Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er óhætt fyrir astmasjúklinga að nota innöndunarlyf sem veikja ónæmiskerfi á meðan COVID-19-faraldurinn gengur yfir?

Magnús Jóhannsson

COVID-19 borði í flokk
Daði spurði upprunalega um tvennt sem tengist sjúkdómnum COVID-19. Hér er seinni hluta spurningarinnar svarað en öll spurningin var svona:

Er vitað á þessari stundu hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) auka líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu? Veikja innöndunarlyf eins og Ventoline eða Flixotide ónæmiskerfið?

Ventoline inniheldur virka efnið salbútamól og er notað við astma sem innúðalyf eða innöndunarduft. Lyfið er svokallaður beta-örvi sem dregur úr berkjukrampa og víkkar berkjur með áhrifum sínum á ósjálfráða taugakerfið. Þetta lyf hefur lítil sem engin áhrif á ónæmiskerfið og geta astmasjúklingar notað það óhræddir í kórónuveirufaraldrinum sem geisar. Á markaði hér eru nokkur fleiri lyf með sambærilega verkun og má þar nefna Bricanyl og Serevent sem dæmi. Þessi lyf hafa ekki heldur áhrif á ónæmiskerfið.

Astmasjúklingar sem nota Ventoline, Flixotide eða sambærileg innöndunarlyf geta óhræddir haldið því áfram þrátt fyrir COVID-19.

Flixotide inniheldur virka efnið flútíkasón sem er einnig notað við astma sem innúðalyf eða innöndunarduft. Þetta lyf er steri (önnur heiti eru barksteri og sykursteri) sem verkar staðbundið í berkjum og dregur úr bólgu. Barksterar veikja ónæmiskerfið og auka hættu á sýkingum en sú hætta er mjög lítil þegar lyfin eru gefin sem innúðalyf. Lyfin verka staðbundið í berkjum og áhrif annars staðar í líkamanum eru sáralítil nema helst eftir langtímanotkun mjög stórra skammta. Af öðrum lyfjum með sambærilega verkun má helst nefna Pulmicort (inniheldur virka efnið búdesóníð).

Astmasjúklingar sem nota Ventoline, Flixotide eða sambærileg innöndunarlyf geta því óhræddir haldið því áfram þrátt fyrir COVID-19.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

30.3.2020

Spyrjandi

Daði Guðbjörnsson

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Er óhætt fyrir astmasjúklinga að nota innöndunarlyf sem veikja ónæmiskerfi á meðan COVID-19-faraldurinn gengur yfir?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2020, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78831.

Magnús Jóhannsson. (2020, 30. mars). Er óhætt fyrir astmasjúklinga að nota innöndunarlyf sem veikja ónæmiskerfi á meðan COVID-19-faraldurinn gengur yfir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78831

Magnús Jóhannsson. „Er óhætt fyrir astmasjúklinga að nota innöndunarlyf sem veikja ónæmiskerfi á meðan COVID-19-faraldurinn gengur yfir?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2020. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78831>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er óhætt fyrir astmasjúklinga að nota innöndunarlyf sem veikja ónæmiskerfi á meðan COVID-19-faraldurinn gengur yfir?
Daði spurði upprunalega um tvennt sem tengist sjúkdómnum COVID-19. Hér er seinni hluta spurningarinnar svarað en öll spurningin var svona:

Er vitað á þessari stundu hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) auka líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu? Veikja innöndunarlyf eins og Ventoline eða Flixotide ónæmiskerfið?

Ventoline inniheldur virka efnið salbútamól og er notað við astma sem innúðalyf eða innöndunarduft. Lyfið er svokallaður beta-örvi sem dregur úr berkjukrampa og víkkar berkjur með áhrifum sínum á ósjálfráða taugakerfið. Þetta lyf hefur lítil sem engin áhrif á ónæmiskerfið og geta astmasjúklingar notað það óhræddir í kórónuveirufaraldrinum sem geisar. Á markaði hér eru nokkur fleiri lyf með sambærilega verkun og má þar nefna Bricanyl og Serevent sem dæmi. Þessi lyf hafa ekki heldur áhrif á ónæmiskerfið.

Astmasjúklingar sem nota Ventoline, Flixotide eða sambærileg innöndunarlyf geta óhræddir haldið því áfram þrátt fyrir COVID-19.

Flixotide inniheldur virka efnið flútíkasón sem er einnig notað við astma sem innúðalyf eða innöndunarduft. Þetta lyf er steri (önnur heiti eru barksteri og sykursteri) sem verkar staðbundið í berkjum og dregur úr bólgu. Barksterar veikja ónæmiskerfið og auka hættu á sýkingum en sú hætta er mjög lítil þegar lyfin eru gefin sem innúðalyf. Lyfin verka staðbundið í berkjum og áhrif annars staðar í líkamanum eru sáralítil nema helst eftir langtímanotkun mjög stórra skammta. Af öðrum lyfjum með sambærilega verkun má helst nefna Pulmicort (inniheldur virka efnið búdesóníð).

Astmasjúklingar sem nota Ventoline, Flixotide eða sambærileg innöndunarlyf geta því óhræddir haldið því áfram þrátt fyrir COVID-19.

Heimild:

Mynd:...