Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 987 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn?

Talið er að suðurströnd Íslands hafi færst 4 km suður í Kötluhlaupinu 1918. Þá myndaðist Kötlutangi sem var syðsti punktur Íslands í nokkra áratugi, uns hafið hafði nagað hann burt og borið efnið vestur með ströndinni og meðal annars bætt vel í ströndina hjá Vík í Mýrdal. Á landnámsöld, og allt til 1179, var Hjörl...

category-iconJarðvísindi

Hversu langan tíma tekur það nýtt hraun að verða að hörðum steini?

Hraun myndast við það að bráðin bergkvika storknar og er því storkuberg. Hrein efni eins og gull (Au), vatn (H2O) eða kísiloxíð (SiO2) storkna við eitt ákveðið hitastig, gullið við 1064°C, vatnið við 0°C og kísiloxíðið við 2269°C. Þetta merkir að ofan við 1064°C er gull bráðið, en storkið neðan við 1064°C. Ólík...

category-iconLögfræði

Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast?

Fjórmenningar eru þeir sem eiga sama langalangafa og/eða langalangömmu. Þeir eru semsagt skyldir í fjórða lið. Um skyldleika hjónaefna gildir það eitt samkvæmt hjúskaparlögum að ekki má "vígja skyldmenni í beinan legg né systkin." Með orðalaginu 'beinan legg' er átt við að annar einstaklingurinn sé afkomandi hins....

category-iconVeðurfræði

Af hverju snjóar á Íslandi?

Það snjóar á Íslandi á veturna vegna þess að þar er oft kalt og rakt í háloftunum og rakinn sem þéttist verður að snjó. Einnig er þá nógu kalt niðri við jörð til þess að snjórinn bráðnar ekki á leiðinni niður. Til að snjór verði til í háloftunum þarf tvennt: Kulda og raka í loftinu. Hér á Íslandi er báð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er betra að vaska upp úr heitu vatni en köldu?

Grundvallarsvarið við þessari spurningu kemur í raun fram í stuttu svari við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? en þar segir meðal annars þetta:Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda, til dæmis sameinda, frumeinda eða rafeinda. Því meiri sem hraðinn og hreyfiorka...

category-iconLandafræði

Hvert verður þriðja landið til að ná milljarði íbúa samkvæmt fólksfjöldaspám?

Í dag eru aðeins tvö ríki í heiminum þar sem fólksfjöldi nær einum milljarði. Kínverjar eru rúmlega 1,3 milljarðar og Indverjar rúmlega 1,2 milljarðar. Spár gera ekki ráð fyrir að nokkurt annað ríki nái að fagna milljarðasta íbúanum. Aðeins tvö lönd falla í flokk þeirra sem hafa fleiri en einn milljarð íbúa og ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr hverju eru stjörnurnar og tunglið?

Sólin okkar og stjörnurnar eru aðallega úr vetni og helíni (e. helium). Nákvæm hlutföll efnana eru breytileg eftir aldri stjarnanna og hvar í alheiminum þær eru, en ungar stjörnur í vetrarbrautinni okkar eru rúmlega 70% vetni og sirka 25% helín. Þyngri frumefni eins og kolefni, nitur, súrefni og neon mynda yfirlei...

category-iconLandafræði

Hvernig er land skilgreint, er Ísland land eða bara eyja?

Í Íslenskri orðabók er að finna nokkrar skýringar á orðinu land. Það merkir til dæmis 'þurrlendi, ríki og landsvæði'. Nánar má lesa um það í orðabókum. Allar eyjur, þar með talið Ísland, eru land þegar orðið er notað í merkingunni þurrlendi enda er ein skilgreining á eyju „umflotið land“. Þegar orðið land er hi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar dómar eru sleggjudómar?

Orðið sleggjudómur er notað um órökstuddan oftast neikvæðan dóm eða ummæli, til dæmis fella sleggjudóm(a) yfir einhverjum eða einhverju eða um einhvern/eitthvað og leggja sleggjudóm(a) á eitthvað. Á timarit.is er elst dæmi úr Nýjum félagsritum frá 1845: Þessvegna eru dómar hinna sídarnefndu sagnaritara oftas...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða merkir málshátturinn orð eru til alls vís?

Þessi málsháttur vefst nokkuð fyrir mér. Hann kemur hvergi fram í málsháttasöfnum sem mér eru kunn, hið síðasta gefið út 2014 (Jón Friðjónsson). Ekkert dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans . Mér virðist á dæmum sem koma upp í leit hjá Google að hann komi fram eftir miðja síðustu öld. Lýsingarorðið vís he...

category-iconJarðvísindi

Hvað er mór og hvernig myndast hann?

Mór er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast hefur í votlendi og hægt er að nota sem eldsneyti. Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands (1991, bls. 195) er stuttlega fjallað um mó. Þar segir: Á hverju hausti falla jurtir og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar og blandast smám saman jarðveginum, en í mý...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð alheimurinn til?

Með þessu svari er einnig svarað eftirtöldum spurningum: Hvað var áður en heimurinn varð til? (þ.e. áður en svonefndur "Miklihvellur" varð?) Spyrjandi: Atli Týr Ægisson Hvenær varð heimurinn til? Guðfinnur Sveinsson Hvaða efni var það sem sprakk í byrjun alheimsins? Sveinbjörn GeirssonTil að svara þessum spu...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er svarthol?

Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig hljóðar annað lögmál Newtons?

Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað er um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Annað lögmál Newtons hljóðar svo í þýðingu á han...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á veirum og ormum í tölvum?

Orðið tölvuveira (e. computer virus) er bæði notað í almennum skilningi um hvers kyns óæskileg forrit (e. malware, stytting á malicious software) en einnig um tiltekna undirtegund slíkra forrita. Hér verður fjallað örstutt um helstu flokka tölvuveira. Veirur (e. viruses, file infectors) eru forrit sem koma sér ...

Fleiri niðurstöður