Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2178 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar hljóðfæri er þeremín?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt? Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergey...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er það komið að kalla stelpur 'fröken fix'?

Lýsingarorðið fix ‘fimur, laginn’ er tökuorð úr dönsku fiks ‘duglegur, flinkur, fljótur’ og þekkist í þessari merkingu frá því á 18. öld. Um miðja síðustu öld og lengur var gjarnan talað um að flík, til dæmis kjóll eða blússa, væri fix og að einhver, langoftast kona væri fix eða fix í sér: ,,Hún er alltaf svo fix,...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju tölum við um hnífapör en ekki gafflapör?

Engin augljós skýring er á því hvers vegna talað er um hnífapar þegar átt er við hníf og gaffal. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi um orðið úr ritinu Norðanfara þar sem vísað er í texta frá 1785. Þar stendur: „hnífapör mjög fánýt“ en engin skýring er á orðinu. Í ritinu Íslenzkir þjóðhættir eftir Jóna...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er kæfisvefn og hvað er hægt að gera í þeim efnum?

Kæfisvefn (e. sleep apnea) getur verið hættulegur og það er full ástæða til að leita til læknis. Kæfisvefn er til hjá börnum og fullorðnum en er langalgengastur hjá fullorðnum karlmönnum. Flestir þeirra sem þjást af kæfisvefni eru of feitir en það er þó ekki algilt. Kæfisvefn er eins og hrotur að því leyti að hann...

category-iconHeimspeki

Hvað er frelsi, hve frjáls getur maður verið?

Við segjum ýmist að athafnir séu frjálsar eða ófrjálsar, og tölum þá um athafnafrelsi eða að fólk sé frjálst eða ófrjálst, og tölum þá um persónufrelsi. Þetta tvennt þarf ekki að fara saman. Ófrjálsum manni, til dæmis þræli, getur verið frjálst að gera ýmislegt og frjálsum manni, til dæmis venjulegum íslenskum rík...

category-iconLæknisfræði

Hvað er háfjallaveiki?

Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð (oftast yfir 2.400 metra), einkum þá sem búa að öllu jöfnu við sjávarmál. Í þessum hópi eru meðal annars fjallgöngumenn, aðrir göngugarpar og skíðamenn. Orsakir og einkenni Orsakir háfjallaveiki eru minni loftþrýstingur og lítill...

category-iconHugvísindi

Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?

Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu. Me...

category-iconLæknisfræði

Eru til einhver ráð til þess að sofa betur?

Svefnþörf og svefntími er einstaklingsbundinn. Sumir eru endurnærðir eftir 6 tíma svefn, en öðrum nægir ekki minna en 9 tímar. Þá eru sumir nátthrafnar, en aðrir morgunhanar. Svefntruflanir eru algeng ástæða þess að fólk leitar læknis og er talið að um fimmtungur íbúa á Vesturlöndum glími við truflaðan svefn e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær telst fólki batnað eftir kórónuveirusýkingu?

Svarið við þessari spurningu er ekki alveg einhlítt. Það er til dæmis ólíkt eftir löndum hvernig bati af SARS-CoV-2-sýkingu er skilgreindur og eins skiptir vitanlega máli hvort einstaklingar sem sýkjast af veirunni fá sjúkdóminn COVID-19 eða eru einkennalausir. Hér á landi fara þeir sem greinast með SARS-CoV-2-...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól?

Sólbrúnka stafar af eðlilegu ferli í húðinni. Þegar sól skín á húð örva útfjólubláir geislar hennar litfrumur í yfirhúðinni til að mynda litarefnið melanín en það ver húðina gegn þessum sömu geislum. Melanín er mjög öflugt sólarvarnarefni og er fólk með dökka húð (mikið melanín) í hundraðfalt minni hættu á að fá h...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir eyðingu regnskóga?

Hitabeltisregnskógum er aðallega eytt af tveimur ólíkum ástæðum. Í fyrsta lagi á fátækt fólk sem býr í jaðri regnskóga oft ekki um annað að velja en að höggva skóginn og rækta landið til að lifa af. Þegar frjósemi jarðvegsins á þessum landskikum minnkar stundar fólk svonefnda sviðuræktun (e. slash and burn farming...

category-iconHeimspeki

Hvað eru fordómar?

Orðið fordómar er nokkuð gagnsætt orð í íslensku. Fordómar eru þeir dómar sem við fellum án þess að hugsunin fái að gerjast eða þegar aðeins ein hlið máls hefur verið skoðuð. Fordómar eru oft skilgreindir sem andstæða gagnrýninnar hugsunar. Oft er talað um fordóma samhliða mismunun en bann við hinu síðarnefnda er ...

category-iconHeimspeki

Af hverju er ekki hægt að rökræða við konur?

Í spurningunni sjálfri kemur fram margt af því sem eitrar umræður og gerir þannig rökræður ómögulegar. Hún er til dæmis leiðandi, með því að svara spurningunni beint er hætt við að svarandi viðurkenni að spyrjandi hafi eitthvað til síns máls. Í henni felst alhæfing sem engin gögn eru fyrir og svo er hún fordómaful...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hverjar voru meginuppsprettur þekkingar um kristna trú á fyrstu öldum kristni á Íslandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjar voru meginuppsprettur þekkingar um kristna trú á fyrstu öldum kristni á Íslandi? Þ.e.a.s. hvernig lærði fólk um inntak trúarbragðanna? Hver kenndi þeim það? Á grundvelli hvaða rita? Á hvaða tungumáli? Og hver kenndi „kennurunum“? Gyðingdómur, kristni og íslam eiga samme...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki?

Spurningar um örvhenta og rétthenta virðast brenna á mörgum, að minnsta kosti streyma þær inn til Vísindavefsins. Meðal tengdra spurninga sem okkur hafa borist má nefna: Ef báðir foreldrar eru örvhentir hverjar eru þá líkurnar á því að barnið þeirra verði örvhent? Hvernig stendur á því að ég er örvhentur en rétt...

Fleiri niðurstöður