Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Annadís Gréta Rúdólfsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Annadís Gréta Rúdólfsdóttir er dósent í aðferðafræði rannsókna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bakgrunnur hennar er í félagssálfræði en rannsóknarverkefni hennar hafa einkum snúið að menningarlegum og félagslegum birtingarmyndum kyngervis og áhrifum þeirra á reynsluheim og sjálfsskilning einstaklinga. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra, birt bókakafla og ýmsar greinar í alþjóðlegum ritrýndum fræðitímaritum á borð við Feminism and Psychology og Journal of Applied and Community Social Psychology.

Annadís hefur í rannsóknum sínum meðal annars skoðað kynjaðar myndir sjálfsins í minningargreinum og viðtölum og þær kynslóðabreytingar sem urðu í afstöðunni til sjálfsins á síðustu öld. Hún byggir þar meðal annars á hugmyndum Foucault um tengsl þekkingar og valds og greinir hvernig orðræður samfélagsins móta skilning einstaklingsins á eigin sjálfi, draumum og þrám. Hún hefur einnig greint hugmyndir um móðurhlutverkið bæði eins og þær birtast í ráðandi orðræðum samfélagsins en einnig hvernig þær hafa mótað lífshlaup kvenna og möguleika. Í rannsóknum sínum á kvenleikanum og móðurhlutverkinu leggur hún áherslu á að líf og tækifæri kvenna markast ekki bara af kyni þeirra heldur einnig félagslegri stöðu á borð við stétt.

Rannsóknarverkefni Önnudísar hafa einkum snúið að menningarlegum og félagslegum birtingarmyndum kyngervis og áhrifum þeirra á reynsluheim og sjálfsskilning einstaklinga.

Meðal nýlegra rannsókna Önnudísar má nefna greiningu á umfjöllun um #freethenipple-hreyfinguna í stafrænum miðlum (ásamt Ástu Jóhannsdóttur) og hún er ásamt Gyðu Margréti Pétursdóttir dósent á Félagsvísindasviði að greina #metoo sögurnar og þær hugmyndir sem þar koma fram um feðraveldið. Annadís hyggur á frekari rannsóknir á móðurhlutverkinu og eru þær hluti af stærra rannsóknateymi á Menntavísindasviði. Hún er einnig forstöðukona Rannsóknastofu um jafnrétti, kyngervi og menntun (RannKYN) og leiðir þar hóp rannsakenda sem hafa hug á að skoða kynjaða menningu í leik, grunn- og gagnfræðaskóla.

Annadís fæddist í Reykjavík árið 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984 og BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1987. Hún fór í framhaldsnám til Bretlands og lauk meistaraprófi í félagssálfræði frá London School of Economics and Political Science (LSE) árið 1990 og doktorsnámi frá sama skóla 1997. Annadís var með tímabundna lektorsstöðu við LSE 1999-2000 en tók síðan við lektorsstöðu við University of the West of England. Annadís hóf störf við Háskóla Íslands 2009 og tók þátt í að móta starf Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna þar til hún fékk akademíska stöðu við Menntavísindasvið árið 2015.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

11.6.2018

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Annadís Gréta Rúdólfsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75942.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 11. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Annadís Gréta Rúdólfsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75942

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Annadís Gréta Rúdólfsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75942>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Annadís Gréta Rúdólfsdóttir rannsakað?
Annadís Gréta Rúdólfsdóttir er dósent í aðferðafræði rannsókna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bakgrunnur hennar er í félagssálfræði en rannsóknarverkefni hennar hafa einkum snúið að menningarlegum og félagslegum birtingarmyndum kyngervis og áhrifum þeirra á reynsluheim og sjálfsskilning einstaklinga. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra, birt bókakafla og ýmsar greinar í alþjóðlegum ritrýndum fræðitímaritum á borð við Feminism and Psychology og Journal of Applied and Community Social Psychology.

Annadís hefur í rannsóknum sínum meðal annars skoðað kynjaðar myndir sjálfsins í minningargreinum og viðtölum og þær kynslóðabreytingar sem urðu í afstöðunni til sjálfsins á síðustu öld. Hún byggir þar meðal annars á hugmyndum Foucault um tengsl þekkingar og valds og greinir hvernig orðræður samfélagsins móta skilning einstaklingsins á eigin sjálfi, draumum og þrám. Hún hefur einnig greint hugmyndir um móðurhlutverkið bæði eins og þær birtast í ráðandi orðræðum samfélagsins en einnig hvernig þær hafa mótað lífshlaup kvenna og möguleika. Í rannsóknum sínum á kvenleikanum og móðurhlutverkinu leggur hún áherslu á að líf og tækifæri kvenna markast ekki bara af kyni þeirra heldur einnig félagslegri stöðu á borð við stétt.

Rannsóknarverkefni Önnudísar hafa einkum snúið að menningarlegum og félagslegum birtingarmyndum kyngervis og áhrifum þeirra á reynsluheim og sjálfsskilning einstaklinga.

Meðal nýlegra rannsókna Önnudísar má nefna greiningu á umfjöllun um #freethenipple-hreyfinguna í stafrænum miðlum (ásamt Ástu Jóhannsdóttur) og hún er ásamt Gyðu Margréti Pétursdóttir dósent á Félagsvísindasviði að greina #metoo sögurnar og þær hugmyndir sem þar koma fram um feðraveldið. Annadís hyggur á frekari rannsóknir á móðurhlutverkinu og eru þær hluti af stærra rannsóknateymi á Menntavísindasviði. Hún er einnig forstöðukona Rannsóknastofu um jafnrétti, kyngervi og menntun (RannKYN) og leiðir þar hóp rannsakenda sem hafa hug á að skoða kynjaða menningu í leik, grunn- og gagnfræðaskóla.

Annadís fæddist í Reykjavík árið 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984 og BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1987. Hún fór í framhaldsnám til Bretlands og lauk meistaraprófi í félagssálfræði frá London School of Economics and Political Science (LSE) árið 1990 og doktorsnámi frá sama skóla 1997. Annadís var með tímabundna lektorsstöðu við LSE 1999-2000 en tók síðan við lektorsstöðu við University of the West of England. Annadís hóf störf við Háskóla Íslands 2009 og tók þátt í að móta starf Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna þar til hún fékk akademíska stöðu við Menntavísindasvið árið 2015.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...