Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 567 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvað er vísindaheimspeki?

Hér gefst ekki rými til að líta yfir sögu vísindaheimspekinnar en hún teygir sig alveg aftur til frumherja forngrískrar heimspeki (6. öld f.Kr.). Hins vegar verður vísindaheimspeki ekki að sjálfstæðri fræðigrein fyrr en í upphafi 20. aldarinnar. Einn mikilvægasti áfangi á þeirri löngu vegferð var vísindabylting 16...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af fuglahreiðrum?

Hreiðurgerð þekkist ekki bara meðal fugla heldur hjá öllum hópum hryggdýra. Tilgangur hennar er að útbúa skjól fyrir egg eða unga á viðkvæmasta tímabili ævinnar og skapa þeim ákveðið öryggi til að vaxa og dafna þar til þeir verða nokkurn veginn sjálfbjarga. Sem dæmi um hreiðurgerð annarra hópa en fugla má nefn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Íslenskar gæsalappir eru „svona“, en hvar finn ég '„' á íslenska lyklaborðinu?

Athugasemd ritstjórnar: Glöggur lesandi benti okkur á hvernig fá má fram íslenskar gæsalappir í Macintosh OS X. Fyrri gæsalappirnar („) fást með því að halda inni ALT-hnappi lyklaborðsins og ýta um leið á 'Ð'. Hinar seinni (“) má fá með því að gera slíkt hið sama, en halda einnig inni skiptihnappi (e. shift). S...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt?

Upphaflega voru spurningarnar þessar: Af hverju eru málshættir í páskaeggjum? (Þóra Björg) Hvernig tengjast hænur og hænuungar páskum? (Íris Björk) Hverjum datt fyrst í hug að búa til egg úr súkkulaði, fannst honum venjuleg egg ekki nógu góð? (Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, f. 1989) Hvaðan koma páskaungarnir ...

category-iconHugvísindi

Hvað getiði sagt mér um fall Rómaveldis?

Þegar talað er um fall Rómaveldis er oftast miðað við árið 476 e.Kr. þegar síðasta vestrómverska keisaranum, Rómulusi Ágústusi, var steypt af stóli (sjá mynd til vinstri). Austrómverska keisaradæmið eða Býsans lifði öllu lengur, eða fram til ársins 1453. Undanfari falls vestrómverska ríkisins var ekki glæsileg...

category-iconBókmenntir og listir

Hversu algengt er að höfundar drepi aðalpersónurnar í frægum bókum eða bókaröðum?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Í frægum bókum eða bókaseríum hvað er hátt hlutfallið á því að höfundarnir drepi aðalpersónurnar?Svarið sem hér birtist er ekki vísindaleg könnun á því hvort algengt sé að aðalhetjur í bókaseríum séu drepnar heldur eru þetta fremur vangaveltur um efnið. Þegar höfundur lýkur ...

category-iconLandafræði

Hvernig hefur fæðingartíðni breyst gegnum árin?

Sé litið til síðustu 10 ára hefur ekki dregið úr árlegum heildarfjölda fæðinga. Á Íslandi hefur fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu samt aldrei verið minni en síðasta áratuginn, en á þessu tímabili eignuðust konur að meðaltali um 1,9-2,1 barn á lífsleiðinni. Til að skilja betur hvað býr að baki fæðingartíðni er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætuð þið sagt mér allt um sauðnaut?

Sauðnaut (Ovibos moschatus) eru að mörgu leyti sérstök í útliti og minna um margt á hin útdauðu spendýr sem ríkjandi voru á ísöld. Þetta er einkum vegna feldarins, sem er bæði þykkur og langur líkt og var hjá hinum útdauðu mammútum og loðnashyrningum. Sauðnaut deildu einnig búsvæðum með áðurnefndum tegundum, en h...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig líta regnskógar út?

Regnskógar myndast á stöðum þar sem úrkoma er mikil og stöðug (1700 - 4000 mm á ári) og meðalárshiti venjulega í kringum 24°C. Þar er loftraki mjög mikill eða um 80% að meðaltali, loftslagssveiflur afar litlar og hiti og úrkoma jöfn yfir árið. Helstu regnskógasvæði heims er að finna í hitabeltinu. Þau eru: ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað varð til þess að fólk flutti úr dreifbýli í þéttbýli?

Á miðöldum bjó yfirgnæfandi hluti Evrópubúa í sveitum, líklega víða um 95% þeirra. Á Íslandi voru hreint engir bæir til; það sem komst næst þeim kann að hafa verið sveitaþorpið Þykkvibær á Suðurlandi og litlar þyrpingar fiskimannabúða þar sem lendingarskilyrði voru góð. Þegar þetta var vann næstum allt vinnufært f...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um Florence Nightingale?

Florence Nightingale fæddist árið 1820 og lést árið 1910. Foreldrar hennar tilheyrðu ensku yfirstéttinni og hún bjó við góð efni alla ævi. Nightingale naut góðrar menntunar á heimili sínu og á löngum ferðalögum um Evrópu og Austurlönd nær kynntist hún ólíkum þjóðum og siðum. Líkt og margir samferðamenn hennar ...

category-iconJarðvísindi

Hver var Þorleifur Einarsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Þorleifur Einarsson fæddist í Reykjavík árið 1931 og lést í Þýskalandi 1999. Þorleifur lærði jarðfræði í Þýskalandi á 6. áratug 20. aldar. Í háskólanámi sínu lagði hann áherslur á almenna jarðfræði, jarðlagafræði og jarðsögu með sérstakri áherslu á áhrif ísaldar á eldvirkni og veðurfarsbreytingar og áhrif þeir...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands?

Sjá má merki þess strax á miðöldum að svæðið við Faxaflóa sunnanverðan þótti vel til þess fallið að vera aðsetur umboðsstjórnar konungs á Íslandi. Líklega hefur það einkum stafað af því að þar voru góð fiskimið nærri landi og góðir lendingarstaðir skipa, í Hafnarfirði og víðar. Útlendir kaupmenn hafa því verið fús...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var veðrið á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin svona:Hversu kalt var á Íslandi árið 1944? Mikil breyting varð á tíðarfari hér á landi upp úr 1920. Mest munaði um hversu mikið hlýnaði, en úrkoma varð einnig heldur meiri en áður, snjóalög urðu minni og hríðarveðrum fækkaði. Hafís varð mun minni við strendur landsins en hafði verið um l...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand?

Rauðasandur er um 12-13 km löng skeljasandsfjara við sunnanverða Vestfirði, rétt austur af Látrabjargi. Oft hefur verið sagt að sandurinn og umhverfi hans séu eitt af fallegri náttúrufyrirbrigðum í íslenskri náttúru, en sveitin hefur löngum verið rómuð fyrir náttúrufegurð og búsæld. Rauðasandur er ein mesta sk...

Fleiri niðurstöður