Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4380 svör fundust

category-iconVísindavefurinn

Væruð þið til í að svara spurningunum hér á mannamáli? Á þessi vefur ekki að vera fyrir unglinga? Ég skil ekki nærri því öll svörin!

Þetta er góð og þörf spurning og svar við henni getur vonandi eytt einhverjum misskilningi. Vísindavefurinn er hugsaður þannig að hann sé fyrir alla, það er að segja unga og gamla, konur og karla, fróða og ófróða. Þetta þýðir hins vegar ekki að allt efnið á vefnum henti öllum jafnt, heldur þarf hver og einn að...

category-iconFélagsvísindi

Hversu há mánaðarlaun þarf einstaklingur að hafa til að borga hátekjuskatt?

Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna á árunum 2004 og 2005 skal á árunum 2005 og 2006 leggja sérstakan tekjuskatt, svokallaðan hátekjuskatt. Skatturinn fellur á þá einstaklinga sem hafa meira en 4.191.686 kr. í tekjuskattstofn eða þau hjón sem hafa tekjuskattsstofn umfram 8.383.372 kr. Hátekjuskattur vegna tekna á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta ljón lifað á fiski í lengri tíma?

Þó svo að grasbítar svo sem gníar, antilópur, ungir gíraffar og sebrahestar séu helsta fæða ljóna sem lifa á staktrjáarsléttunum í Afríku sunnan Sahara þá eru þau talsverðir tækifærissinnar í fæðuvali. Þau leggja sér einnig til munns fuglsegg, skriðdýr og jafnvel fisk og skordýr þegar slíkt býðst. Aðallega eru það...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta einhver dýr, fyrir utan manninn, drepið steypireyði?

Fyrir utan manninn eru háhyrningar einu náttúrulegu afræningjar reyðarhvala. Nokkur tilvik eru skráð þar sem háhyrningar hafa drepið unga steypireyði. Meðal annars urðu ljósmyndarar tímaritsins National Geographic vitni að því þegar hópur háhyrninga réðst á steypireyðarkálf sem var í fylgd með móður sinni og særðu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska? Til hvers nota þeir skoltinn (sverðið)? Sverðfiskur (Xiphias gladius) er all sérstakur fiskur og auðþekktur á langri trjónu, sem gengur fram úr hausnum. Trjóna þessi er efri skolturinn sem teygist svona langt fram. Sverðfiskur er annars ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google?

Orðasambandið að hlaupa af sér hornin í merkingunni ‘stillast, læra af reynslunni’ er erlent að uppruna. Í dönsku er sambandið løbe/rende hornene af sig og í þýsku sich dir Hörner ablaufen/abstoβen/abrennen. Líkingin er upprunalega sótt í dýraríkið. Ungir hirtir og hreindýrstarfar þóttu róast mikið þegar þeir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru mörg þorskhrogn í hverjum hrognabuxum og af hverju þurfa þau að vera svona mörg?

Fáar dýrategundir eru jafn frjósamar og atlantshafsþorskurinn (Gadus morhua). Rannsóknir hafa sýnt að fjöldi hrogna í eggjasekk þorskhrygnu er á bilinu 4-7 milljónir. Eggjasekkurinn gengur einnig undir nöfnunum hrognasekkur, hrognabuxur og hrognabrækur. Eftir hrygningu yfirgefur hrygnan eggin. Þau fljóta síðan rét...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna leggur fólk aðra í einelti?

Rannsóknir á gerendum í eineltismálum sýna að þeir eiga það oft sameiginlegt að vera árásarhneigðir og hafa jákvætt viðhorf til ofbeldis og ofbeldisverka. Þeir eru oft hvatvísir og hafa mikla þörf fyrir að stjórna, eru drottnunargjarnir. Börn sem eru gerendur í eineltismálum eru oftar en önnur börn með vopn á sér ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvaða götur er átt við þegar menn fara ekki í grafgötur um eitthvað?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað eru grafgötur og hvað merkir orðasambandið að fara (ekki) í grafgötur með eitthvað? Orðið grafgötur er fleirtöluorð og merkir 'djúpar, niðurgrafnar götur, niðurgrafnir stígar'. Það er notað í orðasamböndunum fara ekki í grafgötur um eitthvað eða ganga ekki í gr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um dúfnategundina Ptilinopus arcanus?

Tegundin Ptilinopus arcanus (e. Negros fruit-dove) er einlend (endemísk) tegund á Filippseyjum. Tegundin er annaðhvort í mikilli útrýmingarhættu eða útdauð. Síðasti staðfesti fundur hennar var árið 1953 á eyjunni Negros sem tilheyrir áðurnefndum Filippseyjum. Ptilinopus arcanus. Í óstaðfestum heimildum er dúfun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er íslenska heitið yfir dýrið Antidorcas marsupialis?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvert er íslenska heitið yfir Springbok - Antidorcas marsupialis? Er það stökkhjörtur, stökkbukki eða stökkantilópa? Eða eitthvað allt annað? Það er vel þekkt að fleiri en eitt heiti er notað yfir sömu dýrategundina. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók sem út kom 1989 í ritstjórn ...

category-iconLögfræði

Eru einhver lög sem banna auglýsingar á áfengi og tóbaki á íslenskum vefsíðum?

Já. Í 1. málsgrein. 7. greinar laga númer 74 frá 1984 um tóbaksvarnir eru hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum bannaðar hér á landi. Einungis eru undanþegin banninu rit sem út eru gefin utanlands af erlendum aðilum á erlendum tungumálum, enda sé megintilgangur þeirra ekki að auglýsa slíkar vörur. Raunar ...

category-iconSálfræði

Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna?

Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því að minnið er býsna margbrotið og rannsóknir sálfræðinga hafa sýnt að greina má að ólík afbrigði þess. Aðgreining langtímaminnis og skammtímaminnis er til að mynda vel þekkt og hugtakið skammtímaminni er almenningi býsna tamt þótt hann noti það kannski ekki í nákvæmlega söm...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru litir?

Litir verða til í merkilegu samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila. Samkvæmt eðlisfræðinni getur rafsegulsvið myndað bylgjur sem berast um rúmið rétt eins og bylgjur á vatnsfleti eða hljóð í lofti. Ljósið sem við sjáum með augunum er...

category-iconStærðfræði

Af hverju margföldum við stundum í kross þegar við leysum jöfnur með brotum í stað þess að finna samnefnara og lengja með honum?

Fyrst er rétt að gera grein fyrir tveimur hugtökum sem koma fyrir í spurningunni: Samnefnari tveggja eða fleiri brota er tala sem allir nefnarar brotanna ganga upp í. Ef við höfum til dæmis brotin $\frac7{9}$ og $\frac5{12}$, þá er talan $36$ samnefnari þeirra, því báðir nefnararnir $9$ og $12$ ganga upp í han...

Fleiri niðurstöður