Er vitað á þessari stundu hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) auka líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu? Veikja innöndunarlyf eins og Ventoline eða Flixotide ónæmiskerfið?Ventoline inniheldur virka efnið salbútamól og er notað við astma sem innúðalyf eða innöndunarduft. Lyfið er svokallaður beta-örvi sem dregur úr berkjukrampa og víkkar berkjur með áhrifum sínum á ósjálfráða taugakerfið. Þetta lyf hefur lítil sem engin áhrif á ónæmiskerfið og geta astmasjúklingar notað það óhræddir í kórónuveirufaraldrinum sem geisar. Á markaði hér eru nokkur fleiri lyf með sambærilega verkun og má þar nefna Bricanyl og Serevent sem dæmi. Þessi lyf hafa ekki heldur áhrif á ónæmiskerfið.
Astmasjúklingar sem nota Ventoline, Flixotide eða sambærileg innöndunarlyf geta því óhræddir haldið því áfram þrátt fyrir COVID-19.
Heimild:- Lyfjastofnun. Sérlyfjaskrá. https://www.serlyfjaskra.is/. (Sótt 27.03.2020).
- File:Adult Using an Asthma Inhaler (29251369035).jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 27.03.2020).