Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5803 svör fundust
Hvað er kvótakerfi?
Til eru margs konar kerfi sem kalla mætti kvótakerfi en öll eiga þau það sameiginlegt að verið er að reyna að stjórna magni af einhverju með því að tiltaka hve mikið einstakir aðilar mega nýta (til dæmis veiða, framleiða eða selja). Ýmist er tiltekið það magn sem einstakir aðilar mega nýta eða það hlutfall af heil...
Af hverju eru steinar mismunandi á litinn?
Orðið "steinn" í merkingu spurningarinnar getur þýtt að minnsta kosti tvennt, annars vegar steind eða steintegund, og hins vegar bergtegund. Bergtegundir eru yfirleitt samsettar úr mörgum steintegundum. Algengast er að "grjót" hér á landi sé svart eða dökkgrátt að lit og er þá oftast blágrýti, sem samanstendur e...
Er bragð af vatni? Sé svo, þá hvernig bragð?
Svar okkar er já; við vitum ekki betur en það sé bragð af vatni og að það sé kallað vatnsbragð (hvað annað?). Við sjáum til dæmis ekki eðlismun á því að stundum er vatnsbragð af hafragrautnum og stundum kannski saltbragð eða bara haframjölsbragð. (Svo getur grauturinn reyndar líka verið sangur, það er að segja við...
Hvers vegna heyrist sjávarhljóð ef haldið er á stórum kuðungi upp við eyra?
Í æsku var flestum sagt að hljóðið sem heyrist þegar maður heldur kuðungi upp við eyrað sé hljóðið í hafinu. Svo er þó ekki, en hvað er það þá sem framkallar þetta hljóð? Ein möguleg skýring er sú að hljóðið sé komið til vegna streymis andrúmslofts um kuðunginn. Við nánari athugun stenst það þó ekki. Ef við eru...
Hvort eru fleiri tegundir af fiskum með brjósk eða bein?
Mun fleiri tegundir beinfiska (Osteichthyes) en brjóskfiska (Chondrichithyes) eru þekktar í dag í ám, vötnum og heimshöfum jarðarinnar. Rúmlega 20.000 tegundum beinfiska hefur verið lýst en í kringum 800 tegundum brjóskfiska. Beinfiskar eru í raun langstærsti hópur hryggdýra, en næst koma fuglar með um 9.000 tegun...
Hvað búa margir í Ástralíu?
Í dag eru íbúar Ástralíu um 22 milljónir. Ástralía er sjötta stærsta land í heimi, um það bil 75 sinnum stærra en Ísland. Stærsti hluti landsins er eyðimörk. Flestir íbúanna, eða rúmlega 85%, búa við ströndina í suðaustur- og austurhluta landsins. Þar eru borgirnar Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og höfuðb...
Hvenær fékk Kanada sjálfstæði?
Kanada er annað stærsta land í heimi, aðeins Rússland er stærra. Í samræmi við það er saga landsins flókin, jafnvel þó aðeins sé miðað við þann tiltölulega stutta tíma sem evrópsk áhrif hafa verið ríkjandi, eða frá því að Kólumbus „fann“ Ameríku 1492. Kort af Kanada og nálægum löndum.Smellið til að skoða stærri ú...
Eigum við að trúa öllu sem stendur á veraldarvefnum?
Ég býst ekki við því að spyrjandi trúi öllu sem sagt er við hann dags daglega. Ég vona sannarlega að hann trúi til dæmis ekki að hann fái kraft úr kókómjólk eða að mamma hans sé alvitur. Heilmargt bull kemur af vörum lítilla barna og ef til vill aðeins minna frá þeim sem eldri eru. Það er einfaldlega ekki hægt að ...
Eru til vampírur?
Vampírur eru til, en líklega ekki í þeim skilningi sem spyrjandi á við. Vampíra er samheiti yfir þrjár tegundir leðurblakna sem lifa á dýrablóði. Um þær má lesa meira í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum? Þegar talað er um vam...
Hvaða heimspekingur sagði að við getum ekki stigið tvisvar í sama lækinn?
Þessi heimspekingur hét Herakleitos eða Heraklítos og var frá borginni Efesos á vesturströnd Litlu-Asíu, skammt norðan við Míletos sem var mikil miðstöð mannlífs og fræða á þessum tíma. Efesos kemur talsvert við sögu í Nýja testamentinu og er núna fjölsóttur ferðamannastaður því að fornar leifar hennar hafa varðve...
Hvað er lúsalyng?
Berjatínsla er hérlendis vinsæl á haustin eins og víða annars staðar. Með haustinu skartar bláberjalyngið nýjum björtum litum en krækiberjalyngið lætur minna á sér bera. Ekki er öllum kunnugt að það á sér þrjú nöfn, krækiberjalyng, krækilyng og lúsalyng. Krækiberjalyng eða lúsalyng. Elstu dæmi í söfnum Orðabóka...
Hver fann upp sígarettuna og hvenær?
Frumbyggjar í Ameríku þekktu tóbakið löngu á undan Evrópubúum og notuðu það til dæmis við helgiathafnir. Astekar reyktu til dæmis reyrstilka fyllta með tóbaki, annars staðar voru tóbakslaufin kramin og þeim rúllað upp í hýði af maís eða öðrum jurtum áður en þau voru reykt. Laufin voru einnig tuggin. Á myndinni má ...
Hvers vegna koma eldgos?
Eldgos verða af því að jörðin er mjög heit að innan. Í kjarna jarðarinnar er hitinn um 5000°C en í miðju jarðar er hitinn um 7000°C. Hitinn leitar út en kemst ekki nógu hratt upp á yfirborðið nema efnið í jörðinni hreyfist. Þannig kælir jörðin sig með tilfærslu á heitu efni upp á yfirborðið en í svari Ármanns Hösk...
Er óhætt fyrir astmasjúklinga að nota innöndunarlyf sem veikja ónæmiskerfi á meðan COVID-19-faraldurinn gengur yfir?
Daði spurði upprunalega um tvennt sem tengist sjúkdómnum COVID-19. Hér er seinni hluta spurningarinnar svarað en öll spurningin var svona: Er vitað á þessari stundu hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) auka líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu? Veikja innöndunarlyf eins og V...
Hvernig er HPV-smit greint og hverju skilar bólusetning gegn veirunni?
HPV-veirupróf er gert til að kanna hvort kona[1] hafi smitast af veiru sem á ensku kallast Human Papilloma Virus (HPV). Veiran hefur um 200 undirflokka og valda sumir þeirra góðkynja vörtum á kynfærum (e. condyloma), en um 15 tegundir þeirra geta leitt til þróunar á forstigsbreytingum og að lokum leghálskrabbamein...