Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1195 svör fundust
Er bragð af vatni? Sé svo, þá hvernig bragð?
Svar okkar er já; við vitum ekki betur en það sé bragð af vatni og að það sé kallað vatnsbragð (hvað annað?). Við sjáum til dæmis ekki eðlismun á því að stundum er vatnsbragð af hafragrautnum og stundum kannski saltbragð eða bara haframjölsbragð. (Svo getur grauturinn reyndar líka verið sangur, það er að segja við...
Hvað eru sjónvarpsbylgjur og hvernig er hægt að senda mynd eða hljóð gegnum loftið?
Þegar við heyrum hljóð hefur það upphaflega skollið á hljóðhimnunni en eyrað breytir því í rafmerki eða eins konar breytilegan rafstraum sem berst til heilans. Hljóðnemi breytir líka hljóði í rafstraum. Þegar hljóðinu er útvarpað er rafmerkinu breytt í mótaðar rafsegulbylgjur eins og lýst er í svari SIV við spurni...
Hvað heitir hesturinn hennar Línu Langsokks?
Þessi spurning setti ritstjórnina í mikinn vanda. Starfsmenn ritstjórnar mundu ekki í fljótu bragði hvað hestgarmurinn hét en hölluðust helst að því að hann hlyti að heita eitthvað fyrst apinn hennar Línu hefur nafn. En eins og Línuaðdáendur muna heitir apinn hennar Línu Herr Nilsson á frummálinu, sænsku, en Herra...
Hvað eru mörg lönd i Afríku?
Samkvæmt lista á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna eru 56 lönd í Afríku. Átján þeirra teljast til Austur-Afríku, sautján tilheyra Vestur-Afríku, níu lönd mynda Mið-Afríku, sjö eru í Norður-Afríku og sunnanverð Afríka rekur lestina en fimm lönd tilheyra þeim hluta heimsálfunnar. Á heimasíðunni Global Geografia er ...
Hvað er elsta tungumál í heimi sem er talað enn í dag?
Það er ekki til neitt eitt ákveðið svar við þessari spurningu þar sem margt í tengslum við tungumál þarf að rannsaka betur. Ýmislegt er þó vitað um sum mjög gömul mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál og hana tala um 150 milljónir manna. Hið klassíska arabíska bókmál er rakið aftur á 8. öld og Kóraninn var...
Kennarinn minn segir að í stærðfræði séu engar undantekningar frá útreikningsaðferðum, er það rétt?
Svarið fer eftir því hvað átt er við með „undantekningar“. Þegar stærðfræði er sett fram á kórréttan hátt á alltaf að vera sagt skýrt, fyrir hvaða verkefni aðferð dugar, og aðferðin á að duga án undantekninga í öllum tilvikum sem sagt er að hún dugi. Þannig séð verkar aðferðin án „undantekningar“. Ef við h...
Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út? Hver er munurinn á þessum kattartegundum? Talsverður munur er á jagúar, hlébarða og púmu (fjallaljóni) en þó er nokkuð algengt að fólk rugli saman fyrstu tveimur tegundunum enda eru þau um margt lík við fyrstu sýn. Púman sker sig hins ...
Vitið þið um einhverja vefi um dýralíf í Sýrlandi?
Dýralíf í Mið-Austurlöndum má muna sinn fífil fegurri enda hafa þurrkar og uppblástur leikið svæðið grátt, auk þess sem rányrkja mannsins hefur verið stunduð þar í þúsundir ára. Þegar heimildir um dýralíf á tímum Krists eru lesnar sést hversu miklar breytingar hafa orðið á dýralífi Mið-Austulanda fram til okkar da...
Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp?
Það er rétt hjá spyrjanda að þarna er nokkurt tölulegt ósamræmi þó að það sé ekki nákvæmlega eins og lýst er í spurningunni. Skýringin á því að það viðgengst er hins vegar fyrst og fremst sú að við erum ekki að lýsa tímalengd sem er alltaf eins heldur meðaltali sem einstök tilvik víkja talsvert frá í báðar áttir. ...
Hvers vegna tölum við?
Í grundvallaratriðum tölum við til þess að eiga samskipti við annað fólk. Tungumálið er leið okkar til þess að hafa tjáskipti við aðra, koma hugsunum okkar og skilaboðum á framfæri og eitt af því sem skilur okkur frá öðrum skepnum hér á jörðinni. Hæfileikinn til að tjá sig á þennan hátt er því afar mikilvægur og s...
Hvað er nýsköpun?
Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt sem og endurbæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldu...
Hvað er dökka rákin í humri? Er nauðsynlegt að taka hana burt áður en humarinn er borðaður?
Þegar við fáum okkur humar er það yfirleitt halinn sem við borðum. Á halanum er dökk rák sem er aftasti hluti meltingarvegarins, en hann endar í endaþarmsopinu. Endaþarmurinn liggur aftast á halanum neðanverðum undir skelblöðkunum. Ekki er nauðsynlegt að fjarlægja rákina áður en humarinn er borðaður. Sumum þyk...
Hvað getið þið sagt mér um ryklýs?
Ryklýs (Psocoptera) eru smávaxin skordýr um það bil 1-10 mm á lengd, ljósleit með mjúkan líkama. Bæði þekkjast vængjaðar og vænglausar tegundir. Fálmarar þeirra eru langir og margliða og hjá sumum tegundum hefur myndast sérstakur bitmunnur. Latneska heitið Psocoptera er komið úr grísku og dregið af orðunum psoc...
Hvað brennir maður mörgum hitaeiningum í svefni?
Þó líkamsstarfsemin sé í lágmarki þegar við sofum er engu að síður ýmislegt í gangi sem krefst orku; við drögum andann, hjartað slær, blóðið rennur, heilinn er virkur, við byltum okkur og svona mætti áfram telja. Víða á Netinu má finna upplýsingar um það hversu mikla orku þarf til þess að framkvæma ákveðið ath...
Hvað er það í áfengi sem gerir fólk háð því?
Það er ekki vitað algerlega fyrir víst hvað það er í áfengi sem gerir fólk háð því. Hins vegar eiga öll vímu- og ávanaefni það sameiginlegt að losa boðefnið dópamín á ákveðnum stað í heilanum. Dópamínbrautir heilans hafa verið kallaðar ýmsum nöfnum til dæmis ”umbunarkerfið” eða “fíknikerfið”. Losun á dópamíni í ...