Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1515 svör fundust
Af hverju eru köngulær til?
Stutta svarið við þessari spurningu er: Að því bara! Örlítið lengra svar er vegna þess að þetta er hópur lífvera sem hefur komið sér fyrir á ákveðnum stað í fæðuvef lífríkisins. Af hverju þetta eru köngulær en ekki annar hópur dýra má rekja til mjög flókinnar atburðarásar þróunar- og lífssögu jarðar. Köngu...
Getið þið frætt mig um háfiska?
Háfiskar (Pleurotremata) eru langvaxnir og sívalir eða hálfþrístrendir á bol. Þeir hafa 5-7 hliðstæð tálknaop sem eru staðsett rétt framan við eyrugga. Háfiskar eru vel tenntir og eru tennurnar beittar og í reglulegum röðum. Sporðurinn er skásporður og er efri fönin stærri en sú neðri en hryggurinn sveigist upp...
Verða kettir veikir og hvaða sjúkdómseinkenni fá þeir þá?
Kettir geta veikst rétt eins og öll önnur dýr. Margir vel þekktir sjúkdómar leggjast á ketti, bæði smitsjúkdómar og sjúkdómar af erfðafræðilegum toga. Meðal helstu einkenna sem koma fram hjá veikum ketti eru minni matarlyst og aukin svefnþörf. Kettir eru í eðli sínu afar íhaldssamir og því getur verið auðvelt...
Ef heilum hunds og kattar yrði víxlað, hvort mundi kötturinn með hundsheilann gelta eða mjálma?
Við fyrstu sýn virðist þessi spurning frekar í ætt við vísindaskáldskap en vísindi, en raunar er hún ekki svo fjarri því sem sumir taugavísindamenn hafa rannsakað undanfarin ár. Reynt hefur verið með margvíslegum hætti að endurtengja heila dýra og athuga hvaða áhrif það hafi. Til að mynda hafa taugabrautir frá...
Hvaða skáld samdi heilræðavísur og hvað má segja um slíkan kveðskap?
Upphaflega var spurningin: „Hver samdi heilræðavísur?“ Þekktustu heilræðavísur á íslensku eru eftir sr. Hallgrím Pétursson (1614–1674), en um hann má lesa í svari Kristjáns Eiríkssonar við spurningunni Getið þið sagt mér sem mest um Hallgrím Pétursson? Fyrsta erindi vísnanna hljómar eflaust kunnuglega í eyrum m...
Hvað getið þið sagt mér um silky terrier hunda?
Hundakynið silky terrier er upprunalega frá Ástralíu og kom fram undir lok 19. aldar. Það talið vera blanda af yorkshire terrier, áströlskum terrier og nokkrum öðrum tegundum. Í Evrópu eru þessir hundar flokkaðir sem terrier en annars staðar eru þeir flokkaðir sem toy-hundar. Þeir eru 3-4 kg að þyngd og um 23 c...
Hvað er japl, jaml og fuður?
Orðin japl og jaml hafa nokkurn veginn sömu merkingu. Þau eru notuð um nöldur, tuð eða eitthvað í þá veru. Fuður merkir hins vegar ‘ráðleysisfum’. Ástæða þess að þau eru oft nefnd saman er að í þekktu kvæði um umrenninginn Jón hrak eftir Stephan G. Stephansson er þetta erindi:Þá kvað einn: ,,Vér úrráð höfum: Út ...
Hvort eru menn út eða úti um allt?
Orðið út (forsetning/atviksorð) er notað um stefnu og tíma en úti einkum um það sem er utan húss. Bæði orðin eru notuð í ýmsum föstum orðasamböndum. Í sambandinu út(i) um allt heyrist yfirleitt ekki hvort notað er út eða úti þar sem næsta orð, um, hefst á sérhljóði. Í dæminu: „Eftir veisluna var drasl út um allt“...
Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?
Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Þannig getum við sagt að mannkynssagan nái aftur til þess tíma þegar dýrategundin Homo sapiens kemur fram fyrir um það bil 400-500 þúsundum ára, eða fyrsti forveri hennar (Australopithecines) sem talinn er koma fram fyrir u.þ.b. 4,4 milljónum ára. Venjan er hins vegar í ...
Hvað eru til margir bílar í öllum heiminum?
Eftir því sem næst verður komist voru um 730 milljónir vélknúinna ökutækja í heiminum árið 2000. Flest þeirra voru í Bandaríkjunum eða um 220 milljónir. Hundrað árum fyrr voru um 8.000 vélknúin ökutæki þar í landinu, allt fólksbílar. Umferðarteppa á þjóðvegi í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eiga einnig metið...
Af hverju heitir það 'að tippa' þegar við veðjum?
Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er sögnin 'að tippa' tökuorð úr dönsku, 'tippe', en þaðan er orðið fengið úr ensku, 'tip'. Í íslensku er sögnin að tippa aðallega notuð um það þegar menn taka þátt í knattspyrnugetraunum þar sem reynt er að spá fyrir um úrslit leikja með því að merkja við 1, X, eða 2. Tölustafurin...
Hver er algengasti liturinn á íslenska hestinum?
Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju eru skjóttir íslenskir hestar sjaldgæfari en einlitir íslenskir hestar? Í eftirfarandi töflu er sýnt hve algengir 10 litir í íslenskur hrossum eru, en þessar prósentur sýna skiptingu í litum á 64.089 hrossum árið 1998, í rannsókn sem Þorvaldur Árnason og Ágúst Sigurðss...
Af hverju er algengt að ungir krakkar á Norðurlöndum séu ljóshærðir?
Líkt og spyrjandi bendir á er ljóst hár mun algengari hárlitur hjá börnum heldur en fullorðnum. Ljóst hár er jafnframt afar sjaldgæft hjá fólki sem ekki er af evrópskum uppruna, en fjölbreytni í hárlit er mun meiri í Evrópu heldur en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Hárlitur stafar af litarefninu mela...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júní 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því? Eru fullhlaðnar rafhlöður þyngri en þær sem eru tómar? Hvernig kúka slöngur, eru þær með afturenda? Hvað gerir forse...
Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, í LXXVIIunda kapítula Grettis sögu má lesa um útlegð á þjóðveldistímanum. En í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi? Fjalla-Eyvindur dugir ekki til, en engin svör í Grágás heldur. Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Bestu kveðjur ...