Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1399 svör fundust
Hafa refir einhvern tíma verið í Færeyjum og þá af hvaða stofni?
Eftir því sem best er vitað hafa villtir refir aldrei lifað í Færeyjum. Talið er að þegar fyrstu landnámsmennirnir komu til eyjanna hafi þar ekki verið nein landspendýr. Einu hryggdýrin voru fuglar en fuglalíf eyjanna er afar fjölskrúðugt og hefur einnig verið svo fyrir um 1.400 árum þegar menn komu til eyjanna. ...
Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu?
Á alþjóðavettvangi er engin alheimsstjórn sem setur sameiginlegar reglur og fylgir þeim eftir. Alþjóðakerfið er sjálfshjálparkerfi sem byggir á samstarfi fullvalda ríkja. Sameinuðu þjóðirnar eru stærsti sameiginlegi vettvangur fullvalda ríkja til að leita lausna á vandamálum heimsins með friðsamlegum hætti. ...
Hvað er verkfall og hver er saga verkfallsréttar í heiminum?
Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Hvenær fóru Íslendingar fyrst í verkfall? Og hvenær fóru opinberir starfsmenn fyrst í verkfall? Hvenær urðu verkföll fyrst lögleg og með hvaða hætti? Hvað er verkfall? Hver er munurinn á verkfalli og verkbanni? Verkfall eða vinnustöðvun verður þega...
Af hverju lifa húsflugur í 25 daga?
Það er ekki alveg rétt að húsflugur (Musca domestica) lifi aðeins í 25 daga. Lífslengd hvers stigs, eggja, lirfa og fullorðinna flugna, ræðst mjög af hita. Í köldu umhverfi vaxa þær hægt og hvert stig tekur langan tíma, en við 25-35oC hita vaxa þær hratt og er það sá hiti sem þær þrífast best við. Eftir að egg...
Hvenær dó heilagur Valentínus? Hverrar trúar var hann?
Heilagur Valentínus er nafn yfir tvo, eða jafnvel þrjá, píslarvotta í sögu kirkjunnar. Annar var rómverskur prestur og læknir sem varð fyrir barðinu á Kládíusi II, Rómakeisara, í ofsóknum hans á kristnum mönnum. Hinn var biskupinn af Terní á Ítalíu. Mögulegt er að sögurnar af þessum tveimur mönnum eigi uppruna sin...
Er gljátína skaðleg?
Gljátína (Niptus hololeucus) er hnattlaga bjöllutegund sem finnst víða um heim. Bjallan er 3-5 mm á lengd. Núverandi útbreiðsla gljátínu er í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Kvendýrið verpir vanalega um 20-40 eggjum. Lirfurnar hafa hamskipti fjórum sinnum áður en þær púpa sig og myndbreyting verður. Eggin verða...
Eru önnur lönd í heiminum, fyrir utan Ísland, sem raða nöfnum eftir eiginnafni?
Erfitt er að svara þessari spurningu þar sem upplýsingar virðast ekki liggja frammi um röðun í símaskrá um allan heim. Athugun á Norðurlöndum sýnir að þar er raðað eftir kenninafni (ættarnafni). Annars staðar í Evrópu gildir hið sama. Í Bandaríkjunum og Ástralíu er raðað eftir kenninafni. Um Afríku og Asíu mun...
Er til dýr sem heitir perluhæna?
Perluhæna (Numida meleagris) er afrískur hænsnfugl. Upprunaleg heimkynni hennar eru víða á svæðum sunnan Sahara og á Madagaskar en fuglinn hefur einnig verið fluttur inn til sportveiða í Vestur-Indíum og Frakklandi. Kjörlendi perluhænunnar eru heit og þurr svæði þar sem ekki er mikið um gróður svo sem á staktr...
Hvers konar fuglar eru vákar og hvernig líta þeir út?
Vákar (Buteo) eru ættkvísl ránfugla sem telur tæplega 30 tegundir og er innan haukaættar (Accipitridae). Vákar eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en tvær tegundir, fjallvákurinn, (Buteo lagopus) og músvákur eða (Buteo buteo) hafa flækst hingað til lands. Fjallvákur er meðalstór ránfugl, oftast á bilinu 5...
Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?
Einhyrningar eða Unicornus eru þjóðtrúardýr, það er að segja dýr sem finnast í þjóðtrú víða um heim en eru ekki til í veruleikanum eins og við skiljum hann yfirleitt. Einhyrningar líkjast oft venjulegum hvítum hestum en hafa eitt langt snúið horn fram úr enninu. Til eru margar ólíkar sagnir um einhyrninga en ein f...
Hver er munurinn á Rússlandi og Hvíta-Rússlandi?
Rússland er langstærsta land heims, um 17.098.000 km2 eða nær tvöfalt stærra en Kanada sem kemur þar á eftir. Landið er þó aðeins í áttunda sæti yfir fjölmennustu ríki heims með rúmlega 143 milljónir íbúa. Stærsti hluti Rússlands tilheyrir Norður-Asíu en svæðið vestan Úralfjalla tilheyrir Evrópu eins og lesa má um...
Hvað getið þið sagt mér um flæmingja?
Flamingóar eða flæmingjar (Phoenicopteridae) eru hvítir að grunninum til en vegna bleikra, og allt að því skærrauðra, reita á vængjum, fótum og nefi er yfirbragð þeirra bleikt. Langur háls og háir fætur gera þá tignarlega á að líta. Ævintýralegt er að sjá stóra hópa þessara glæsilegu fugla á flugi. Rauðflæming...
Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð?
Elsta dæmið um orðið vísindaferð er, samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans, frá árinu 1884 en þá kom það fyrir í tímaritinu Suðra sem Gestur Pálsson ritstýrði. Þar kemur orðið vísindaferð fyrir í tilkynningu um rit Þorvaldar Thoroddsen Ferðir á suðurlandi sumarið 1883. Í Suðra segir að Þorvaldur sé orðinnsvo ku...
Hver er annars vegar munurinn á varðhaldi og gæsluvarðhaldi og hins vegar varðhaldi og fangelsi?
Í almennri umræðu er ekki alltaf gerður sami greinarmunur á hugtökunum varðhaldi og gæsluvarðhaldi og í lögfræðilegri umfjöllun. Þar má nefna að stundum er talað um að menn séu í varðhaldi þegar þeir eru í haldi lögreglu eftir handtöku og þá er varðhald oft notað jöfnum höndum yfir hugtakið gæsluvarðhald. Hugt...
Hver borðaði fyrsta ísinn í heimi?
Ekki er hægt að svara þessari spurningu með því að benda á einhvern tiltekinn einstakling og segja að hann hafi óumdeilanlega verið fyrstur allra til að borða ís. Svarið fer líka eftir því hvernig við skilgreinum orðið ís. Flestir nota orðið um frystan mat úr mjólkurvörum (eða jurtafeiti) með sykri og bragðefnum í...