Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver er þessi hvippur og hvappur sem menn fara stundum út um?
Orðið hvippur merkir ‘duttlungur, einkennilegt uppátæki’ í orðasambandinu úti um hvippinn og hvappinn. Það er skylt lýsingarorðinu hvippinn ‘fælinn, viðbrigðinn’ og hvorugkynsorðinu hvippi ‘smálaut, grösugur engjablettur’. Orðið hvappur merkir ‘lægð, dalverpi’. Það er notað með hvippur í sambandinu úti um hvippin...
Getur lyktarskyn manna breyst skyndilega? Ef svo er hvað veldur því?
Lyktarskynið getur tapast skyndilega til dæmis við högg á höfuðið, sérstaklega við harkalegan skell á enni eða hnakka. Lyktartaugarnar ganga í gegnum þunna beinplötu sem skilur að nefhol og heilahvolf. Við þungt högg getur þessi beinplata brotnað og lyktartaugarnar rofnað. Slíkur skaði er varanlegur og mun þetta ...
Hvert fara langreyðar sem eru við Ísland á sumrin á veturna?
Langreyður (Balaenoptera physalus) telst vera algengust stórhvela hér við land. Hún heldur sig á djúpslóð eins og aðrir risavaxnir reyðahvalir og kann best við sig í kaldtempruðum sjó á sumrin. Langreyðurin er fardýr líkt og flestir aðrir hvalir hér við land. Hún kemur hingað snemma á vorin og fer seint á haus...
Hvað er tölva?
Einföld skilgreining á hugtakinu tölva er á þá leið að tölvur séu forritanleg tæki. Vandamál við þá skilgreiningu er að mjög mörg tæki í dag eru forritanleg. Til að mynda er hægt að forrita þvottavélar upp að vissu marki en fæstir halda því líklega fram að þvottavélarnar þeirra séu tölvur. Með tölvum þarf að vera ...
Hvað þýðir orðið nörd?
Merking orðsins nörd (eða njörður/nörður) er nokkuð á reiki. Stundum hefur það verið notað í niðrandi merkingu um hallærislegt fólk sem kýs tæki og tól umfram mannleg samskipti. 'Nördar' eiga því ýmislegt sameiginlegt með bæði 'lúðum' og 'proffum', en þykja oft gáfaðri en lúðarnir og ef til vill hallærislegri en p...
Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"?
Allmörg orðasambönd eru til í íslensku þar sem orðið grænn er notað. Uppruninn er misjafn og alloft eru þau sótt til dönsku. Sum eru þó heimasmíðuð og er í grænum (hvínandi, logandi) hvelli eitt þeirra. Stunduð er látið nægja að segja í einum grænum og hvelli þá undanskilið. Þarna er grænn áhersluorð sem hugsanleg...
Hvernig er stjórnarfarið í Kína?
Frá því Kína var sameinað í eitt ríki hefur stjórnun landsins miðað að því að halda landinu saman sem einu ríki. Sökum þess hversu víðfemt landið þá hafa landsstjórnir hvers tíma orðið að dreifa valdi sínu og því urðu snemma til staðbundin stjórnvöld sem höfðu það hlutverk að tryggja yfirráð valdsstjórnarinnar. St...
Er sólin stærri en tunglið?
Sólin er mun stærri en tunglið en þrátt fyrir það virðast sól og tungl oft vera jafnstór. Til dæmis getur orðið sólmyrkvi þegar tunglið gengur á milli jarðar og sólar en til þess að almyrkvi á sól verði þarf tunglið að ganga alveg fyrir sólina. Þannig sýnist okkur sól og tungl vera um það bil jafnstór þegar við ho...
Hvaðan er orðið skötuhjú komið?
Elsta dæmi um orðið skötuhjú í Ritmálsskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er frá árinu 1898. Dæmið er úr tímaritinu Fjallkonunni og þar segir: "karl og kerling, einhver ljótustu skötuhjú, sem ég hefi séð á ævi minni." Önnur dæmi í Ritmálsskránni benda til þess að skötuhjú hafi í fyrstu aðeins ver...
Hvaða merking liggur að baki orðinu kontór í barnaleiknum sannleikurinn og kontór?
Þrátt fyrir eftirgrennslan hefur ekkert komið fram sem varpað gæti öruggu ljósi á orðið kontór í leiknum sem spurt var um. Í stuttu máli snýst leikurinn um það að leikmenn velja milli þess að svara spurningu (sannleikurinn) eða leysa þraut (kontór). Orðið kontór, sé um það að ræða, er tökuorð úr dönsku kontor...
Hvað er að auðga úran?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Undanfarið er búið að vera mikið í fréttum að Íranar vilji fá að auðga úran. Hvað er auðgað úran? Í náttúrulegu úrangrýti er einkum að finna tvær samsætur. Samsætan 238U er tæp 99,3% af úrani en í kjarna hennar eru 92 róteindir og 146 nifteindir, en rúm 0,7% af úraninu eru ...
Getur maður orðið sólbrúnn í gegnum gler?
Eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól? eru það útfjólubláir geislar sólarinnar sem virkja litfrumur í húðinni og valda því að húðin dekkist og verður sólbrún. Útfjólublátt ljós er rafsegulgeislun með öldulengdina 100-400 nm ...
Af hverju verður maður latur?
Lati-Geir á lækjarbakka lá þar til hann dó. Vildi ekki vatnið smakka var hann þyrstur þó.Frá því löngu áður en Lati-Geir lá á sínum lækjarbakka hafa menn gert gys að letingjum. Jafnframt velta menn fyrir sér hvað valdi því að þessi eða hinn sé latur, hvers vegna unga fólkið sé svona latt og svo fram eftir götun...
Spurt er um afl loftnets og strauma og spennur í fæðilínu við tilteknar aðstæður.
Spurningin í heild er sem hér segir:Hvað er hægt að búast við að loftnet útgeisli miklu afli frá sendi sem er 10kw með 50 ohm útg. Loftnetsaðlögun við sendi. Fæðilína til loftnets 50 ohm coax 1.5/8", 200 metrar. Loftnet tvípóll skorinn fyrir 6 MHZ. Hvert yrði hugsanlega útgeislað afl loftnetsins við tíðnirnar a) 2...
Hver fann upp blýantinn?
Árið 1565 lýsti þýsk-svissneski náttúrufræðingurinn Conrad Gesner fyrstur manna skriffæri þar sem grafíti var komið fyrir í tréhólki. Grafít var þá talið vera ein tegund blýs og mun það vera ástæða þess að blýanturinn er enn kenndur við þann málm og við tölum um "blýið" í blýantinum. Gesner varð fyrstur til að lýs...