Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4073 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju kemur stundum ískur í röddina þegar strákar eru í mútum?

Bæði strákar og stelpur fara í mútur en það er eitt einkenni kynþroskaskeiðsins. Vegna kynhormóna verða ýmsar líkamlegar breytingar við kynþroska. Áður en rödd drengja dýpkar geta þeir sungið í drengjakór. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? kemur efti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna rignir þegar kaldir og heitir loftmassar mætast?

Það rignir ekki alltaf þegar kaldir og heitir loftmassar mætast. Aftur á móti gerist það mjög oft á Íslandi. Ástæðan er sú að hlýir loftmassar sem berast til Íslands koma að sjálfsögðu af hafi og draga til sín raka á leiðinni til landsins. Þegar hlýr og rakur loftmassinn mætir kaldari loftmassa er hann þvingaður t...

category-iconMannfræði

Af hverju eru ekki allir með ljósa húð?

Húðlitur á fólki er mismunandi. Við höfum oft tilhneigingu til að skipta veruleikanum upp í eðlislæga flokka á grundvelli ákveðinna staðalmynda og tölum þá um að sumir hafi ljósan húðlit, aðrir dökkan og enn aðrir gulan. Reyndin er hins vegar sú að ekki er til ein gerð af þeim ljósa, önnur af þeim dökka og sú þrið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju bjóðum við ekki 'góðan morgun' líkt og gert er í öðrum germönskum málum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju bjóðum við Íslendingar ekki hvor öðrum góðan morgun líkt og gert er í öllum öðrum germönskum málum? Oft eru engin svör til við því af hverju eitthvað verður að vana og annað ekki. Það er vissulega rétt að grannar okkar bjóða góðan morgunn fram til klukkan tólf eða e...

category-iconEfnafræði

Hversu algengt er frumefnið neon og hversu hættulegt er efnið?

Frumefnið neon (Ne) er það sem kallast eðalgastegund. Það hefur fullskipað rafeindahvolf og hvarfast þess vegna ekki við önnur efni og getur því ekki brunnið. Nánar má lesa um frumefnið í svari Dags Snæs Sævarssonar við spurningunni Hvað er neon? Neon er einungis 0,0018% andrúmsloftsins á jörðinni. Þrátt fyrir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða bjargfuglar aðrir en lundar verpa í holum?

Lundinn (Fratercula arctica) gerir sér djúpa holu í svörð til þess að verpa í, en einnig verpir hann undir steinum og í glufum. Fleiri fuglar beita svipuðum aðferðum við varp. Lundinn gerir sér holu til að verpa í á grösugum eyjum, höfðum og brekkum ofan við bjargbrúnir eða í urðum undir þeim. Stormsvala (Hy...

category-iconHeimspeki

Gengur heimspeki út á það eitt að flækja hlutina svo mikið fyrir manni að maður kaffærist í eigin svörum?

Þetta er góð spurning og viðbrögð við henni meðal heimspekinga eru sjálfsagt ólík. En samkvæmt minni afstöðu til heimspeki er svarið tvímælalaust: Nei, heimspeki gengur ekki út á að flækja hlutina. Heimspekin spyr eins og barn. Hún gerir ekki ráð fyrir að nokkuð sé fyrirfram vitað. Heimspekileg spurning kann að...

category-iconJarðvísindi

Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og hver líkamsbygging þeirra var?

Fyrstu risaeðlurnar komu fram fyrir um það bil 225 milljónum ára og þær síðustu dóu út fyrir um 66 milljónum ára, í lok krítartímabils. Leifar þessara dýra hafa víða fundist í jarðlögum, einkum setlögum sem myndast hafa í ám og vötnum. Mest hefur fundist af beinum, bæði heilum og brotnum, og stundum hafa fu...

category-iconVísindavefur

Af hverju eru orðin "getur ekki" og "mun aldrei" notuð svo títt á Vísindavefnum?

Spyrjandi bætir við:Ef haft er til hliðsjónar: "...maðurinn á ALDREI eftir að fljúga..."Þessi spurning kemur okkur óneitanlega á óvart því að hitt heyrist fullt eins oft að vísindin gefi ekki nógu afdráttarlaus svör og vísindamenn setji svör sín oft fram með miklum fyrirvörum. Ef fullyrðing spyrjanda væri rétt mæt...

category-iconMannfræði

Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn?

Hugökin þriðji heimurinn, þróunarríkin eða hálfiðnvædd ríki vísa til þjóða aðallega í Asíu, Afríku eða Rómönsku Ameríku sem talin eru vera tæknilega vanþróuð. Í kalda stríðinu var hugtakið þriðji heimurinn einnig notað þegar vísað var til þjóða, einkum í Asíu og Afríku sem ekki tengdust Vesturveldunum né Sovétríkj...

category-iconHugvísindi

Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu?

Kínamúrinn eða The Great Wall of China eins og hann er stundum nefndur á ensku var byggður í áföngum á mjög löngum tíma. Kínamúrinn á fallegum degi. Ýmsar goðsagnir hafa verið við lýði um Kínamúrinn eins og til dæmis að hann sé fleiri þúsund ára gamall, ein órofa heild og eina mannvirkið á jörðinni sem sjáist úr...

category-iconHugvísindi

Hvenær var slátur fyrst búið til á Íslandi?

Þegar talað er um að taka slátur er venjulega átt við allan innmat, svið og blóð. Hins vegar merkir orðið oft bara lifrarpylsa og blóðmör nú, til dæmis þegar talað er um að sjóða slátur eða borða slátur. Í elstu tíð merkti orðið einfaldlega allt kjötmeti af sláturdýrum. Ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um svörtu ekkjuna?

Svarta ekkjan er heiti sem í raun er notað um ýmsar tegundir innan ættkvíslarinnar Latrodectus (Theridiidae). Alls eru tegundirnar nú taldar vera 31 en heitið svarta ekkjan á sér í lagi um þrjár tegundir sem eiga upprunaleg heimkynni sín í Norður-Ameríku: L.mactans, L.hesperus og L.variolus. Einnig má nefna hi...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er erfðamengun?

Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. Ef við tökum laxf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orð eiga Íslendingar yfir snjó?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Ínúítar eiga mörg orð yfir snjó, snjókomu og ís. Hvað eiga Íslendingar mörg, hver eru þau og hvernig er hægt að þekkja eina snjótegund frá annarri?Oft er á það minnst að Grænlendingar eigi í máli sínu mörg orð um snjó. Það er mjög eðlilegt þar sem snjórinn er svo nátengdur dagl...

Fleiri niðurstöður