Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 756 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hver er skilgreiningin á stöðuvatni og getur Jökulsárlón talist vera stöðuvatn?

Eins og nafnið bendir til, mætti ætla að Jökulsárlón sé „lón“ fremur en „stöðuvatn“. Annað orðið útilokar þó ekki hitt því samkvæmt íslenskum jarðfræðibókum er þarna um jökullón að ræða sem er ein gerð stöðuvatna. Á ensku er talað um lake annars vegar og lagoon hins vegar. Skilgreiningar á þessu tvennu eru gja...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki?

Ef gengið er út frá því í nafninu að liðurinn Bakki sé sérnafn má rita Efri-Bakki en ef bakki er þarna venjulegt samnafn er ritað Efribakki. Þetta þarfnast nánari útskýringar sem fylgir hér á eftir. Rithátturinn Efribakki samræmist reglu sem var sett fram í auglýsingu menntamálaráðuneytis um stafsetningu árið 1...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um hvíta nashyrninginn?

Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spe...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru neglur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Úr hverju eru neglurnar?Af hverju vaxa neglur?Eru neglur bein eða dauðar frumur?Til hvers erum við með neglur? Aðrir spyrjendur eru: Helga Svana Ólafsdóttir, Eva Árnadóttir (f. 1985), Védís Mist Agnadóttir (f. 1998), Sigurður Einarsson (f. 1990) og Brynja Bergsveinsdóttir. ...

category-iconHugvísindi

Hvaða tungumál ætli Nói og niðjar hans hafi talað?

Ellefti kafli fyrstu Mósebókar hefst á þessum orðum: "En jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð." Þetta er skrifað í framhaldi af lokum 10. kafla (32. versi) þar sem segir frá því að eftir syndaflóðið hafi ættkvíslir Nóa og sona hans og þær þjóðir sem frá þeim greindust dreifst um jörðina. Niðjar Nóa fóru v...

category-iconVísindafréttir

Sólmyrkvi á morgun 1. ágúst 2008

Svo skemmtilega vill til að á morgun, þann 1. ágúst 2008, mun verða deildarmyrkvi á sólu. Við deildarmyrkva gengur tunglið á milli sólar og jörðu og hylur hluta sólarinnar. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum frá Íslandi á milli klukkan 8:15 og til um 10:10. Eitthvað lengra verður að bíða næsta almyrkva, sem er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getum við lifað á Mars?

Eins og staðan er í dag geta menn ekki lifað á Mars og fátt sem bendir til þess að það muni breytast í fyrirsjáanlegri framtíð. Við komumst ekki af án súrefnis en í lofthjúp Mars er ekki að finna það súrefni sem þarf til þess að menn geti þrifist. Í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvernig er lofthjú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru jöklar á Mars eða eru ummerki um að þeir hafi kannski verið þar áður fyrr?

Á báðum pólsvæðum Mars eru miklar ísbreiður, aðallega úr vatnsís en þaktar þurrís á yfirborðinu. Norðurpóllinn á Mars er um 1000 km í þvermál á sumrin og allt að tveggja km þykkur. Suðurpóllinn er öllu smærri eða 350 km í þvermál og 3 km þykkur en inniheldur engu að síður nægt vatn til að þekja reikistjörnuna með ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers konar vopn var mækir sem nefndur er í sumum Íslendingasögum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í Harðar sögu og Hólmverja, 17. kafla, er sagt frá bardaga milli fóstbræðranna Harðar, Geirs og Helga og Björns blásíðu: "...og höggur Björn til Harðar með tvíeggjuðum mæki." Hvers konar vopn var mækir? Í stuttu máli er tvíeggjaður mækir hið hefðbundna víkingasverð. Eins og á v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?

Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tím...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Eiríkur Steingrímsson rannsakað?

Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig sérhæfingu og starfsemi fruma er stjórnað. Rannsóknir hans hafa beinst að stjórnun umritunar í litfrumum og sortuæxlum, einkum að hlutverki stjórnprótínsins MITF. Litfrumur (e. melanocyt...

category-iconJarðvísindi

Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?

Ísland skiptist í þrjár jarðmyndanir eftir aldri og myndunaraðstæðum: Elst er tertíera blágrýtismyndunin, 16-3 milljón ára, þá kvartera grágrýtis- og móbergsmyndunin, 3 milljón til 10.000 ára, og loks nútími, síðustu 10.000 árin. Tertíeru mynduninni tilheyra blágrýtissyrpurnar á Austfjörðum og Vesturlandi, frá...

category-iconLandafræði

Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?

Þjórsá er lengsta fljót Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Vatnasvið Þjórsár er 7530 ferkílómetrar (km2) og er það næststærsta vatnasvið fljóta á Íslandi á eftir Jökulsá á Fjöllum. Meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss er um 360 rúmmetrar á sekúndu (m3/s). Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og...

category-iconHugvísindi

Hvenær fundust Vestmannaeyjar og hver fann þær?

Í Landnámabók er meðal annars sagt frá því þegar Ingólfur Arnarson og Hjörleifur fóstbróðir hans fóru til Íslands þegar landið var óbyggt:Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða, og var þar þá fjörður, og horfði botninn inn að höfðanum. Hjörleifur lét þar gera skála tvo, og er önnur tóftin átján faðma, en önnur nít...

category-iconJarðvísindi

Hvort voru Skaftáreldar flæðigos eða blandað gos?

Gosefni, það er þau efni sem koma upp í eldgosum eru ýmist hraun, gjóska eða hvoru tveggja. Ef gosefnin eru nánast eingöngu hraun er talað um flæðigos eða hraungos. Dæmi um slíkt eru eldgosin á Kröflusvæðinu 1975-1984 en þar kom nær engin gjóska, bara hraun. Ef gosefnin eru að langmestu leyti gjóska er tal...

Fleiri niðurstöður