Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef einhver er nirfill, hvað er hann þá?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Þetta er kannski asnaleg spurning, en ef manneskja er nirfill hvað er hún þá? Hvað þýðir orðið nirfill?
Orðið nirfill merkir 'aðsjáll maður, sá sem ekki lætur gjarnan út fé, svíðingur' og sögnin að nirfla merkir 'að draga saman fé með nísku og sparsemi'. Elst dæmi um nirfill eru frá 17. öld svo vitað sé. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:668) eru í nágrannamálunum til orð af sama uppruna en með aðeins annarri merkingu, í nýnorsku nørle 'smávaxinn monthani', í sænskum mállýskum nyrvel 'umskiptingur, ...' sem skyld eru sænsku nirl 'smástrákur, dvergur' og nýnorsku nurv, nyrv og nyrve 'lítill samankýttur maður'.

Af norsku og sænsku orðunum má sjá að merkingin nær til einhvers sem er lítið, samanrekið'. Íslenska orðið nirfill er einmitt notað um einhvern sem er lítill og þröngur í sálinni, heldur þétt utan um sitt. Orðið er skylt sögninni að njörva 'binda, reyra rammlega, negla þétt og fast, vinna vel, gernýta', til dæmis njörva eitthvað niður, njörva upp slægjur.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.5.2006

Spyrjandi

Jónína Pétursdóttir, f. 1990

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Ef einhver er nirfill, hvað er hann þá?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5927.

Guðrún Kvaran. (2006, 15. maí). Ef einhver er nirfill, hvað er hann þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5927

Guðrún Kvaran. „Ef einhver er nirfill, hvað er hann þá?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5927>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef einhver er nirfill, hvað er hann þá?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Þetta er kannski asnaleg spurning, en ef manneskja er nirfill hvað er hún þá? Hvað þýðir orðið nirfill?
Orðið nirfill merkir 'aðsjáll maður, sá sem ekki lætur gjarnan út fé, svíðingur' og sögnin að nirfla merkir 'að draga saman fé með nísku og sparsemi'. Elst dæmi um nirfill eru frá 17. öld svo vitað sé. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:668) eru í nágrannamálunum til orð af sama uppruna en með aðeins annarri merkingu, í nýnorsku nørle 'smávaxinn monthani', í sænskum mállýskum nyrvel 'umskiptingur, ...' sem skyld eru sænsku nirl 'smástrákur, dvergur' og nýnorsku nurv, nyrv og nyrve 'lítill samankýttur maður'.

Af norsku og sænsku orðunum má sjá að merkingin nær til einhvers sem er lítið, samanrekið'. Íslenska orðið nirfill er einmitt notað um einhvern sem er lítill og þröngur í sálinni, heldur þétt utan um sitt. Orðið er skylt sögninni að njörva 'binda, reyra rammlega, negla þétt og fast, vinna vel, gernýta', til dæmis njörva eitthvað niður, njörva upp slægjur....