Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3196 svör fundust
Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í loftslagsmálum?
Upphaflega hljóðaði spurningina svona: Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera varðandi loftslagsbreytingar? Íslensk stjórnvöld vinna að loftslagsmálum á margvíslegan hátt. Stjórnvöld taka þátt í alþjóðlegri samvinnu og bera ábyrgð á skuldbindingum Íslands í alþjóðasamningum. Stjórnvöld gera áætlanir um að draga ú...
Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu?
Á alþjóðavettvangi er engin alheimsstjórn sem setur sameiginlegar reglur og fylgir þeim eftir. Alþjóðakerfið er sjálfshjálparkerfi sem byggir á samstarfi fullvalda ríkja. Sameinuðu þjóðirnar eru stærsti sameiginlegi vettvangur fullvalda ríkja til að leita lausna á vandamálum heimsins með friðsamlegum hætti. ...
Hvað er hnetuofnæmi og er til einhver lækning við því?
Hnetur skiptast almennt í jarðhnetur (e. peanuts, svo sem salthnetur) annars vegar og trjáhnetur hins vegar (svo sem heslihnetur, valhnetur, pekanhnetur, möndlur). Hnetur eru með algengustu ofnæmisvökum í fæðu og er jarðhnetan þeirra þekktust. Yfirleitt beinist ofnæmið að einni tegund af hnetum en þó er til að ei...
Getið þið sagt okkur allt um gervigangráð og gangráðsísetningar?
Hjartað hefur innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Í hverjum hjartslætti færist boðspenna frá toppi til botns hjartans og veldur því að hjartað dregst saman og dælir blóði. Hjartað er gert úr fjórum hólfum, tveimur gáttum og tveimur sleglum. Hver hjartsláttur hefst með því að sjálfvirkar...
Hvernig má réttlæta það að gefa sér frumsendur í stærðfræði, án þess að sanna þær?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig má réttlæta það að gefa sér frumreglur í stærðfræði, án þess að sanna þær? Sem fræðigrein er stærðfræði byggð upp þannig að nýjar niðurstöður eru leiddar út (sannaðar) á grundvelli þeirra niðurstaðna sem þegar eru komnar. Í upphafi byrjar maður því með tvær hen...
Hvers konar rit er Heimskringla?
Heimskringla er konungasaga en meira er fjallað um þær í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar? og Hvers konar konungasaga er Fagurskinna? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör einnig. Í kjölfar Morkinskinn...
Hvað veldur ólagi á hormónastarfsemi og hvaða lyf er hægt að fá við því?
Hormón mannslíkamans eru mörg og frá mörgum framleiðslustöðvum, kirtlum og innkirtlum. Starfsemi þeirra er stýrt af stjórnstöðvum sem eru jafnmargslungnar og hormónin eru mörg og flókin. Í stjórnstöðvunum eru frumur og efnahvatar sem lesa úr breytingum í blóði og líkamsvökvum, vessum, hvernig framleiðslu hvers ákv...
Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess?
Orðið póstur er til í fleiri en einni merkingu og er uppruninn ekki alltaf hinn sami. Í fyrsta lagi er póstur notað um mann sem ber út eða flytur bréf og böggla milli staða. Sendingin sjálf er einnig nefnd póstur og sömuleiðis sú stofnun sem annast slíka þjónustu. Í þessari merkingu er orðið til í íslensku frá því...
Af hverju vex skegg á fólki? Og hvernig virkar það?
Skegg vex, eins og allir vita, yfirleitt einungis á karlmönnum en ekki konum. Ástæða þess er að skeggvöxtur verður fyrir tilstilli karlhormóna, sem konur hafa yfirleitt einungis í mjög litlum mæli. Við kynþroska pilta hækkar magn karlhormóna í líkama þeirra sem aftur veldur því að þeim fer að lokum að vaxa ske...
Hvers vegna suða rafmagnstæki rétt áður en farsímar hringja eða SMS-skilaboð berast? - Myndband
Upplýsingar berast til og frá farsímum með rafsegulbylgjum. Rafmagnstæki sem eru nálægt farsímum, yfirleitt hátalarar, fara stundum að suða rétt áður en við heyrum símann hringja. Ástæðan er sú, að á meðan farsíminn og símkerfið eru að semja sín á milli um það hvernig skuli setja upp símtalið, sendir farsíminn frá...
Af hverju er þróunarkenningin til?
Segja má að þróunarkenningin sé til vegna þess að sett hafi verið fram tilgáta um þróun lífsins. Þegar vísindamenn rannsaka ákveðna hluti setja þeir fram tilgátu, því næst þarf að framkvæma tilraunir eða athuganir sem annaðhvort hrekja tilgátuna eða staðfesta hana. Ef tilgátan stenst athuganir nær hún að endingu þ...
Hvað standa jarðgöng lengi?
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er það haft að leiðarljósi við jarðgangagerð að gatið sem slíkt með styrkingum standi í hundrað ár, og sem dæmi má nefna að í Noregi eru til 100 ára gömul göng í notkun. Þá er líklega hægt að endurstyrkja, setja fleiri bolta og sprauta steypu. Rafmagnsbúnaðurinn í göngum endis...
Ef heilinn væri tölva hveru mörg gígabæti væri hann þá?
Vísindamenn telja að í mannsheila séu líklega um 100 milljarðar heilafruma. Hver heilafruma tengist að meðaltali 3000 öðrum og tengingar á milli fruma í heilanum eru því eitthvað um 100 billjónir! Hver tenging getur síðan tekið nokkur gildi, sumir telja jafnvel að gildin gætu verið allt að 10. Sé það rétt þá erum ...
Eru einhver takmörk fyrir því hvað tölva getur orðið hröð?
Sú sífellda hraðaaukning sem átt hefur sér stað í tölvum á síðustu áratugum gæti fengið okkur til að trúa því að hægt sé að auka hraða tölva endalaust. Þetta er þó líklega ekki tilfellið, því miðað við þá örgjörvahönnun sem þekkt er í dag þá munu ýmis eðlisfræðilögmál fara að setja hraða rökrása ákveðnar skorður. ...
Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana?
Starfsstjórn er ríkisstjórn sem starfar áfram að beiðni forseta Íslands eftir að forsætisráðherra hefur beðist lausnar fyrir hennar hönd. Á Íslandi gildir svokölluð þingræðisregla. Það þýðir að meirihluti þingmanna getur á hverjum tíma vikið ríkistjórninni frá völdum með því að lýsa yfir vantrausti sínu á hana....