Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig myndast kvistir í trjám?

Kvistur merkir í raun grein og kvistir í viði eru för eftir greinar sem bolurinn hefur vaxið utan um. Flestar greinar byrja að vaxa um leið og toppsprotar. Á barrtrjám og ungum lauftrjám er oftast einn toppsproti, sem vex á hverju ári og leggur grunninn að bol trésins. Á eldri lauftrjám með breiða krónu geta topps...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum?

Upphaflega spurningin var:Hvernig virka myndlampar í sjónvörpum og hvernig nýtir maður sér segulsvið og/eða rafsvið við stýringu rafeindageisla í þeim? Í myndlampa er skjár og rafeindabyssa ásamt stýribúnaði. Skjárinn er húðaður að innan með fosfórljómandi (langljómandi, phosphorescent) efni sem hefur þann eiginl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralíf í Perú?

Fá lönd í heiminum státa af jafn fjölbreyttu dýralífi og Perú. Í grófum dráttum má skipta Perú í þrennt. Austurhluti landsins tilheyrir Amasonlægðinni en hitabeltisregnskógar hennar þekja um 60% af landinu. Hið fjölskrúðuga dýralíf Perú má mikið til rekja til þessa svæðis. Um miðbik landsins frá norðvestri til su...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða ríki voru í Varsjárbandalaginu?

Varsjárbandalagið (e. Warsaw Pact) var stofnað af átta löndum í Austur-Evrópu 14. maí árið 1955. Stofnaðilar voru Búlgaría, Ungverjaland, Austur-Þýskaland, Pólland, Albanía, Tékkóslóvakía, Rúmenía og Sovétríkin. Tilgangurinn með stofnuninni var að mynda hernaðarbandalag ríkja í Austur-Evrópu til móts við Atlantsha...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er hortittur í bragfræði?

Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap. Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað merkir holið í Hollandi?

Hol-ið í landaheitinu Holland er alls engin hola eða holrúm heldur táknaði það upprunalega skóg. Holland hét áður fyrr Holtlant, en það merkir bókstaflega skóglendi. 'Holt' þýðir skógur og 'lant' er sama og 'land'. Síðan hefur t-ið fallið úr nafninu. Horft til himins úr holtlendi. Eldri merking orðsins holt á ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er gjaldmiðillinn í Albaníu?

Gjaldmiðill Albaníu nefnist lek. Þegar þetta er skrifað, í mars 2005, kostar eitt lek 70 aura íslenska.Hundrað albönsk lek eða sjötíu íslenskar krónur. Frekara lesefni á Vísindavefnum:Hvað eru til margir gjaldmiðlar? eftir Gylfa Magnússon Hvaða gjaldmiðill er verðminnstur? eftir Gylfa Magnússon Hvers vegna er...

category-iconVeðurfræði

Hvað merkir háþrýstingur í veðurfréttunum?

Þegar talað er um hæðir í veðurspám er átt við háþrýstisvæði. Háþrýstisvæði eru svæði með hærri loftþrýsting en er umhverfis þau. Á norðurhveli jarðar blæs vindurinn réttsælis um háþrýstisvæði, en rangsælis á suðurhveli. Næst jörðu beinist vindurinn svo nokkuð frá hæðinni svo að yfir henni myndast niðurstreymi sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir 'íð' í íðorðum?

Kvenkynsorðið íð eitt og sér merkir 'verk, iðn, starf'. Það hefur einkum verið notað í skáldskap og kemur þegar fyrir í fornu máli. Nokkur dæmi eru um það í Lexicon poeticum Sveinbjarnar Egilssonar, orðabók yfir forna skáldamálið (1916:323, útgáfa Finns Jónssonar). Í nútímamáli er íð einkum notað í samsetningu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr búa í Kongó?

Þegar lýðveldið Kongó (áður Zaire) er nefnt dettur sennilega flestum í hug dimmir regnskógar í svörtustu Afríku. Þetta er ekki fjarri lagi þar sem stærstur hluti þessa stóra lands (rúmlega 2,3 miljónir km2) er þakinn ógreiðfærum regnskógi. Þessir miklu og ógreiðfæru regnskógar hafa þó ekki alltaf verið til stað...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða stafir eru í stafalogni?

Þegar talað er um stafalogn er alger vindleysa, ekki bærist hár á höfði. Orðið stafur hefur margs konar merkingu í íslensku en ein af þeim er ‘geisli, sólargeisli’. Þegar stafalogn er sjást oft ljósrákir á yfirborði vatns eða sjávar frá sólinni, það er stafir, geislastafir, þar sem lítil sem engin hreyfing er ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er tigla í erfðafræði?

Með tiglu (e. mosaic) er átt við einstakling sem er gerður úr tveimur eða fleiri erfðafræðilega ólíkum frumugerðum. Tiglur voru fyrst rannsakaðar hjá ávaxtaflugunni (Drosophila melanogaster). Dæmi fundust um flugur sem voru með tvo X-litninga (XX) í öðrum helmingi líkamans en aðeins einn X-litning (XO) í hinum ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er gjaldmiðillinn í Prag?

Gjaldmiðill Tékkklands (og þar með höfuðborgarinnar Prag) heitir koruna, eða tékkneska krónan (CZK eða Kč). Ein tékknesk króna skiptist svo í hundrað hali eða hellera (h). Tékknesku seðlarnir skiptast í 5000, 2000, 1000, 500, 200, 100, 50 og 20 CZK en myntin skiptist í 50, 20, 10, 5, 2, og 1 CZK og 50 h....

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju brakar í manni?

Í svari við spurningunni Hvað gerist þegar maður lætur braka í puttunum? er því lýst sem gerist þegar brakar eða smellur í liðamótum eins og eru í fingrunum á okkur. Þar segir: Þegar við látum braka í liðum þá er í raun verið að færa liðinn úr eðlilegri stöðu og teygja á liðpokanum. Við það eykst rúmmál liðpokans...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralífið í Botsvana?

Botsvana í sunnanverðri Afríku er um 6 sinnum stærra að flatarmáli en Ísland og mjög strjálbýlt. Kalaharí-eyðimörkin þekur stærstan hluta landsins en þar er þurrt og heitt og dýralíf fjölbreytilegt. Stór hluti hennar hefur nú verið friðlýstur en margir bestu þjóðgarðar Afríku eru innan landamæra Botsvana. Í Bot...

Fleiri niðurstöður