Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 911 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og hver líkamsbygging þeirra var?

Fyrstu risaeðlurnar komu fram fyrir um það bil 225 milljónum ára og þær síðustu dóu út fyrir um 66 milljónum ára, í lok krítartímabils. Leifar þessara dýra hafa víða fundist í jarðlögum, einkum setlögum sem myndast hafa í ám og vötnum. Mest hefur fundist af beinum, bæði heilum og brotnum, og stundum hafa fu...

category-iconFélagsvísindi

Er lögfræðinám forritun á hugsunarhætti? Hvernig er námið skipulagt?

Eitt af viðfangsefnum lögfræðinnar er að fjalla um sig sjálfa, ef svo má að orði komast. Lögfræðin leitar þannig svara við því hvernig lögfræðingar komist að niðurstöðum um hvað séu gildandi lög, en álitamál sem þessi eru nátengd spurningum um almenn einkenni eða eðli laga. Lögfræðin fæst því til dæmis við að skýr...

category-iconHugvísindi

Hvað eru líkindarök og þagnarrök í sagnfræði?

Þegar sagnfræðingur talar um líkindarök á hann við rök sem duga til að gera ályktun eða niðurstöðu sennilega, en þó ekki óyggjandi. Rök, sem eru meira en líkindarök, ættu eiginlega að fela í sér sönnun á niðurstöðunni. En sönnunarhugtakið vill verða loðið og vandmeðfarið í sagnfræði, þar sem venjulega þarf að líta...

category-iconLögfræði

Hvenær og af hverju var kannabis bannað á Íslandi? Eða eru engin lög sem banna það?

Með lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni er allur innflutningur, sala og meðferð kannabisefna bönnuð hér á landi. Ástæðurnar fyrir banni við kannabisefnum eru í reynd þær sömu og ástæður fyrir banni við öðrum fíkniefnum. Löggjafinn vill leitast við að koma í veg fyrir skaðleg áhrif efnisins bæði á einstakli...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er einhver munur á gáfum katta og hunda? Hvort þeirra má skilgreina sem gáfaðra dýr?

Eflaust er hér um að ræða eitt allra mesta þrætuefni gæludýraeigenda í dag. Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum var spurt hvert fólk telji vera greindasta húsdýrið og svöruðu flestir að hundar væru það en næst í röðinni komu kettir. En spurningin er ekki aðeins líffræðileg heldur líka heimspekileg, samanber s...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er talað um að Jesús hafi dáið og fórnað sér fyrir okkur? Var það ekki fólkið sem ákvað að krossfesta hann?

Vissulega var það fólkið sem ákvað að krossfesta Jesú. Fólkinu - eða öllu heldur leiðtogum þess - fannst Jesús óþægilegur svo að það yrði að ryðja honum úr vegi. Krossfesting var andstyggileg pyntingaraðferð, ein af mörgum sem mannkynið hefur fundið upp í blóðugri sögu sinni. Í Rómaveldi var krossfestingu beit...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni?

Það er vissulega rétt að eldur nærist á súrefni en hins vegar vitum við líka að mörg efni eru sem betur fer ekki eldfim og meðal þeirra er einmitt vatnið. Við getum sagt að í slíkum efnum sé svo mikið af súrefni að þau geti ekki tekið við meiru. Efnafræðingar mundu segja að þau væru fulloxuð. Eldur verður til v...

category-iconMannfræði

Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn?

Hugökin þriðji heimurinn, þróunarríkin eða hálfiðnvædd ríki vísa til þjóða aðallega í Asíu, Afríku eða Rómönsku Ameríku sem talin eru vera tæknilega vanþróuð. Í kalda stríðinu var hugtakið þriðji heimurinn einnig notað þegar vísað var til þjóða, einkum í Asíu og Afríku sem ekki tengdust Vesturveldunum né Sovétríkj...

category-iconMannfræði

Eru líkur á því að maðurinn blandist svo mikið á næstu 2 – 300 árum að á endanum verði bara til einn ljósgulbrúnn kynþáttur?

Spyrjandi virðist vilja vita hvort líkur séu á að smám saman verði til eitt mannkyn sem er eins að litarhætti, og væntanlega ýmsu öðru er lýtur að útliti. Hvort mannkyn framtíðarinnar verði einsleitt og án sérkenna staðbundinna hópa. Mannkynið er ein tegund þó að nokkur munur sé á útliti, einkum hörundslit. Fól...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað voru risaeðlutegundir margar þegar þær voru uppi? Eru einhverjar núlifandi dýrategundir náskyldar þeim?

Um fjölda risaeðla er erfitt að fullyrða, en alls hefur verið lýst 737 ættkvíslum. Hins vegar er talið líklegt að þær hafi verið mun fleiri því að leifar landdýra varðveitast yfirleitt ekki sérlega vel nema þær grafist í setlög. Því má gera ráð fyrir að mikill fjöldi risaeðluleifa hafi tapast, brotnað niður, l...

category-iconHeimspeki

Er trúaður maður sem brýtur af sér hræsnari?

Helsta einkenni hræsnara er uppgerð eða blekking. Hræsnari þykist vera eitthvað annað en hann er eða þykist hafa skoðun eða trú sem hann hefur ekki í raun. Þetta gerir hann í því skyni að líta betur út í augum annarra. Hræsnari er sem sagt sá sem þykist betri en hann er. Ef maður fordæmir aðra fyrir hegðun sem...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Fyrst Títan hefur lofthjúp, getur þá ekki verið að þar sé líf að finna?

Í sem stystu máli gæti svarið við þessari spurningu verið: "Við vitum það ekki". Um þessar mundir stefnir bandarísk/evrópska geimfarið Cassini-Huygens í átt til Satúrnusar og því velta vísindamenn fyrir sér hvað Huygens geimfarið finnur þegar það lendir á yfirborði Títans árið 2005. Títan hefur þykkan lofthjú...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu?

Það er ekki rétt að mörgæsir lifi aðeins á Suðurheimskautslandinu. Þær lifa á fjölda eyja í Suðurhöfum og einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum). En af hverju eru mörgæsir þarna en ekki á öðrum svæðum á jörðinni? Svarið við þeirri spurningu er ekki ...

category-iconHugvísindi

Hver var þekktasta skáldkona Forngrikkja?

Saffó (6. öld f. Kr.) er langþekktasta skáldkona Forngrikkja. Gríska heimspekingnum Platoni þótti svo mikið til skáldskapar hennar koma að hann vildi gera hana að tíundu músunni, en svo nefndust gyðjur mennta og lista meðal Grikkja. Lögspekingurinn Sólon (um 630-560 f. Kr.) sem lagði grundvöll að aþenska lýðræðinu...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru klínískar rannsóknir?

Klínik og klínískur er eitt af þessum erlendu orðum sem ekki hefur tekist að þýða á íslensku og þess vegna er erlenda orðið notað. Orðið klínik er dregið af gríska orðinu kline sem þýðir rúm og vísar þannig til rúmliggjandi sjúklinga. Þetta orð hefur margvíslegar merkingar sem vísa þó oftast til sjúklinga eða umön...

Fleiri niðurstöður