Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er lúsalyng?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Berjatínsla er hérlendis vinsæl á haustin eins og víða annars staðar. Með haustinu skartar bláberjalyngið nýjum björtum litum en krækiberjalyngið lætur minna á sér bera. Ekki er öllum kunnugt að það á sér þrjú nöfn, krækiberjalyng, krækilyng og lúsalyng.



Krækiberjalyng eða lúsalyng.

Elstu dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans eru um krækiberjalyngið frá 17. öld en um lúsalyngið eru elst dæmi úr Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem gefin var út fyrst 1772. Frá miðri 18. öld er einnig dæmi í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.) þar sem hann segir lúsalyng annað heiti á krækiberjalyngi. Í Grasnytjum Björns Halldórssonar frá 1781 er við lúsalyng vísað í krækiberjalyng og mætti draga af því þá ályktun að krækiberjalyng væri algengara nafnið. Oddur Hjaltalín gerir krækilyngi og lúsalyngi jafn hátt undir höfði í Íslenzkri grasafræði frá 1830 þegar hann skrifar:
Dökkt krækilýng (Empetrum nigrum) … ísl. Krækilýng, Lúsalýng.

Lúsalyng var notað til litunar:

Með steinmosanum er haft aðalbláberjalyng og lúsalyng til að dekkja í

segir í Sóknalýsingum Vestfjarða, öðru bindi sem skrifað var á árunum 1839–1852. Einhver ruglingur hefur þó verið við sortulyngið því að í tímaritinu Blöndu, fjórða bindi, frá fyrri hluta 20. aldar er sagt frá litun
úr sortulyngi, er sumir kalla lúsalyng, og dökkum jarðarleir, sem heitir sorta.

Enginn vafi er á því hvað Steingrímur Thorsteinsson átti við þegar hann orti:

Um frelsis vínber seidd við sólarkyngi

Mín sálin unga bað,

En krækiber af þrældóms lúsalyngi

Mér lífið réttir að.

Þessi vísa varð landfleyg og er víða vitnað til hennar í blöðum sem finna má á timarit.is. Í þeim heimildum sem fram koma í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er engin skýring á því hvers vegna lyngið er kennt við lús.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill um orð vikunnar á vef Stofnunar Árna Magnússonar og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.11.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er lúsalyng?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57724.

Guðrún Kvaran. (2010, 24. nóvember). Hvað er lúsalyng? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57724

Guðrún Kvaran. „Hvað er lúsalyng?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57724>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er lúsalyng?
Berjatínsla er hérlendis vinsæl á haustin eins og víða annars staðar. Með haustinu skartar bláberjalyngið nýjum björtum litum en krækiberjalyngið lætur minna á sér bera. Ekki er öllum kunnugt að það á sér þrjú nöfn, krækiberjalyng, krækilyng og lúsalyng.



Krækiberjalyng eða lúsalyng.

Elstu dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans eru um krækiberjalyngið frá 17. öld en um lúsalyngið eru elst dæmi úr Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem gefin var út fyrst 1772. Frá miðri 18. öld er einnig dæmi í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.) þar sem hann segir lúsalyng annað heiti á krækiberjalyngi. Í Grasnytjum Björns Halldórssonar frá 1781 er við lúsalyng vísað í krækiberjalyng og mætti draga af því þá ályktun að krækiberjalyng væri algengara nafnið. Oddur Hjaltalín gerir krækilyngi og lúsalyngi jafn hátt undir höfði í Íslenzkri grasafræði frá 1830 þegar hann skrifar:
Dökkt krækilýng (Empetrum nigrum) … ísl. Krækilýng, Lúsalýng.

Lúsalyng var notað til litunar:

Með steinmosanum er haft aðalbláberjalyng og lúsalyng til að dekkja í

segir í Sóknalýsingum Vestfjarða, öðru bindi sem skrifað var á árunum 1839–1852. Einhver ruglingur hefur þó verið við sortulyngið því að í tímaritinu Blöndu, fjórða bindi, frá fyrri hluta 20. aldar er sagt frá litun
úr sortulyngi, er sumir kalla lúsalyng, og dökkum jarðarleir, sem heitir sorta.

Enginn vafi er á því hvað Steingrímur Thorsteinsson átti við þegar hann orti:

Um frelsis vínber seidd við sólarkyngi

Mín sálin unga bað,

En krækiber af þrældóms lúsalyngi

Mér lífið réttir að.

Þessi vísa varð landfleyg og er víða vitnað til hennar í blöðum sem finna má á timarit.is. Í þeim heimildum sem fram koma í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er engin skýring á því hvers vegna lyngið er kennt við lús.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill um orð vikunnar á vef Stofnunar Árna Magnússonar og birt hér með góðfúslegu leyfi....