newton (1642-1727) var breskur vísindamaður sem er talinn frumkvöðull í eðlisfræði nýaldar og hann er án vafa einn mesti hugsuður mannkynssögunnar. Ísak fæddist í Woolsthorpe á Mið-Englandi á jóladag árið 1642, en faðir hans var þá látinn. Móðir hans giftist aftur nokkrum árum síðar, manni að nafni Barna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að ferðast aftur í tímann?

Að ferðast fram í tímann er litlum vandkvæðum bundið, um þess háttar ferðalög er til að mynda hægt að lesa um í svari sama höfundar við spurningunni Er hægt að ferðast fram í tímann? Það er hins vegar miklu stærra vandamál að komast til baka og ekki er víst að tímaferðalög til fortíðarinnar séu yfirleitt möguleg. ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju setti Nikulás Kópernikus fram nýja heimsmynd?

Einhver forvitnilegasta spurningin sem saga Kópernikusar vekur er um það hvað honum gekk til að vilja setja fram nýja heimsmynd. Hefðbundin söguskoðun gefur vitaskuld það einfalda svar að þarna hafi blátt áfram verið um að ræða einarða sannleiksást og vísindalega snilli. Ýmsir fræðimenn síðari ára hafa þó viljað s...

category-iconMannfræði

Hver var Margaret Mead og hvert var hennar framlag til mannfræðinnar?

Margaret Mead sem með sanni má kalla eina af mæðrum mannfræðinnar, fæddist 16. desember 1901 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, elst fjögurra systkina. Móðirin var félagsfræðingur að mennt og faðirinn prófessor í hagfræði við háskólann í Pennsylvaníu. Mead lauk meistaraprófi í sálfræði frá Barnard College og stundaði d...

Fleiri niðurstöður