Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 393 svör fundust
Hvers vegna er skammtafræðin svona ólík klassískri eðlisfræði?
Hér er einnig svarað spurningum Birgis Haukssonar: Hvernig er kenningin í skammtafræði um að hlutur geti verið á 2 stöðum á sama tíma? Hvaða rit eru til á íslensku, á mannamáli, um skammtafræði? Skammtafræði er í grundvallaratriðum frábrugðin klassískri eðlisfræði. Það helgast af því að þessar tvær kenningar...
Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum?
Þessi spurning er efnislega seinni hluti lengri spurningar sem hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Gagnlegt er fyrir lesandann að kynna sér fyrst svar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? Eins og í þ...
Hvers konar tölvunarfræði er að baki rafrænu myntinni bitcoin?
Rafmyntin bitcoin og aðrar sambærilegar rafmyntir, byggja á nokkuð mörgum uppgötvunum á ýmsum sviðum tölvunarfræði og stærðfræði. Frá sjónarhóli tölvunarfræðinnar er áhugaverðast hvernig bitcoin hagnýtir sér aðferðir sem ekki hafa verið notaðar saman á viðlíka hátt áður. Einnig er athyglisvert hvernig bitcoin nýti...
Hefur D-vítamín áhrif á COVID-19?
Meðal fjölmargra þátta sem brenna á vísindamönnum í tengslum við COVID-19 (e. coronavirus disease 2019) er áhrif næringarástands á horfur sjúkdómsins. Þar hefur D-vítamín verið ofarlega á baugi en margar spurningar hafa vaknað í þessu samhengi: Veldur D-vítamínskortur verri horfum hjá sjúklingum með COVID-19? ...
Af hverju geta Ísraelar og Palestínumenn ekki lifað saman í sátt og samlyndi?
Í grófum dráttum snýst deila Palestínumanna og Ísraela um land. Annar aðilinn, Palestínumenn, sem eru Arabar, er að heyja sjálfstæðisbáráttu til að mynda eigið ríki á landi sem þeir telja að hafi verið tekið frá þeim með valdi af Ísraelsmönnum. Hinn aðilinn, Ísraelsríki, stofnsett af Gyðingum, vill halda sínum hlu...
Hver var Thomas H. Huxley og hvert var framlag hans til vísindanna?
Thomas Henry Huxley fæddist 4. maí 1825 í Ealing, sem nú er úthverfi Lundúna. Þar var faðir hans stærðfræðikennari, en missti vinnuna þegar skólanum var lokað, og Huxley-fjölskyldan fluttist til smábæjar í Middlesex, norðan við höfuðborgina. Bágborin kjör foreldranna urðu til þess að Thomas, sem var næstyngstur át...
Hvað getið þið sagt mér um Hengil?
Hengilskerfið nær utan úr Selvogi norðaustur fyrir Þingvallavatn. Það er fimm til tíu kílómetra breitt, breiðast um Þingvallavatn, en mjókkar til suðvesturs. Lengd þess er 50-60 kílómetrar. Mjög dregur úr gosvirkni þegar kemur norður í vatnið, en misgengi og gjár halda áfram um það bil tíu kílómetra inn af innstu ...
Ef ég mynda ónæmi fyrir einni útgáfu af COVID-19 hef ég þá nokkuð vörn fyrir öllum stökkbreyttu útgáfunum?
Upprunaleg spurning Bjarna var í löngu máli: Er hjarðónæmi eða bólusetning óraunhæf vörn vegna fjölda stökkbreytinga? Ef sá sem myndar ónæmi fyrir einni útgáfu af veirunni sem veldur COVID-19 vantar þá ekki enn vörn fyrir 569 stökkbreyttum útgáfum? Miðað við að Íslensk erfðagreining hefur hingað til samkvæmt Kára ...
Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru gullkrónur og hvert er verðgildi þeirra sé miðað við íslenska krónu? Til frekari upplýsinga segir í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar að heimilt sé að sekta um 2.000 - 40.000 gullkrónur fyrir brot gegn lögunum en vísað í lög nr. 4/1924 um að miða við...
Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?
Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingur hefur smitast af kórónuveirunni 2019-nCOV. Getur hann fengið hana aftur og aftur eða? Núverandi heimsfaraldur COVID-19 (e. coronavirus disease-2019), vegna veirunnar SARS-CoV-2 (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2), hefur vakið upp fjölmargar spurn...
Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...
Hver fékk Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði 2022 og fyrir hvað?
Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði eru veitt einstaklingum sem 50 manna hópur sérfræðinga við Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi velur úr hópi tilnefninga sem sendar hafa verið Nóbelsnefndinni. Verðlaunin hafa verið veitt fyrir margskonar rannsóknir á frumum, genum, þroskun, veirum og bakteríum, en al...
Hver var Marie-Sophie Germain og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?
Marie-Sophie Germain fæddist í París 1. apríl 1776. Hún var ein þriggja dætra velstæðra hjóna, Ambroise-Francois og Marie Germain. Faðir hennar var silkikaupmaður, áhrifamaður í stjórnmálum og síðar bankastjóri í Frakklandsbanka. Heimilið stóð opið þeim sem aðhylltust þjóðfélagsbreytingar í frjálsræðisátt, svo ung...
Hvað getið þið sagt um einstaka vísindamenn sem voru uppi á árinu 1944?
Uppgötvanir, kenningar og niðurstöður í vísindum eru yfirleitt afrakstur vinnu sem á sér stað á margra ára og oft áratuga tímabili. Oftast er um að ræða samstarf margra sem byggir jafnframt á rannsóknum annarra vísindamanna. Hér er spurt um árið 1944 en svarið takmarkast þó ekki við vísindamenn sem unnu merk afrek...
Hver er munurinn á flensu og COVID-19?
Verulegur munur er á flensu og COVID-19 - það er engan veginn hægt að segja að COVID-19 sé eins og hver önnur flensa, enda um tvo aðskilda sjúkdóma að ræða sem orsakast af tveimur gjörólíkum veirum. Þegar nýr faraldur smitsjúkdóms greinist er gjarnan horft um öxl og fyrri faraldrar skoðaðir. Þetta getur verið gagn...