Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 519 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er rauðkornadreyri (polycythemia)?

Polycythemia er sjúklegt ástand sem hefur verið kallað rauðkornadreyri á íslensku. Eins og íslenska heitið gefur til kynna er um afbrigðileika í rauðkornum að ræða. Í flestum tilfellum er um að ræða óeðlilega fjölgun á rauðkornum og rauðkornmæðrum (frumur í blóðmerg sem þroskast í rauðkorn), en stundum getur það þ...

category-iconHeimspeki

Hvað er vinátta?

Vinátta er þegar tvær manneskjur unna hvor annarri eins og sjálfri sér og láta sig hag hinnar varða hennar sjálfrar vegna eða eins og forngríski heimspekingurinn Aristóteles komst að orði: "Vinurinn er annað sjálf" (Siðfræði Níkómakkosar [= SN] IX.4, 1166a31. Allar þýðingar eru Svavars Hrafns Svarassonar). Aristót...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig er best að geyma stafræn gögn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað endast tölvugögn lengst með núverandi tækni, svo sem á harðdiskum, minnislyklum og geisladiskum? Ef trúa má "Gróu á Neti" er hámarkstími um 30 ár. Varla viðunandi fyrir einstaklinga, hvað þá bóka- og skjalasöfn. En hvaða úrræði standa þá helzt til boða? Þetta er s...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver fann upp fallhlífina og til hvers eru fallhlífar notaðar?

Vegna þyngdarkraftsins falla flestir hlutir til jarðar. Hann gefur öllum hlutum sömu hröðun og hraða ef hann er einn að verki. Ef steinn og fjöður eru látin falla samtímis til jarðar úr sömu hæð fellur steinninn á jörðinni á undan, ekki af því að hann er þyngri heldur vegna þess að hlutfallslega meiri loftmótstaða...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Kom Kristófer Kólumbus til Íslands?

Í janúar 1495 skrifaði Kólumbus konungshjónunum á Spáni þeim Ferdínand og Ísabellu bréf í þeim tilgangi að réttlæta og verja gerðir sínar sem landstjóri í spænsku nýlendunum vestanhafs en margt var honum mótdrægt í því starfi. Einnig höfðu andstæðingar hans heima í Madríd gagnrýnt hann og rægt. Bréfið notaði hann ...

category-iconHugvísindi

Getur það staðist að Gamli sáttmáli sé bara seinni tíma tilbúningur?

Oft er talað um Gamla sáttmála frá 1262 sem sérlega mikilvægt skjal í sögu Íslands, jafnvel eins konar stofnskrá þeirra hnignunar sem á að hafa byrjað þegar íslenskir höfðingjar gengust undir vald Noregskonungs árin 1262-64. Þeim atburðum er lýst í Sturlunga sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og annálum. Annað mál er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að koma örbylgjum á meira en ljóshraða?

Örbylgjur eru ein gerð rafsegulgeislunar, notaðar meðal annars til að hita upp mat og í GSM-símum. Aðrar gerðir rafsegulgeislunar eru til dæmis ljós, röntgengeislar og útvarpsbylgjur. Eini munurinn á þessum bylgjum er sveiflutíðni þeirra, sem einnig segir til um bylgjulengd rafsegulbylgjunnar og orku einstakra ska...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á taugahormóni og taugaboðefni?

Bæði taugahormón og taugaboðefni eru boðefni sem koma boðum milli líkamshluta. Hormónin bera boðin langar leiðir með hjálp blóðrásarkerfisins en taugaboðefni bera boðin stutt milli taugunga, til dæmis innan heilans. Taugahormón er hormón sem myndast í taugavef og er seytt úr honum í blóðrásina eins og önnur ho...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju þurfum við á mannréttindalögum að halda? Er ekki nóg að hafa lög í hverju landi?

Langflestar þjóðir vilja tryggja þegnum sínum ákveðin grundvallarréttindi og hafa því lögleitt mannréttindaákvæði. Mannréttindi takmarka heimildir ríkisvaldsins til íhlutunar í garð borgaranna og veita þannig öryggi og réttindi í samskiptum við hið opinbera. Þau eru þó engin trygging fyrir því að stjórnvöld taki g...

category-iconLífvísindi: almennt

Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva?

Prótín eru stórar og flóknar sameindir gerðar úr byggingareiningum sem kallast amínósýrur. Allar frumur innihalda prótín í mismiklu magni en þar gegna þau bæði hlutverki byggingarefnis og vinnueininga. Nokkur hundruð amínósýrur eru þekktar en aðeins 20 eru notaðar til að smíða prótín. Amínósýrur tengjast saman með...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Guðni Th. Jóhannesson stundað?

Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands. Árin 1996-1998 var hann stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, kenndi þar einnig og stundaði rannsóknir að loknu doktorsprófi árin 2003-2007. Árið 2013 varð Guðni lektor í sagnfræði við háskólann, síðar dósent og loks prófessor uns hann tók við embætti forseta Ísla...

category-iconHagfræði

Hvað er virðiskeðja?

Virðiskeðja er eitt af þeim fræðilegu lykilhugtökum sem mikið eru notuð í tengslum við stefnumótun og stefnumiðaða stjórnun fyrirtækja. Það má einnig nota hugtakið við greiningu á annars konar skipulagsheildum en fyrirtækjum, til að mynda nýtist það við stefnumótun opinberra stofnana og félagasamtaka. Virðiskeð...

category-iconLífvísindi: almennt

Var COVID-19-veiran búin til á rannsóknastofu í Wuhan og sett saman úr SARS og HIV?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað með þær sögusagnir að COVID-19 veiran eigi sér uppruna á rannsóknastofu þar sem þróun sýklahernaðar hefur verið í gangi í Wuhan og þar séu margar slíkar rannsóknarstofur? Fleiri sögusagnir herma að COVID-19 veiran sé samansett úr SARS og AIDS-vírusum, er eitthvað til í því? ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hugsanlegt að byggja tölvur á skammtafræðilegum vinnsluaðferðum?

Hefðbundnar tölvur Vinnsluminni venjulegrar tölvu er mælt í bætum. Algengt er til dæmis að heimilistölva nú á dögum hafi 64 megabæti í vinnsluminni [Í dag(23. júlí 2010) er um 2 gígabæt algengt]. Hvert bæti er sett saman úr 8 bitum. Hver biti getur tekið gildið 0 eða 1. Áætla má að í 64 MB sé hægt að geyma 16 m...

category-iconEfnafræði

Hvað er teflon?

Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun tetraflúoretýlen-sameinda undir miklum þrýstingi (45-50 atm). Við fjölliðunina myndast polytetraflúoretýlen (PTFE). Fyrir utan hitaþol og styrk hefur teflon þann eiginleika að flest efni loða illa við það og eru vinsældir þess byggðar á því. Hé...

Fleiri niðurstöður