Karlkynhormón hafa einnig þau áhrif á unglinga að brjóskið í barkakýlinu stækkar og raddböndin lengjast þannig að grunntónn þeirra verður dýpri. Þetta kallast að fara í mútur. Raddbreytingin er meira áberandi hjá strákum en stelpum þar sem rödd þeirra dýpkar mun meir eða um eina áttund hjá strákum á móti einum eða tveimur tónum hjá stelpum. Raddbreytingin getur gerst mjög skyndilega og verið vandræðaleg þegar röddin „gefur sig“ á óþægilegum augnablikum. Mútur verða oftast á þeim tíma kynþroskaskeiðs þegar vöxtur er í hámarki og áður en skeggvöxtur hjá strákum hefst að ráði, eða í kringum 14 til 15 ára aldur.Oft myndast eins konar ískur eins og spyrjandi bendir á þegar röddin gefur sig. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvernig breytist líkami stelpna við kynþroska? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Wikipedia.com - Boys' choir. Sótt 4.4.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.