Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1215 svör fundust
Hvað er orðið innviðir gamalt og hvernig hefur merking þess breyst í málinu?
Orðið innviðir heyrist og sést mjög oft um þessar mundir. Þetta er ekki nýtt orð – það kemur fyrir þegar í fornu máli og er þá eingöngu notað í bókstaflegri merkingu um tréverk í skipi, annað en ytra byrði. Síðar er einnig farið að nota orðið um hús – „Kirkjan að ytri súð og innviðum mjög lasleg og ágengileg“ segi...
Hverjar eru tíu algengustu fuglategundirnar á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru topp 10 algengustu fuglategundirnar á Íslandi? Samkvæmt upplýsingum um stærðir íslenskra fuglastofna sem finna má á vef Náttúrufræðistofnunar eru tíu algengustu fuglar landsins eftirfarandi: Tegund Fjöldi (pör)[1] ...
Hvaða nytjajurtir ræktuðu landsmenn frá landnámi fram til 20. aldar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða grænmeti & ávextir voru ræktuð hér (ef einhver) í það heila fyrir 20. öldina? Voru t.d. einhver grænmeti og/eða ávextir ræktuð hér á víkingaöld? Gera má ráð fyrir að landnemar hafi reynt að rækta nytjajurtir sem þeir könnuðust við. Í Skandinavíu og Bretlandseyjum var garð...
Hvaða dýr lifa í laufskógum?
Laufskógar eru ríkjandi á tempruðum og frjósömum svæðum jarðar þar sem sumrin eru venjulega hlý og rök og vetur mildir. Helstu einkenni þeirra eru sumargræn tré sem fella lauf á haustin eftir að hafa skartað fallegum haustlitum. Helstu trjátegundir laufskóganna eru eik, askur, beyki og hlynur. Laufskógabeltið ...
Hver skrifaði fyrstu biblíuna í kristinni trú?
Þessari spurningu er vart hægt að svara þar sem ekki er hægt að tala um fyrstu, aðra eða þriðju Biblíu. Ef við hins vegar spyrjum „Hver skrifaði Biblíuna“, þá má svara því á þann veg að ekki er um einn höfund að ræða heldur eru hin mörgu og mismunandi rit Biblíunnar rituð af fjölmörgum höfundum sem flestir eru óþe...
Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hversu lengi hafa laxfiskarnir bleikja, urriði og lax verið í íslensku ferskvatni og hvaðan komu þeir hingað, og í hvaða röð? Laxfiskar lifðu ekki á Íslandi á ísöld þegar stór jökulskjöldur lá yfir öllu landinu. Laxfiskar á Íslandi eru því afkomendur fiska sem fluttu hingað f...
Hvað getið þið sagt mér um fall Berlínarmúrsins?
Berlínarmúrinn var reistur af kommúnistastjórninni í Þýska alþýðulýðveldinu (Austur-Þýskalandi) í ágúst 1961 sem „varnarveggur gegn fasisma“. Hann féll nóttina 9. til 10. nóvember 1989 eftir að hafa skilið að fjölskyldur, vini og nágranna í Austur- og Vestur-Berlín í 28 ár. Á meðan múrinn stóð kostaði það að minns...
Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar?
Ský er safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Oftast tengist kólnunin uppstreymi, en bæði þrýstingur og hiti loftsins lækkar þegar það lyftist (sjá svar við spurningu um kulda á fjöllum og í háloftum). Uppstreymi á sér stað við ýmsar aðstæður, til dæmis...
Hvers vegna fara kristnir menn aðeins eftir sumum ákvæðum Gamla testamentisins?
Það er forn kristin regla að lesa Biblíuna fyrst og fremst í ljósi Jesú Krists. Einn forn höfundur orðaði regluna á þessa leið: „Nýja testamentið liggur hulið í Gamla testamentinu. Gamla testamentið opnast í Nýja testamentinu.“ Það er ljóst af lestri Nýja testamentisins að Jesús kom með nýja túlkun á boðum og fyri...
Hversu fljótir eru íslenskir spörfuglar að koma upp ungum?
Spurningin í heild hljóðaði svo:Þann 29. maí sá ég fleygan auðnutittlingsunga í Elliðaárdalnum og svolítið seinna fleygan staraunga. Eru spörfuglar svona fljótir að koma upp ungum?Í flestum bókum sem fjalla um íslenska fugla er því haldið fram að fyrstu ungar starans (Sturnus vulgaris) verði fleygir um miðjan júní...
Hvaða gróður kemur fyrst upp undan skriðjökli?
Hér á landi hefur gróðurframvinda í kjölfar þess að jöklar hopa verið lítið rannsökuð ólíkt því sem gert hefur verið víða erlendis. Að sögn Sigurðar H. Magnússonar gróðurvistfræðings hefur ekki farið fram nein heildstæð rannsókn á framvindu við jökuljaðra síðan Åke Person rannsakaði breytingar á jarðvegi og gróðri...
Hvað er einn rúmkílómetri af lofti þungur?
Vísindamenn gera greinarmun á þyngd og massa og um muninn má lesa í svari við spurningunni Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? Í stuttu máli má segja að massi er innbyggður eiginleiki hlutar sem mældur er í kílóum (kg) en þyngd er kraftur sem verkar á hlutinn og er hún mæld í einingum sem kallast Newton (N). ...
Er túmorsjúkdómurinn í Mýrinni eftir Arnald Indriðason til í alvörunni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í bókinni Mýrin eftir Arnald Indriðason er talað um „túmorsjúkdóm“ (bls. 100). Er túmorsjúkdómur til? Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er „túmorsjúkdómur“, hver eru einkennin og er sjúkdómurinn arfgengur? Túmorsjúkdómur er ekki nafn á sjúkdómi en læknirinn Mýrinni ef...
Í hvaða landi var ísinn fundinn upp?
Það er margt á huldu um hver hafi fyrst fundið upp á því að búa til og borða ís. Algengasta sagan er einhvern veginn svona: Hinn frægi landkönnuður Marco Polo (1254-1324) sneri aftur til Ítalíu frá Kína og hafði þá með sér uppskrift að ís. Uppskriftin barst svo til Frakklands þegar Katrín af hinni frægu Medici...
Af hverju er skrift til?
Í mörgum menningarsamfélögum þar sem ritmál var óþekkt lifði fólk samt sem áður góðu og innihaldsríku lífi. Jafnvel nú þegar nær allir jarðarbúar hafa einhverja reynslu af ritmáli er til fólk sem hvorki getur lesið né skrifað, en þar á meðal eru margar milljónir barna. Í samfélögum án ritmáls myndast oft hefð f...