Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2582 svör fundust
Í hverju felst borgaraleg óhlýðni?
Flestir heimspekingar eru sammála um að í borgaralegri óhlýðni felist að (i) brotið er gegn lögum eða reglum, (ii) markmið lögbrotsins er ekki einstaklingsbundinn hagur eða sérhagsmunir tiltekins hóps heldur almannaheill, til dæmis réttlæti, (iii) lögbrotið er framið fyrir opnum tjöldum, oftast til að vekja athygl...
Stendur einhvers staðar í Kóraninum að konur eigi að hylja sig og bera blæju?
Á nokkrum stöðum í Kóraninum er að finna texta sem hægt er að túlka sem tilmæli um að konum beri að hylja sig. Sumir textarnir virðast einungis fela í sér boð um almenna hógværð og látleysi en ekki endilega fyrirmæli um ákveðinn klæðaburð. Mikill munur er á því hvernig fræðimenn túlka þessa texta. Sumir líta sv...
Hvað getið þið sagt mér um Blaise Pascal og framlag hans til stærðfræðinnar?
Blaise Pascal (1623-1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, uppfinningamaður, trúspekingur og ritsnillingur. Hann fæddist í Clermont, sem nú heitir Clermont-Ferrand í Auvergne, þar sem faðir hans var forseti skattdómsins og þekktur áhugamaður um stærðfræði og vísindi. Móðir hans dó þegar hann var þrigg...
Hvað er mikið blóð í mannslíkamanum? Hversu mikið blóð má maður missa áður en það verður hættulegt?
Í líkama fullorðins einstaklings eru um 5 lítrar af blóði. Í ungabörnum er rúmlega lítri af blóði. Ef slagæð verður fyrir skaða getur það valdið miklu blóðtapi vegna innri og ytri blæðinga í líkamanum. Svo mikill þrýstingur er í slagæðum að blóðið hreinlega spýtist út. Ef fullorðinn maður tapar meira en lítra ...
Hver er munurinn á þjóðernissósíalisma og nasisma?
Þessi munur er nákvæmlega enginn eftir því sem við vitum best. Þetta eru tvö orð um sama hlutinn og annað raunar upphaflega til komið sem stytting á hinu. Þjóðernissósíalismi heitir Nationalsozialismus á þýsku og íslenska orðið er bein þýðing á því orði. Upphaf þess er borið fram með skýru ts-hljóði („nats-“...
Á hverju nærast tré?
Tré nærast á samskonar efnum og þú og ég, einkum kolvetnissamböndum, en einnig fitum og próteinum. Munurinn er sá að trén framleiða þessi efni sjálf í laufblöðum sínum úr koltvísýringi sem laufblöðin „anda“ til sín úr andrúmsloftinu og vatni sem ræturnar taka upp úr jarðveginum og er síðan flutt upp í laufb...
Er blóð í kjötinu sem við borðum?
Þessari spurningu er óhætt að svara neitandi. Strax eftir slátrun eru skrokkar blóðtæmdir, og eru þannig blóðlausir að mestu við frekari vinnslu. Sá rauði vökvi sem kemur í ljós þegar til dæmis léttsteikt nautakjöt er skorið er í raun bara blóðlitað vatn. Það er fyrst og fremst litað af mýóglóbíni eða vöðvarauða, ...
Hvar get ég fundið handrit eða stutt ágrip af leikritinu Draumur á Jónsmessunótt?
Helgi Hálfdanarson hefur þýtt öll leikrit Shakespeares á íslensku og hægt er að nálgast þýðingarnar í ýmsum útgáfum á flestum bóksasöfnum landsins. Helgi hefur einnig sett saman bók þar sem hann endursegir efni nokurra leikrita, meðal annars Draums á Jónsmessunótt, og ætti hún einnig að vera til á flestum söfnum:Á...
Hvernig verkar drullusokkur?
Myndir sýnir þverskurð af drullusokki sem þrýst er að stífluðu niðurfalli vasks. Drullusokkurinn samanstendur vanalega af íhvolfri gúmmiblöðku og skafti sem stendur upp úr henni líkt og myndin sýnir. Þegar skaftinu er þrýst niður pressast blaðkan saman. Rúmmál hennar minnkar og umfram loftið þrýstist út und...
Hvernig verkar heilinn?
Heilinn er afar flókið líffæri og það er ekki auðvelt að skrifa um það í stuttu máli hvernig hann starfar, fyrir utan það að margt við hann er enn á huldu. Ýmislegt um heilann er þó vel þekkt, til dæmis það að hjá flestum gegnir vinstri hluti heilans meira hlutverki en sá hægri við stjórnun hægri hlutar líkaman...
Ef einhver er nirfill, hvað er hann þá?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Þetta er kannski asnaleg spurning, en ef manneskja er nirfill hvað er hún þá? Hvað þýðir orðið nirfill?Orðið nirfill merkir 'aðsjáll maður, sá sem ekki lætur gjarnan út fé, svíðingur' og sögnin að nirfla merkir 'að draga saman fé með nísku og sparsemi'. Elst dæmi um nirfill ...
Hvort er meira af beini eða brjóski í nefinu?
Ytri hluti nefs eða sá hluti þess sem skagar út í loftið er bæði gerður úr beini og brjóski. Beinhlutinn er harður og samanstendur aðeins af tveimur smágerðum nefbeinum ofarlega sitt hvoru megin við miðlínu nefs að framanverðu. Að öðru leyti er nefið úr brjóski sem tekur við af nefbeinunum að framan. Brjóskhlutinn...
Ef gift kona skilur við manninn sinn, verður hún þá aftur fröken?
Sá siður að ávarpa ógifta konu fröken er mjög á undanhaldi en hér áður fyrr var ávarpið talsvert algengt. Skólastýra Kvennaskólans í Reykjavík fyrir og um miðja 20. öld var til dæmis ávallt ávörpuð fröken Ragnheiður af nemendum og flestum samkennurum. Þegar kona gifti sig varð hún frú og hélt þeim titli þótt hún s...
Af hverju er þyngdaraflið svona skrýtið á tunglinu?
Þyngdarkrafturinn á tungluni er ekkert skrýtnari eða öðruvísi en annars staðar. Á tunglinu verkar alveg sami þyngdarkraftur og á jörðinni en eini munurinn er sá að þyngdarkrafturinn á tiltekinn hlut á tunglinu er miklu minni en á sama hlut á jörðinni og hluturinn virðist því léttari þar en við yfirborð jarðar. ...
Ég veit hvað ófreskja er, en hvað er þá freskja?
Orðið ófreskja merkir í nútímamáli ‛skrímsli, óvættur’ en hafði í fornu máli einnig merkinguna ‛skyggnigáfa’. Nafnorðið ófreski merkir ‛skyggni, skyggnigáfa‛ og lýsingarorðið ófreskur ‛skyggn, sá sem sér það sem öðrum er hulið’. Lýsingarorðið freskur merkir þá ‛óskyggn’. Ekki...