Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 973 svör fundust
Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar?
Dagatalið var í fyrstu tæki til að greina á milli hátíðis- og hvíldardaga og vinnudaga bænda. Hjá Rómverjum til forna hófst árið í mars. Elstu heimildir um tímatal Rómverja greina frá því að þá hafi árið (lat. annus) verið fjórir mánuðir sem báru nöfn sem við þekkjum úr rómverskri goðafræði: Mars, apríl, maí og jú...
Breytast hafstraumar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Breytast hafstraumar? Eru líkur á að hafstraumar í kringum Ísland breytist þannig að landið verði óbyggilegt? Svo háttar til um legu Íslands að það er á mörkum mildra og kaldra strauma í sjó og lofti. Sá angi eða afsprengi Golfstraumsins sem berst að sunnan- og vestanverðu landi...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Jónsdóttir rannsakað?
Kristín Jónsdóttir er eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og starfar sem hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands. Hún er einnig virk í vísindaráði Almannavarna, heldur iðuglega erindi á íbúafundum víða um land og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið Kristínar ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðfinna Aðalgeirsdóttir rannsakað?
Guðfinna Aðalgeirsdóttir er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Hún rannsakar jökla, afkomu þeirra, hvernig þeir flæða undan eigin þunga yfir landslagið og móta það, og hvernig jöklar bregðast við loftslagsbreytingum í fortíð, nútíð og framtíð. Vegna loftslags- og jöklabreytinga breytist hraði landuppl...
Hvernig myndast lungnakrabbamein?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndast lungnakrabbamein og hvaða áhrif hefur það á reglulega starfsemi lungnanna? Lungnakrabbamein verður til við illkynja breytingu í lungnavef. Á hverjum degi öndum við að okkur 10.000 lítrum af lofti sem inniheldur ógrynnin öll af smáum eindum sem geta bæði beint og...
Hvað hefur vísindamaðurinn Pálmi V. Jónsson rannsakað?
Pálmi V. Jónsson er prófessor og yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítalans. Hann beitti sér fyrir stofnun Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum og hefur verið formaður hennar frá 1999. Þar starfa nú 11 doktorsnemar auk annarra nema og nokkurra sérfræðinga. Pálmi er einn upphafsmann...
Hvernig er best að lágmarka áhrif gengisbreytinga á kostnað af láni sem tekið er í erlendum gjaldmiðlum?
Í flestum tilfellum er ekki skynsamlegt að reyna eingöngu að lágmarka áhrif gengisbreytinga á afborganir láns sem tekið er í erlendum gjaldmiðlum. Ef það er eina markmiðið er einfaldast að taka lán í innlendum gjaldmiðli. Annar kostur sem einnig eyðir öllum áhrifum gengisbreytinga er að gera í upphafi framvirka sa...
Snemma í sögu jarðar var geislavirkni í jarðskorpunni talsverð. Hefur verið metið hvaða áhrif slík náttúruleg geislun hafði á stökkbreytingar og þróun lífvera?
Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið metið og ég er ekki viss um að það sé hægt. Þekking manna á þróun lífsins snemma í sögu jarðarinnar er að mörgu leyti gloppótt, en merki um þróunarbreytingar í sögu lífsins má einkum greina á tvo vegu, með athugun á steingervingum og með samanburði á núlifandi tegundum, ...
Hvað er vitað um delta-afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar sem kennt hefur verið við Indland?
Þegar veiran SARS-CoV-2 fjölgar sér og breiðist út safnast upp stökkbreytingar í erfðaefni hennar. Hver veira á aðeins einn forföður, en einn smitandi einstaklingur getur smitað engan, einn eða fleiri manns. Með því að raðgreina erfðaefni úr sýni tiltekins einstaklings er hægt að finna út hvaða grein ættartrésins ...
Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar? Hvað er hægt að gera til að auka líkurnar á henni?
Athyglisvert er að skoða viðhorf til fullnægingar og hvernig er litið á konuna sem ýmist óvirka eða virka samkvæmt þeim. Sigmund Freud taldi að til væri tvenns konar fullnæging hjá konum; annars vegar fullnæging í leggöngum og hins vegar snípörvun. Hann hélt því fram að fullnæging í leggöngum væri merki um kynsvör...
Hvers vegna eru sumir strákar miklu kvenlegri en aðrir?
Áður en ráðist er til atlögu við spurninguna hvers vegna sumir strákar séu kvenlegri en aðrir er mikilvægt að skilgreina við hvað er átt þegar talað er um kvenleika og karlmennsku. Erum við að tala um líkamleg einkenni, vöðvamassa, líkamsburði og andlitsfall, eða snýst spurningin um þætti sem lúta að persónuleika ...
Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?
Til þess að geta svarað þessu er nauðsynlegt að reyna að skilgreina fyrst hvað átt er við með sönn ást, en það er heimspekileg spurning þótt hver og einn eigi trúlega sitt svar við henni. Almennt má gefa sér að sönn ást sé sterk óeigingjörn tilfinning til annarrar manneskju sem manni er annt um. Þessi tilfinning g...
Eru til fordómar gegn öldruðum?
Það var bandaríski geðlæknirinn og öldrunarfræðingurinn Robert Butler sem árið 1967 kynnti hugtakið “ageism” eða aldursfordóma. Þetta hugtak vísar til staðlaðrar ímyndar og fordóma gegn fólki á tilteknum aldri, til að mynda gamals fólks, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynf...
Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?
Við fyrstu sýn virðast heilahelmingarnir tveir, vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere), vera nákvæmlega eins. Við nánari athugun kemur þó í ljós að líffærafræðilegur munur er á þeim. Til dæmis er stærðarmunur á einstökum heilastöðvum, þótt hann sé reyndar nokkuð einstaklingsbundinn. Hægra heilahvelið er yfirle...
Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...